Það kostar 30 milljónir að reka Guðmund frá OR!

Ekki var gerður starfslokasamningur við Guðmund Þóroddsson heldur samkomulag um að fara eftir ráðningarsamningi sem gerður var við hann í tíð R-listans 2002. Þar er kveðið á um 12 mánaða uppsagnarfrest, en Guðmundur hafði um 2,6 milljónir í laun eða rúmar 30 milljónir á ári. 
OR verður sem sagt að greiða Guðmundi 30 millj. kr. til þess að losna við hann. En hvers vegna var hann rekinn? Hvað gerði hann af sér? Eiga kaupendur orku frá OR ekki kröfu á því að fá að vita hvað Guðmundur gerði af sér. Ég hefi ekki heyrt neitt nefnt.Vissi Guðmundur of mikið um klúðrið? Er verið að hengja hann í stað íhaldsmannanna sem bátu raunverulega ábyrgð? Það er dýrt að láta kaupendur orku greiða 30 milljónir fyrir klúður íhaldsins í OR og REI.
Björgvin Guðmundsson
 

mbl.is 30 milljóna starfslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan heldur áfram að veikjast!

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,80% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Veltan er fremur mikil eða 17,1 milljarður króna. Gengi Bandaríkjadals er 76,70 krónur, evran er 119,60 krónur og pundið 150,80 krónur. Gengisvísitalan hefur hækkað úr 151,10 í 153,85 stig í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrismiðlum er ekkert eitt sem skýrir þessa miklu lækkun nú í morgunsárið.

Engin viðskipti munu eiga sér stað með hlutabréf í Kauphöll Íslands fyrr en klukkan 11:30 í dag vegna tæknilegra örðugleika í öllum norrænu kauphöllunum sem OMX rekur. 

Í mai styrktist krónan um 1 prósentustig.En hún hefur sveiflast mikið síðan og er nú aftur að veikjast. Hinir háu vextir Seðlabankans virðast ekkert hafa að segja.Ljóst er,að krónan er orðin gagnlaus og við verðum að taka upp aðra mynt.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Krónan veikist um 1,80%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmenn OR buðust til þess að taka að sér REI

Á tímabili buðumst við starfsmennirnir til þess að halda áfram með verkefnin og fjármagna þau til framtíðar og Orkuveitan ætti þá bara sinn hlut í þeim. En það var á þeim tíma sem yfirlýsingar nokkurra borgarfulltrúa voru á þann hátt að ekki var annað að sjá en að þessi verkefni yrðu lögð af,“ segir Guðmundur Þóroddsson, fyrrum forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI), um það hvort það hafi verið rætt í aðdraganda brottvikningar hans að hann fengi að taka með sér einhver þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur unnið að. Heimildir 24 stunda herma að Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, hafi íhugað þessa lausn áður en Guðmundi var sagt upp störfum og meðal annars rætt hana við aðra stjórnarmenn.

Kjartan neitar því þó að slíkar viðræður hafi farið fram og segist ekki hafa neina trú á því að Guðmundur muni taka yfir einhver verkefna REI. „Ég tel að það sé alveg útilokað.“ Guðmundur útilokar þó hvorki að stofna nýtt orkufyrirtæki né að það myndi taka yfir einhver af verkefnum REI. „Það er hægt að semja um allt, en það er ekkert frágengið um slíkt.“ Hann segir ekkert í starfslokasamningi sínum sem meini honum að vinna áfram í orkugeiranum. „Ég er ekki bundinn að neinu leyti nema ef ég færi í samkeppni við Orkuveituna. Það er nú ekki auðvelt að fara í samkeppni við einkaleyfisstarfsemi.“

Ef til vill hefði verið best fyrir Orkuveituna að fela starfsmönnum undir forustu Guðmundar að sjá um verkefni REI.Sjálfstæðuaflokkurinn virðist ekki vita í hvora löppina hann eigi að stíga í þessum orkuútrásarmálum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Buðust til að taka yfir verkefni REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun hækkuðu um 7,1% frá fyrra ári

Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 2,8% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2008 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 2,6% að meðaltali og laun opinberra starfsmanna um 3,1%. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 7,1%, 7,5% á almennum vinnumarkaði og um 6,1% hjá opinberum starfsmönnum. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Á  fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun sérfræðinga mest eða um 3,8% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, um 2,1%. Laun sérfræðinga hækkuðu jafnframt mest frá fyrsta ársfjórðungi 2007 eða um 10,9% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, 5,7%.

Hækkun launa eftir atvinnugrein mældist mest í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (J), 3,5%  frá fyrri ársfjórðungi en minnst mældist hækkun launa í iðnaði (D) og  samgöngum og flutningum (I), 2,3%.  Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (J) mest eða um 11,8% en minnst mældist hækkunin í iðnaði (D), 5,7%.

Kjarasamningar flestra stéttarfélaga starfsmanna ríkisins og sveitarfélaga gerðu ráð fyrir 2%–3% hækkun launataxta frá 1. janúar 2008. Samkvæmt samkomulagi um endurskoðun kjarasamnings Kennarasambands Íslands (fyrir hönd Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands) og Launanefndar sveitarfélaganna hækkuðu einnig öll starfsheiti félagsmanna um einn launaflokk þann 1. mars 2008.

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra bankamanna kvað á um 2,25% hækkun launa þann 1. janúar 2008.  Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands voru hins vegar lausir um áramót.

Nýir samningar sem aðilar undirrituðu þann 17. febrúar síðastliðinn komu að hluta til framkvæmda undir lok fyrsta ársfjórðungs 2008. Samkvæmt samningunum hækka launataxtar um 18.000 krónur frá 1. febrúar 2008, auk þess sem í þeim er kveðið á um sérstaka launaþróunartryggingu sem felur í sér 5,5% lágmarkshækkun launa frá janúar 2007 til gildistöku nýrra samninga, að því er segir í frétt Hagstofu Íslands.

Samkvæmt þessu hafa laun hækkað mun minna en verðbólgan en verðbólga á ársgrundvelli er nú 12,3%.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Laun hækkuðu um 7,1% á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband