Guðjón Arnar vill leyfa að veiða 220 þús. tonn af þorski

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði á fundi  landsráðs flokksins á Laugarvatni í morgun, að grípa þurfi til aðgerða í fiskveiðistjórnun og setja á jafnstöðuafla, 220 þúsund tonna þorskveiði árlega næstu þrjú árin. Síðan verði árangurinn metinn. 

„Ég spái því að hann verði betri en það sem við höfum gert frá 1984 með kvótabraskkerfinu," sagði Guðjón. „Árangursleysi núverandi kvótakerfis í tæplegan fjórðung úr öld er algert. Markmiðin um trausta atvinnu og  byggð í landinu samfara uppbyggingu fiskistofna hafa alls ekki náðst. Nú er nóg komið af pólitískri fiskifræði og stjórnarstefnunni um samþjöppun veiðiheimilda á fáar hendur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið ráðið í 17 ár samfelt. Því verður að linna. Þjóðin á auðlindina en hvorki Hafró né heillum horfinn Sjálfstæðisflokkur við völd í skjóli Samfylkingar."

Guðjón lagði einnig til, að á næstu þremur árum verði öll leiga og sala kvóta milli útgerða stöðvuð frá og með næstu áramótum og sett verði lög um það að aðeins ríki og sveitarfélög megi leigja kvóta til útgerðar. 

Þá lagði hann til, að á hverju næstu þriggja ára verði 150 þúsund tonn í aflahlutdeildarkerfinu hvert ár. 25 þúsund tonn verði í byggðapotti næstu tvö ár og síðan 10 þúsund tonn, þriðja árið.

Loks lagði Guðjón til, að loðnuveiðar verði ekki leyfðar næstu tvö ár, nema því aðeins að veiðistofn loðnu mælist yfir 800 þúund tonn. 

Þetta eru  róttækar tillögur hjá Guðjóni.En það vantar í þær hvernig á að bregðast við áliti Mannréttindanefndar um mannrettindabrot.Hugmyndir hans duga ekki sem lausn. 

 

Bj0rgvin  Gudmundsson

PDF-skrá 
 

Fara til baka 


mbl.is 220 þúsund lesta jafnstöðuafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Já hann Guðjón veit hvernig á að klára að drepa útgerðina á minnistöðunum.

Einar Þór Strand, 7.6.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband