Laugardagur, 28. júní 2008
Kjör aldraðra á vinnumarkaði bætt. Óvissa með hina
Hinn 1.júlí tekur gildi nýtt frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara,67-70 ára.Þeir mega þá vinna fyrir 100 þús. kr. á mánuði án þess að að það skerði tryggingabætur þeirra. Þeir,sem eru orðnir 70 ára, mega hins vegar vinna ótakmarkað án skerðingar tryggingabóta.Þetta er mismunun og sennilega brot á stjórnarskránni.Kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði munu batna. En hvað með hina,sem ekki eru á vinnumarkaði og þurfa enn frekar á kjarabótum að haldal.Meiri óvissa ríkir um kjör þeirra.Það eina, sem er fast í hendi í því efni er samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um 25 þús. kr. til þeirra eldri borgara sem ekki eru í lífeyrissjóði. Þær 25 þús. kr. verða 8 þús. þegar skattar og skerrðingar hafa farið höndum um þær.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 28. júní 2008
Kvótakerfið er blettur á íslensku þjóðinni
Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir mig um kvótakerfið.Að vísu birtist röng mynd með greininni.Í grein minni segir svo m.a.:
Að mínu mati eru mikilvægustu þjóðfélagsmálin í dag kvótakerfið í sjávarútvegi og velferðarmál aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 28. júní 2008
Íbúðarlánasjóður verður að afnema ríkisábyrgðina?
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að starfsemi Íbúðalánasjóðs í núverandi mynd gangi gegn ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun halda rannsókn sinni áfram og m.a. kanna það sem kallast nýr ríkisstyrkur, eða stuðningur ríkis til Íbúðalánasjóðs í formi undanþágu frá greiðslu ríkisábyrgðargjalds sem hafi komið til eftir að EES-samningurinn tók gildi.
Í tilkynningu ESA kemur fram að stofnunin muni fella niður rannsókn sem hefur verið í gangi frá júní 2006 í kjölfar þess að EFTA-dómstóllinn ógilti fyrri úrskurð stofnunarinnar, og halda rannsókn sinni áfram undir nýjum formerkjum. ESA mun nú rannsaka þá þætti sem voru til skoðunar sem eldri ríkisstyrk, þ.e. ríkisstyrk sem hafi komið til áður en EES-samningurinn tók gildi. Jafnframt kemur fram að ESA hafa ákveðið að opna rannsókn á því sem kallast nýr ríkisstyrkur, þ.e. stuðningur ríkis til Íbúðalánasjóðs í formi undanþágu frá greiðslu ríkisábyrgðargjalds sem hafi komið til eftir að EES-samningurinn tók gildi.
Þessi bráðabirgðaniðurstaða ESA kemur ekki á óvart.Búist var við henni.Ef til vill fæst undanþága frá því,að hafa íbúðalánin án ríkisábyrgðar. En ef ekki verður að fella ríkisábyrgðina niður og reka íbúðarlánasjóð án hennar.
![]() |
Gengur gegn ríkisstyrkjareglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |