Krónan heldur áfram að veikjast!

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,80% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Veltan er fremur mikil eða 17,1 milljarður króna. Gengi Bandaríkjadals er 76,70 krónur, evran er 119,60 krónur og pundið 150,80 krónur. Gengisvísitalan hefur hækkað úr 151,10 í 153,85 stig í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrismiðlum er ekkert eitt sem skýrir þessa miklu lækkun nú í morgunsárið.

Engin viðskipti munu eiga sér stað með hlutabréf í Kauphöll Íslands fyrr en klukkan 11:30 í dag vegna tæknilegra örðugleika í öllum norrænu kauphöllunum sem OMX rekur. 

Í mai styrktist krónan um 1 prósentustig.En hún hefur sveiflast mikið síðan og er nú aftur að veikjast. Hinir háu vextir Seðlabankans virðast ekkert hafa að segja.Ljóst er,að krónan er orðin gagnlaus og við verðum að taka upp aðra mynt.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Krónan veikist um 1,80%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband