Ekkert hefur dregið úr misskiptingu í þjóðfélaginu

Aðalbarátturmál Samfylkingarinnar í síðstu kosningum var að draga úr misskiptingu og ójöfnuði í þjóðfélaginu.Ekkert hefur áunnist í því efni á 1.ári stjórnarinnar.Lækkun á sköttum  fyrirtækja hefur forgang og gerist örar en lækkun skatta einstaklinga.Hækkun skattleysismarka gerist á 3 árum  og í litlum skrefum og fer aðeins í 115-120 þús. eftir 3 ár. En lækkun skatta fyriirtækja gerist í einum áfanga strax næsta ár. Þessar ráðstafanir munu því enn auka ójöfnuð.Kvótakerfið á stærsta þáttinn í mikilli misskiptingu í þjóðfélaginu.Ríkisstjórni gerir ekkert í að leiðrétta það misrétti. Hún hundsar meira að segja álit Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið feli í sér brot á mannréttindum.Og það sama er að segja um kjör aldraðra. Á fyrsta ári hafa kjör aldraðra versnað sem hlutfall af lágmarkslaunum verkafólks.Lífeyrir aldraðra nemur nú 93,74% af lágmarkslaunum en nam á sl. ári 100 % af lágmarkslaunum. Það hefur því ekkert miðað í því efni að draga úr misskiptingu og ójöfnuði.

 

Björgvin Guðmundsson


Frumvarp um greiðsluaðlögun samþykkt næsta haust?

Það hefur lengi verið baráttumál  Samfylkingarinnar að koma þeim  eintaklingum,sem lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum, til hjálpar.Það hefur varla farið framhjá neinum að eitt af áherslumálum viðskiptaráðherra er að frumvarp um greiðsluaðlögun verði sem fyrst að lögum. Málið hefur því miður dregist nokkuð sökum skiptra skoðana um tiltekin útfærsluatriði. Vonir standa þó til að lögin verði samþykkt á alþingi næsta haust. Það er ekki síst vegna þess mikla vanda sem breytingar á fjármálamörkuðum hafa valdið íslenskum heimilum að löggjöf sem þessi er brýn. Greiðsluaðlögun er úrræði sem hefur þann tilgang að auðvelda þeim einstaklingum, sem ekki geta staðið við eða munu eiga í verulegum erfiðleikum með að standa við fjárskuldbindingar sínar á næstu árum .Þetta er mj0g brýnt mál og væntanlega nær það fram að ganga næsta haust.

 

Björgvin Guðmundsson
  


íbúðaverð mun lækka

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fjármála- og fasteignamarkaði koma ekki í veg fyrir að íbúðaverð lækki. Þetta er fullyrt í Vegvísi Landbankans. Með aðgerðunum sé komið í veg fyrir að lánsfjárskortur hrindi af stað mikilli lækkun íbúðaverðs, umfram það sem þyrfti til að ná jafnvægi á fasteignamarkaðnum.

 

Aðgerðirnar komi ekki í veg fyrir verðlækkun sem rekja megi til offramboðs íbúða eða minnkandi ráðstöfunartekna. Landsbankinn gerir ráð fyrir hóflegri lækkun íbúðaverðs á árinu.

Ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið til  má reikna með að viðskipti á fasteignamarkaði hefðu að mestu leyti stöðvast,þar eð bankarnir hefðu þá ekkert lánað til  íbúðakaupa. Ríkið hjálpar bönkunum til þess að hefja slíkar lánveitingar á ný. Hærri lán Íbúðalánasjóðs og breytt viðmiðun mun  geta aukið verulega fasteignaviðskipti.Draga mun úr verðlækkunum en þær munu ekki stöðvast.

 

Björgvin Guðmundsson

 


35 millj. kr. söfnuðust í dagskránni á Skjá 1

Kl. 9 í gærkvöld hófst bein útsending á Skjá einum og mbl.is frá söfnunarátaki undir heitinu „Á allra vörum.“ Þar  tóku um 200 konur  höndum saman  um að afla fjár til að leggja Krabbameinsfélaginu lið við kaup á nýjum tækjum sem greina brjóstakrabba á frumstigi.
Þetta var mjög áhrifarík dagsskrá.Rætt var við margar konur,sem fengið hafa brjóstakrabbamein og þær sögðu frá reynslu sinni.Talið er,að hið nýja tæki muni auðvelda að finna krabbamein  í brjósti. Alls söfnuðust 35 milljónir. Allir sem tóku þátt í dagskránnni gáfu vinnu sína. Ber að þakka þeim gott starf.
  Björgvin Guðmundsson
 I

mbl.is Konur taka höndum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband