Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Leyfa mætti meiri þorskveiðar
Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag tekið ákvörðun um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári, 2008-2009.
Þorskaflinn verður hinn sami og á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 130 þúsund tonn. Er það í samræmi við ákvörðun í fyrra sem byggðist á aflareglu sem samþykkt var í ríkisstjórninni þann 6. júlí á síðasta ári. Er þar gert ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2008/2009 muni leyfilegur þorskafli miðast við 20% afla úr viðmiðunarstofni, en þó þannig að tekið verði tillit til sveiflujöfnunar samkvæmt aflareglu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Leyfilegur heildarafli í þorski verði þó ekki undir 130 þúsund tonnum á því fiskveiðiári.
Hvað aðrar tegundir áhrærir eru breytingar ekki miklar. Aflamark í ýsu og ufsa lækkar, en þó ekki jafn mikið og Hafrannsóknastofnunin leggur til, í ljósi sterkrar stöðu þessara stofna. Þá er aflamark lækkað í karfa um 7 þúsund tonn.
Um lítils háttar aukningu er að ræða í aflamarki steinbíts, humars og skötusels, en aflamark all margra tegunda breytist ekki á milli ára. Aflamark í síld er um 20 þúsund tonnum meira en Hafrannsóknastofnunin leggur til, líkt og í fyrra. Staða síldarstofnsins er sterk og útbreiðslusvæði síldarinnar meira en áður. Gert er ráð fyrir að í haust fari fram frekari mæling á síldarstofninum.
LÍÚ taldi,að leyfa hefði átt að veiða minna af ýsu.Ég tel hins vegar,að það hefði átt að veiða meira af þorski en ráðherra leyfir. Er þar sammmála Guðjóni Arnari formanni Frjálskyndra.Sjómenn og skipstjórar eru sammmála um að mjög mikið sé af þorski í sjónum og því óhætt að veiða meira af þorski en gert er. Það er búið að skera þorskveiðar of mikið niður út um land og það hefur farið illa með sjávarbyggðirnar. það þarf að rétta þær við á ný.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Þorskkvótinn 130 þúsund tonn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Er verið að níðast á ljósmæðrum kjaralega?
Rætt var við formann Ljósmæðrafélags Íslands í kastljósi í kvöld. Þar kom það fram,að kaup ljósmæðra er rúm 300 þús. á mánuði en kaup dýralækna 400 þús. á mánuði. Þó er menntun ljósmæðra síst lakari en menntun dýralækna.Í stjórnarsáttmálanum er talað um að koma á launajafnrétti milli karla og kvenna.Við það hefur ekki verið staðið.Ljósmæður eru dæmigerð kvennastétt en dýralæknar eru dæmigerð karlastétt. Segir ekki launamunurinn allt sem segja þarf.Það verður að jafna þennan launamun og bæta stórlega kjör ljósmæðra.Formaður ljósmæðra sagði,að ljósmæður vilduy fá laun í samræmi við menntun. Er það ekki eðlilegt krafa?
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Helmingur ljósmæðra á Landpítala segir upp
Ég hef fengið nóg og sætti mig ekki lengur við þessi launakjör, segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum til fimm ára. Hún sagði starfi sínu lausu í gær til að þrýsta á um betri kjör og telur að meira en 50% ljósmæðra á spítalanum hafi sagt upp, en þar starfa um 100 ljósmæður. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sögðu 10 af 13 upp og allar þrjár á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Síðdegis í gær höfðu fjórar uppsagnir borist á Sjúkrahúsinu á Akranesi og eitthvað fleiri á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir að 10 af 13 ljósmæðrum á fæðingadeild og mæðravernd hafi sagt upp í gær.
Anna Björnsdóttir, deildarstjóri kvennadeildar á Sjúkrahúsinu á Akranesi, segir að klukkan 16 í gær hafi fjórar af 10 ljósmæðrum sagt upp. Hún segir ljóst að verði uppsagnirnar að veruleika verði ekki hægt að halda deildinni gangandi lengur.
Það er eðlilegt að ljósmæður segir upp,þar eð kjör þeirra eru mjög léleg. Athyglisvert er,að það er hagsæðara fyrir ljósmæður að vinna sem hjúkrunarfræðingar þó þær séu menntaðar sem ljósmæður .Ríkisstjórnin hefur heitið því að draga úr launamun kynjannan og bæta kjör kvenna. Ljósmæður eru kvennastétt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Margar uppsagnir hjá ljósmæðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Bætt kjör aldraðra á vinnumarkaði
Í dag tekur gildi nýtt frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og öryrkja.Aldraðir mega hafa 100 þús. kr. atvinnutekjur á mánuði án þess að . það skerði lífeyri þeirra frá almannatryggingum .Hið sama gildir um öryrkja til næstu áramóta.Með þessu batna kjör aldraðra og öryrkja,sem eru á vinnumarkaði.En kjör þeirra aldraðra,sem ekki treysta sér til þess að vinna eftir 67 ára aldur af heilsufarsástæðum eða öðrum ástæðum batna ekki við þetta.Ríkisstjórnin hefur látið þá,sem ekki geta unnið bíða.
Björgvin Guðmundsson