Miðvikudagur, 18. júní 2008
Krónan fellur og fellur
Gengi krónunnar lækkaði um 3,40% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar 164,70 stig og hefur gengi krónunnar aldrei verið lægra í lok dags, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísistalan stóð í 159,15 stigum við opnun markaðar í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 82,60 krónur, evran er 128,10 krónur og pundið 161,60 krónur. Velta á millibankamarkaði nam 46,2 milljörðum króna.Hi
Lækkun krónunnar er orðin yfir 30% frá áramótum. Það virðist ekkert lát á lækkun krónunnar.Gengislækkun er ekkert annað en lækkun lífskjara. Þannig er st0ðugt búið að vera að lækka lífskjör fólks síðan nýir kjarasamningar voru gerðir .Gífurleg hækkun stýrivaxta Seðlabankans virðist ekkert hafa að segja til þess að styrkja krónuna eða lækka verðbólguna. Gengislækkun eykur verðbólguna þar eð allar innfluttar vörur hækka.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Spornum gegn fátækt.Jöfnum tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu!
Miðvikudagur, 18. júní 2008
365 afskráð í Kauphöllinni

Markaður

Myntbreyta
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
Í samvinnu við ![]() |
Tenglar
- BYR - sparisjóður
- Glitnir
- Íslensk verðbréf
- Kaupþing
- Landsbankinn
- MP Fjárfestingarbanki
- Netbankinn
- S24
- Saga Capital Fjárfestingarbanki
- Sparisjóðirnir
- SPRON
- Straumur Burðarás
- VBS fjárfestingarbanki
![]() |
365 sækir um afskráningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Er kjörum eldri borgara haldið niðri?
Í kjarasamningunum í feb. sl. var samið um að lágmarkslaun verkafólks yrðu 145 þús. kr. ( Hækkun um 20 þús.) En að vísu er það svo,að mjög fáir eru á lægstu launum. Flestir eru með hærri laun en 145 þús. á mánuði. En samt mátti ekki einu sinni veita eldri borgurum þessi lágmarkslaun
þeir fá aðeins 136 þús. á mánuði ( einhleypir).Þegar eldri borgarar biðja um hækkun segir verkalýðshreyfingin,að laun eldri borgara megi ekki vera hærri en verkafólks. Þetta er furðuleg röksemd. Sem betur fer eru flestir launamenn ekki með lægri laun en 160-170 þús. á mánuði. En þó verkalýðshreyfingunni hafi ekki tekist að koma lægstu launum í viðunandi horf er ekki þar með sagt að það eigi að verða til þess að kjörum eldri borgara sé einnig haldið niðri.Eldri borgarar eru búnir með ævistarfi sínu að skapa það þjóðfelag sem við búum við í dag. Þeir eiga það inni að fá viðunandi kjör í dag. Þeir eiga að geta lifað með reisn síðustu æviárin.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Aukinn ágreiningur milli stjórnarflokkanna?
Mbl. skrifar um það í dag,að það sé harðari tónn meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins í garð Samfylkingarinnar en verið hafi áður.Blaðið segir m.a.:
Búast má við að tónn þingmanna Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að harðna í garð Samfylkingarinnar á næstu misserum og afstaðan verði eindregnari í málamiðlunum stjórnarflokkanna. Vísbending um það er fundur umhverfisnefndar Alþingis á föstudag. Þar stóðu sjálfstæðismenn fyrir því að landsskipulag, sem umhverfisráðherra hefur beitt sér fyrir, var tekið út úr nefndaráliti. Enda er engin stemning fyrir því meðal stórs hóps þingmanna Sjálfstæðisflokksins að það verði að veruleika.
Er það gagnrýnt að færa eigi vald frá sveitarfélögum til umhverfisráðherra og að undir búi að nýta eigi ákvæðið til að standa í vegi fyrir tilteknum framkvæmdum, svo sem stóriðju. Þannig vilji höfuðborgarmenn skipuleggja úrræði fólks á landsbyggðinni.
Þá gagnrýnir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í orku- og virkjanamálum.
Ég tel,að Mbl. geri fullmikið úr þessum "ágreiningi".Það er jafnvel verið að spá,að ágreiningur fari harðnandi á næstunni en það liggur ekkert fyrir um það enn,að svo verði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Harðari tónn í garð samstarfsflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Hátíðarhöldin 17.júní fóru vel fram
Allt fór vel fram í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom ekkert alvarlegt upp á og dagurinn fór fram úr björtustu vonum miðað við þann gífurlega mannfjölda sem lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur. Er talið að þegar mest var hafi allt að fimmtíu þúsund manns verið á hátíðarsvæðinu í Kvosinni.
Hatíðarhöldin 17.júní eru fastur punktur í tilverunni.Fyrst og fremst skipta þau börnin miklu máli.Skrúðgöngurnar höfða fyrst og fremst til barnanna en fullorðnir hafa einnig gaman af hátíðarhöldunum og vilja gjarnan fara í bæinn til þess að sýna sig og sjá aðra.Ef einhvern tímann er ástæða til þess að klæða sig upp á í sparifötin,þá er það 17.júní.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Afnema ætti orðuveitingar
Forseti Íslands sæmdi nokkra Íslendinga orðu 17.júní eins og venja er til á þeim degi.Mér finnst þetta óttalegt prjál sem ætti að afnema.Hvers vegna að sæma mann orðu fyrir að vinna vinnuna sína? Flestir Íslendingar eru samviskusamir og stunda sín störf vel.En það yrði nokkuð stór hópur,ef sæma ætti þá alla orðu. Lengi vel neituðu jafnaðarmenn að taka við orðu. Þannig vildi Gylfi Þ.Gíslason ráðherra og formaður Alþýðuflokksins ekki taka við orðu. Þetta kann að hafa breyst. Einhverju sinni fékk ungur sýslumaður,sem var að taka við embætti,orðu. Hann hafði ekkert afrekað .Þegar ég leitaði skýringa á þessu fékk ég þetta svar: Jú hann þarf að taka á móti erlendum þjóðhöfðingja og talið er nauðsynlegt að hann verði með orðu eins og þjóðhöfðinginn! Þegar ég var í stjórn Blaðamannafélagsins var ég beðinn að mæla með því að ákveðinn félagsmaður fengi orðu. Það átti að senda erindi til orðunefndar og " sækja um orðu" fyrir umræddan mann. Mér þótti það
"kúnstugt" að sótt væri um orðu eins og að sækja um starf eða embætti. En þannig var þetta þá og er ef til vill enn.Það á að afnema orðuveitingar.
Björgvin Guðmundsson