Hanna Birna tekur við af Vilhjálmi

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður borgarstjóri í Reykjavík á næsta ári, þegar Sjálfstæðisflokkurinn skipar í embættið að nýju. Þetta hefur verið ákveðið í borgarstjórnarflokki sjálfstæðsmanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður að öllum líkindum forseti borgarstjórnar. Það var hans tillaga að Hanna Birna tæki við borgarstjóraembættinu.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna var borgarstjóri framan af kjörtímabilinu, á meðan sjálfstæðismenn og framsóknarmenn störfuðu saman í meirihluta í borgarstjórn. Ólafur F. Magnússon tók við embættinu þegar sjálfstæðsmenn og F-listi mynduðu meirihluta í upphafi árs en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sest aftur í borgarstjórastólinn á næsta ári.

Hanna Birna er nú forseti borgarstjórnar og Vilhjálmur Þ. formaður borgarráðs,  þau skipti senn á þeim embættum og Hanna Birna sest svo í stól borgarstjóra á næsta ári, sem fyrr segir, þegar Ólafur F. Magnússon lætur af því embætti.

Þetta eru talsverðar fréttir enda þótt þær komi ekki alveg á óvart,þar eð Hanna Birna var í  öðru sæti á D-listanum í síðustu kosningum og það hefur legið í loftinu ,að Vilhjálmur mundi ekki taka sæti borgarstjóra. Lágt gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu hefur  þrýst á Vilhjálm að rýma fyrir Hönnu Birnu. Trúlega muni þessi breyting eitthvað hressa upp á D-listann en ekki  er að búast við mikilli uppaveiflu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna hjálpar þolendum náttúruhamfara

  • .

    Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setti í gær að tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs reglur til að aðstoða þolendur náttúruhamfara með frestun eða skuldbreytingu á lánum sjóðsins.

    Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneyti segir að reglurnar hafi verið settar í kjölfar Suðurlandsskjálftans til að styðja við bakið á þeim sem urðu fyrir tjóni af völdum hans og koma í veg fyrir greiðsluerfiðleika þeirra.  Skilyrði fyrir heimildinni er að tjón á íbúð viðkomandi af völdum náttúruhamfara hafi verið tilkynnt til vátryggjanda eða Viðlagatryggingar Íslands.

    Þá kemur fram að umsóknir skuli senda Íbúðalánasjóði sem tekur ákvörðun um fyrirgreiðslu á grundvelli reglugerðarinnar og afgreiðir umsóknir. Með umsókn skal fylgja staðfesting frá vátryggingafélagi eða viðlagatryggingu um að tjón umsækjanda á íbúð hans hafi verið tilkynnt.

    Íbúðalánasjóður veitir þeim sem ráðast í viðgerðir eða endurbyggingu íbúðarhúsnæðis heimild til að fá tryggingarfé til ráðstöfunar gegn bankaábyrgð fyrir fjárhæð áhvílandi lána sjóðsins meðan á viðgerð eða endurbyggingu stendur.  Jafnframt getur Íbúðalánasjóður heimilað eigendum íbúða sem hafa skemmst að flytja lán sjóðsins yfir á aðra íbúð í sinni eigu samkvæmt reglum sjóðsins um lánveitingar.

  • Jóhanna á þakkir skilið fyrir að bregðast svo fljótt við í máli þessu sem raun ber vitni. Þetta getur skipt sköpum fyrir marga þolendur náttúruhamfara.

  •  

  • Björgvin Guðmundsson

    Fara til baka 


mbl.is Aðstoð við þolendur náttúruhamfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndarlegt sjóminjasafn í Reykjavík

Nokkur sjóminjasöfn starfa nú hér á landi eins og eðlilegt er hjá  þjóð,sem lengst af hefur lifað af sjósókn.Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík  tók formlega til starfa 1. janúar 2005.

Stofnendur voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn og var rekstrarframlag

frá þeim hvoru um sig kr. 10 milljónir. Máttarstólpar safnsins eru

Eimskipafélag Íslands, HB Grandi og Glitnir og var sameiginlegt

framlag þeirra kr. 10 milljónir á árinu.

Á fyrsta fundi stjórnar  3. janúar það ár var Sigrún Magnúsdóttir ráðin

forstöðumaður. Ennfremur var ákveðið að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni

af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi.

 

Leigusamningur um húsnæðið að

Grandagarði 8 var undirritaður milli

Faxaflóahafna og safnsins. Hann nær til

ársins 2030 og kemur þar m.a. fram að

safnið getur ráðstafað húsnæðinu skv.

sínum þörfum, m.a. breytt innveggjum

öðrum en burðarveggjum.

Unnið var að teikningum að útliti og

nýtingu hússins. Ekki er

komið í höfn endanlegt samkomulag um

útlit hússins. Safnið óskaði eftir

samkomulagi um að aðskilja inngang

safnsins frá inngöngum annarra aðila,

sem þótti nauðsynlegt fyrir starfsemi þess.

 

 Fram  fór standsetning safnsins að því marki sem þörf krafði til að unnt væri að

opna sýningu á 2. hæð í sumarbyrjun. Svalir voru steyptar við

norðausturenda hússins og brunastigi smíðaður frá þeim.

Gaflinn norðanmegin var opnaður fyrir stórum sýningargripum

og síðan lokað með dyrum og stórum glugga. Í aðalsal og

víðar var komið fyrir sýningarlýsingu. Í anddyri voru veggir

tveggja herbergja fjarlægðir. Skrifstofuálma var lokuð af. Lyfta

var sett í lyftustokk.Unnið var að aðgengismálum fyrir fatlaða og öryggisatriðum.

Stofnstyrkur til safnsins fékkst frá fjárlaganefnd Alþingis, kr. 5

milljónir. Sama upphæð hafði fengist árið 2004 frá sama aðila

og kom hún einnig að góðum notum.

Það er fagnaðarefni,að sjóminjasafnið í Reykjavík skuli hafa komist á fót. Safnið er hið myndarlegasta og Sigrúnu Magnúsdóttur,forstöðumanni,til sóma.

Björgvin Guðmundsson

 


Guðjón Arnar vill leyfa að veiða 220 þús. tonn af þorski

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði á fundi  landsráðs flokksins á Laugarvatni í morgun, að grípa þurfi til aðgerða í fiskveiðistjórnun og setja á jafnstöðuafla, 220 þúsund tonna þorskveiði árlega næstu þrjú árin. Síðan verði árangurinn metinn. 

„Ég spái því að hann verði betri en það sem við höfum gert frá 1984 með kvótabraskkerfinu," sagði Guðjón. „Árangursleysi núverandi kvótakerfis í tæplegan fjórðung úr öld er algert. Markmiðin um trausta atvinnu og  byggð í landinu samfara uppbyggingu fiskistofna hafa alls ekki náðst. Nú er nóg komið af pólitískri fiskifræði og stjórnarstefnunni um samþjöppun veiðiheimilda á fáar hendur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið ráðið í 17 ár samfelt. Því verður að linna. Þjóðin á auðlindina en hvorki Hafró né heillum horfinn Sjálfstæðisflokkur við völd í skjóli Samfylkingar."

Guðjón lagði einnig til, að á næstu þremur árum verði öll leiga og sala kvóta milli útgerða stöðvuð frá og með næstu áramótum og sett verði lög um það að aðeins ríki og sveitarfélög megi leigja kvóta til útgerðar. 

Þá lagði hann til, að á hverju næstu þriggja ára verði 150 þúsund tonn í aflahlutdeildarkerfinu hvert ár. 25 þúsund tonn verði í byggðapotti næstu tvö ár og síðan 10 þúsund tonn, þriðja árið.

Loks lagði Guðjón til, að loðnuveiðar verði ekki leyfðar næstu tvö ár, nema því aðeins að veiðistofn loðnu mælist yfir 800 þúund tonn. 

Þetta eru  róttækar tillögur hjá Guðjóni.En það vantar í þær hvernig á að bregðast við áliti Mannréttindanefndar um mannrettindabrot.Hugmyndir hans duga ekki sem lausn. 

 

Bj0rgvin  Gudmundsson

PDF-skrá 
 

Fara til baka 


mbl.is 220 þúsund lesta jafnstöðuafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband