Kvótakerfið er blettur á íslensku þjóðinni

 Í  Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir mig um kvótakerfið.Að vísu birtist   röng mynd með greininni.Í grein minni segir svo m.a.:

 

Að mínu mati eru mikilvægustu þjóðfélagsmálin í dag kvótakerfið í sjávarútvegi og velferðarmál aldraðra og öryrkja.

Kvótakerfið er blettur á íslensku samfélagi.Þetta er mesta ranglæti Íslandssögunnar.Engin ráðstöfun,ekkert kerfi hefur skapað eins mikla misskiptingu,eins mikinn ójöfnuð hér eins og kvótakerfið. Íslenskir jafnaðarmenn munu aldrei sætta sig við þetta kerfi misskiptingar. Þeir vilja að það verði stokkað upp og því gerbreytt.En það er ekki aðeins að kerfið skapi ójöfnuð og misskiptingu.
Ísland brýtur einnig mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins.Það er úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.Mannréttindanefndin segir, að kvótakerfið sé ósanngjarnt, það hygli þeim,sem upphaflega fengu úthlutað varanlegum kvóta en sumir hafi engan kvóta og geti ekki stundað útgerð og sjósókn þó þeir haf menntað sig til þess og eignast fiskiskip.Tveir sjómenn töldu brotið á sér þegar þeim var synjað um veiðiheimildir og þeir kærðu málið til Mannréttindanefndar Sþ. Nefndin felldi úrskurð sinn.Nefndin gagnrýnir m.a. framsalið á kvótunum. Kvótar,sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og sölum á markaðsverði og á leigumarkaði í stað þess að þeir renni til ríkisins á ný og sé úthlutað að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti.

Ísland verður að fara eftir úrskurði Mannréttindanefndarinnar

Þær raddir hafa heyrst, að úrskurðurinn sé ekki bindandi og því sé Ísland ekki skuldbundið til þess að fara eftir honum.En ef

Ísland tekur ekki tillit til úrskurðar Mannréttindanefndar Sþ. verður landið úthrópað á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindabrot. Mannréttindi eru nú forgangsmál hjá íslenska utanríkisráðuneytinu.Ísland sækist eftir sæti í Öryggisráði Sþ. og leitar stuðnings hjá mörgum ríkjum, sem búa við skert mannréttindi. Ísland berst fyrir mannréttindum á alþjóðavettvangi. Ísland getur því ekki hundsað Mannréttindanefnd Sþ. enda hefur ísland skuldbundið sig til þess að fara eftir úrskurðum nefndarinnar. Ísland verður að taka tillit til úrskurðar mannaréttindanefndarinnar með því að breyta kvótakerfinu þannig að það byggist á sanngirni og allir borgarar landsins sitji við sama borð.

Ríkið getur innkallað veiðiheimildir


Það verður erfitt að leiðrétta kerfið eins og Mannréttindanefnd Sþ. fer fram á. Til þess eru þó margar leiðir: Ríkið getur innkallað allar veiðiheimildir á ákveðnum tíma og úthlutað þeim á ný á sanngjarnan hátt, þannig að allir eigi kost á því að fá veiðiheimildir.Einnig er hugsanlegt að bjóða upp allar veiðiheimildir.

 

 

 

 

Björgvin Guðmundsson

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Þetta er allt satt og rétt hjá þér Björgvin. En til að breyta kvótakerfinu í sjávarútvegi og velfarða málum aldraða og öryrkja. Verður Samfylkingin að slíta þessari ríkistjórn og mynda ríkistjórn með stjórnarandstöðunni . Eða boða til nýrra kosninga sem allra fyrst , ég kvíði þeim ekki. Þessu verður aldrei breitt með  Sjálfstæðisflokknum í ríkistjórn.

Vigfús Davíðsson, 28.6.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband