Fimmtudagur, 5. júní 2008
Jón Ásgeir sýknaður í 16 af 17 ákæruliðum
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði eftir að hann hafði lesið dóm Hæstaréttar í Baugsmálinu í dag, að dómurinn staðfesti hversu fráleitar sakargiftirnar voru, þegar stofnað var til stærsta efnahagsbrotamáls Íslandssögunnar á hendur Jóni Ásgeiri.
,,Þetta er mjög ítarlegur dómur, Jón Ásgeir er sýknaður í 16 af þeim 17. ákæruliðum sem hann er ákærður í, en sakfelldur fyrir hluta sakargiftanna í einum ákærulið. Sú sakfelling er í raun ekki sú sama og í héraðsdómi, þar sem hann hafði verið sakfelldur fyrir rangfærslu skjals og ranga tilkynningu til hlutafélagaskrár. Hann er núna sýknaður af því, en hins vegar talinn sekur um bókhaldsbrot," segir Gestur.
,,Ég vil ekki að draga úr alvarleika þess að fá sakfellingu í sakamáli, en þetta er auðvitað hreint smáatriði í samanburði við það sem lagt var upp með. Stóru tíðindin í þessu eru þau að þarna fær sex ára þrautaganga endi."
Málinu var þegar síðasta haust skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu og segir Gestur dóminn í dag líklega eittvað sem Mannréttindadómstóllinn hafi verið að bíða eftir.
Miðað við það sem lagt var upp með er það alger tittlingaskítur sem sakfellt er fyrir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Héraðsdómur staðfestur í Baugsmáli
Hæstiréttur staðfesti í dag dóma, sem sakborningar í Baugsmálinu hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Var um að ræða lokaþátt málsins sem hófst fyrir sex árum. ´
Í héraðsdómi var Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fjárdrátt, og þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og Jón Gerald Sullenberger, í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa út tilhæfulausan kreditreikning sem hafði áhrif á bókhaldslega stöðu almenningshlutafélagsins Baugs.
Þar með er Baugsmálinu lokið fyrir dómstólum hér á landi en það hefur tekið 6 ár.Margir telja,að það hafi verið grafið og grafið og leitað að einhverju sakarefni á hendur Baugsfeðgum en lítið fannst. Og eftirtekjan er rýr.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Dómar staðfestir í Baugsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
LEB vill stórhækkun á lífeyri aldraðra,grunnlífeyri og tekjutryggingu
Nokkuð hefur borið á því í umræðunni um lífeyrismál aldraðra,að talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi haldið því fram,að fullt samráð hafi verið haft við samtök aldraðra um þau skref sem stigin hafi verið í kjaramálum aldraðra.Þetta er ekki rétt.Það er forgangsmál Landssambands eldri borgara að lifeyrir aldraðra frá TR verði stórhækkaður,bæði grunnlífeyrir og tekjutrygging. Helgi K.Hjálmsson,formaður LEB hefur lagt áherslu á það að grunnlífeyrir yrði hækkaður í 70-80 þúsund á mánuði.Þetta eru forgangsmálin.það er alfarið mál ríkisstjórnarinnar að byrja á því að draga úr tekjutengingum og láta hækkun lífeyris sitja á hakanum. LEB hefur aldrei samþykkt þá forgangsröð.Hins vegar fagna eldri borgarar hverju skrefi og vissulega eru minni tekjutengingar mikilvægar. En ráðstafanir fyrir einstaka hópa eldri borgara mega ekki tefja heildarráðstafanir í þágu allra aldraðra.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 5. júní 2008
4500 nýjar íbúðir í byggingu á landinu
Um síðustu áramót voru 6.200 nýjar íbúðir í byggingu og höfðu aldrei verið fleiri. Eru þá meðtaldar framkvæmdir þar sem einungis er byrjað að grafa fyrir grunni en auðvelt er að hætta við slíkar framkvæmdir.
Með hliðsjón af fjölda íbúða í byggingu í árslok 2007, og sem byrjað hefur verið á á þessu ári, má ætla að 4.500 íbúðir séu í byggingu í landinu um þessar mundir að því er fram kemur í fréttaskýringu í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.
Þetta er einn af þeim þáttum sem tosa íbúðaverð niður, segir Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings.
Kári Arngrímsson, forstjóri verktakafyrirtækisins Atafls, segir flesta hafa brugðist við breyttum aðstæðum með því að hægja á framkvæmdum. Hann segir að Seðlabankinn kanni nú hvað verktakar hafi byggt og selt í fyrra og í ár og hversu margar íbúðir séu leigðar út.
Það hafa verið gefnar út yfirlýsingar um stöðuna á fasteignamarkaðnum án þess að vita í rauninni hver staðan sé. Það er svolítið alvarlegt að vera með vangaveltur um fasteignamarkaðinn án þess að hafa skýr gögn um ástandið, segir Kári.
Þessar tölur um nýjar íbúðir í byggingu leiða í ljós,að algert offramboð er nú á nýjum íbúðum og hætt við algeru verðfalli af þeim sökum.Sjálfsagt mun bygging einhverra þessara úbúða stöðvast vegna fjármagnsskort og þar eð ekki finnast kaupendur að þeim.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
4.500 íbúðir í byggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Enn niðurskurður á aflaheimildum?
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir það ákveðin vonbrigði að viðmiðunarstofn þorsks sé ekki stærri en fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Hins vegar komi niðurstaðan ekki á óvart þótt sjómenn telji að staða þorskstofnsins sé betri en fram kemur í skýrslunni.
Einar sagði, að á síðasta ári hefði verið tekin ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þar sem ljóst var að lélegir árgangar voru að koma inn í veiðistofninn. Þá hefði verð tekin ákvörðun um veiðireglu, 20% af viðmiðunarstofni, og jafnframt að á næsta fiskveiðiárið verði aflamark ekki undir 130 þúsund tonnum. Ljóst sé að það verði niðurstaðan.
Einar sagði, að ekki væri búið að fara yfir ráðgjöf um aðra nytjastofna og því væri ekki hægt að segja til um hvort aflaheimildir verði í samræmi við hana.
Það eru mikil vonbrigði,að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar skuli gera ráð fyrir,að aflaheimildir verði enn á ný skornar niður. Ráðherra á að vísu eftir að segja sitt lokaorð. Sjómenn segja,að mikill þorskur sé í sjónum og Guðjón Arnar alþingismaður lagði til í ræðu á alþingi að þorskkvótinn yrði
stækkaður.Sjávarbyggðir landsins eiga mjög erfitt með að þola áframhaldandi niðurskurð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ákveðin vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Rétt að fella björninn
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, segir að hann telji að það hafi verið rétt ákvörðun sem lögregla tók í gær um að fella ísbjörn í hlíðum fyrir ofan Þverárfjallsveginn. Ekki hafi verið annar möguleiki í stöðunni og skylda lögreglunnar að koma í veg fyrir tjón á fólki. Eins og staðan var hefði verið óábyrgt að gera nokkuð annað.
Halldór segir að ef ákvörðun er tekin um að svæfa jafn stórt dýr og í þessu tilviki þá þurfi að tryggja að rétt deyfilyf sé til staðar og búnaður til þess að nota við svæfinguna. Það er ekkert hlaupið að þessu nema menn séu viðbúnir. Þetta er mjög flókin aðgerð og svefnlyfið sem er notað er mjög sterkt og þarfnast mikillar aðgæslu og ekki nema fyrir vana dýralækna að nota það. Það er ekki nóg að svæfa dýrið heldur þarf að tryggja það að það haldist rólegt ef koma á því á heimaslóðir á mannúðlegan hátt," segir Halldór.
Segir Halldór að yfirdýralæknisembættið sé tilbúið að fara í þá vinnu sem til þarf ef útbúa á aðgerðaráætlun þegar atvik sem þessi koma upp óski Umhverfisstofnun eftir því.
Ég er sammmála yfirdýralækni.Ég tel,að rétt hafi verið að fella dýrið eins og ástatt var. Það var of áhættusamt að láta dýrið ráfa um og lenda jafnvel í mannabyggðum. Ekki var til staðar rétt deifilyf til þess að svæfa dýrið.Hins vegar mætti undirbúa það af hafa allt tilbúið til þess að deyfa slíkt dýr ef það kemur aftur og hafa tilbúna áætllun um flutning þess til Grænlands ef yfirvöld hér telja rétt að vernda dýrið og vilja leggja í kostnað við að koma því á heimaslóðir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Yfirdýralæknir: Rétt ákvörðun hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |