Föstudagur, 11. júlí 2008
Framsókn vill erlent lán til að auka gjaldeyrisforðann sem fyrst
Þingflokkur framsóknarmanna telur að Seðlabanki Íslands verði að nýta heimildir Alþingis til töku erlends láns sem allra fyrst til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, styðja við fjármálakerfi landsmanna og auka trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í tillögum Framsóknarflokksins vegna ástands efnahagsmála.( mbl.is)
M.a. vill framsókn byrja STRAX að lækka stýrivexti.Ég er sammála því.Ekkert gagn er lengur í hækkun vaxta í baráttu við verðbólguna.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Framsókn: Seðlabankinn taki erlent lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. júlí 2008
Verðbólgan 14% í haust?
Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan nái hámarki í haust og verði þá rúm 14 prósent. Greiningardeildin spáir því að í júlímánuði fari 12 mánaða veðbólga í 13,1 prósent. Verð á innfluttum vörum hækki um 1 til eitt og hálft prósent. Bensínið hækki mest , um 3 til fjögur prósent.
Lækkun fasteignaverð heldur aftur af verðbólgunni. Það hefur lækkað um 1 prósent á landinu öllu síðustu 3 mánuði. Greiningardeildin spái því að verðbólgan hjaðni hratt eftir að hún nær hámarki í haust. Bent er á að margir kjarasamningar verði lausir í febrúar og mars. Nýir kjarasamningar ráði miklum um framhaldið.
Greiningardeildin spáir því að verðbólgan fari yfir 13% í þessum mánuði. Greiningardeildin telur að verðlag hækki um 0,5% í júlí og að 12 mánaðaverðbólga komist í 13,1%. Í síðasta mánuði mældist hún 12,7%. Því er spáð að verð á innfluttum vörum hækki um 1 til 1,5%. Greiningardeildin býst víð því að útsöluáhrif komi fyrr fram en áður. Verð á skóm og fatnaði lækki um 12% sem jafngildi lækkun neysluverðs um 0,5%.
Þetta er ljót spá hjá LÍ en sennilega rétt. Verðbólgan er enn að aukast og fer ekki að hjaðna fyrr en í haust eða í vetur. Almenningur fær því enn að blæða.Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin geri einhverjar ráðstafanir til þess að draga úr kjaraskerðingunni. Geru hún það ekki getur allt farið í bál og brand þegar kjarasamningar renna út eftir áramót.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 11. júlí 2008
Hraða þarf borunum eftir gufuafli
Össur Skarphéðinsson segir að ákvörðun sín um að láta Gjástykki í umhverfismat eigi ekki að koma bæjarstjóranum á Akureyri á óvart. Gagnrýni hans sé á misskilningi byggð. Bæjarstjórinn og aðrir sem hafi tjáð sig um málið geri sér ekki grein fyrir því að stefna sveitarfélagsins sé sú að Gjástykki verði aftast í framkvæmdaröð virkjana. Ef ekki verði þörf á orku þaðan, verði ekki virkjað. Þessi ákvörðun leiði því ekki til tafa ef Skipulagsstofnun leyfi framkvæmdir á annað borð.
Össur segir að menn fyrir norðan óttist greinilega að þeir hafi ekki næga orku ef ráðist verði í stóriðju. Þeir ættu þó heldur að beina spjótum sínum að Landsvirkjun og spyrja afhverju fyrirtækið hafi ekki hraðað borunum í Þeistareykjum, þar sé meiri orka en menn hafi átt von á.
Hann segir það sína skoðun að Landsvirkjun hafi farið sér of hægt þar og undrast ennfremur hversu seint gangi að hefja djúpboranir en þar séu fólgnir mestu möguleikar landsins í orkuöflun til framtíðar.
Þá segist hann telja að það eigi að byggja upp flutningskerfið milli Húsavíkur og Kárahnjúka. Við Kárahnjúka séu 90 megavött til reiðu umfram það sem gert var ráð fyrir.
Og Össur segir að áhugi Landsvirkjunar hafi greinilega beinst í aðrar áttir. Fyrirtækið hafi lagt of mikið kapp á að afla orku fyrir álver á suðvesturhorninu en hefði þess í stað átt að einhenda sér í að afla orku fyrir norðausturhornið.(mbl.is)
Ég tek undir með Össuri í þessu efni. Landsvirkjun þarf að auka boranir eftir gufuafli sem mest og þar á meðal að hraða djúpborunum.Ég tel eins og ég hefi sagt áður,að gufuaflsvirkjanir eigi að hafa forgang umfram vatnsaflsvirkjanirþ
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Össur skammar Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. júlí 2008
Hættir Björk að styðja ríkisstjórnina?
Björk Vilhelmsdóttir,borgarfulltrúi,sagði á mótmælafundi vegna Paul Ramses,að hún mundi hætta að styðja ríkisstjórnina,ef afgreiðslu á máli Paul yrði ekki snúið við.Þetta er svipuð afstaða og Guðrún Helgadóttir tók í Gervasoni málinu en þá hótaði hún að hætta að styðja stjórn Gunnars Thoroddsen,ef hann léti mál Gervasoni ekki til sín taka. Björk sagðist viss um að ríkisstjórnin mundi leysa mál Paul Ramses á fullnægjandi hátt og að þess vegna mundi hún ekki þurfa að hætta að styðja stjórnina. En er það nú víst?
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 11. júlí 2008
Eldri borgarar láta ekki plata sig oftar
Meðan ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sátu við völd hér um 12 ára skeið var tekið til þess hvað afstaða stjórnvalda var neikvæð til aldraðra og öryrkja. Það þurfti þá að sækja sjálfsagðar og lögbundnar kjarabætur til dómstólanna.Þegar Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar var talið að afstaðan mundi breytast. Nú yrði afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja jákvæð. En því miður. Afstaðan hefur ekki breytst mikið. Afstaða stjórnvalda er enn neikvæð. Það er enn verið að láta einhverja mola falla til aldraðra og öryrkja og síðan hrópa stjórnvöld upp hvað þau séu góð við þessa þjóðfélagshópa.Mér finnst það jafnvel verra,að stjórnvöld skuli berja sér á brjóst og segja að þau geri vel við þessa þjóðfélagshópa þegar það er í skötulíki sem gert er og hvergi nærri það sem lofað var fyrir kosningar.Það er komið í ljós,að aldraðir og örykjar eru afgangshópar hjá þessari ríkisstjórn. Fyrst er leyst úr öðrum málum og síðan að lokum og að síðustu kemur röðin að öldruðum og öryrkjum,ef einhverjir fjármunir eru þá eftir.Þegar spurt er hvers vegna lífeyrir aldraðra hafi ekki verið hækkaður strax eftir kosningar er sagt: Þetta er nú bara fyrsta,ár kjörtímabilsins.Það er nú aldrei venja að gera mikið fyrsta árið!
Aðferðafræðin gagnvart öldruðum og öryrkjum er furðuleg.Fyrst er tilkynnt 5.desember sl.,að í ár,1.apríl,1.júlí og 1.jan 2009 eigi að gera einhverjar ráðstafanir fyrir aldraða og básúnað hvað þetta muni kosta mikið fyrir ríkissjóð. Síðan er þetta aftur tilkynnt fyrir 1.april og aftur vegna 1.júli og verður áreiðanlega aftur básúnað út fyrir næstu áramót. Hvars vegna var ekki það sem tilkynnt var 5.desember látið taka gildi strax.Það tók ekki nema 3 daga að afgreiða eftirlaunaósómann á þingi og hann tók gildi strax.Þá þurfti ekki að veltast með málin lengi .
Það er í rauninni aðeins eitt mikilvægt atriði fyrir aldraðra og öryrkja,sem hefur tekið gildi á þessu ári og það er afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka.,sem tók gildi 1.apríl.Hæstiréttur dæmdi fyrir mörgum árum að óheimilt væri að skerða bætur vegna tekna maka.Fyrri ríkisstjórn lofaði Landsambandi eldri borgara að þetta yrði framkvæmt um síðustu áramót. Það var því engin undankoma með þetta mál.En ríkisstjórnin lætur eins og hún hafi framkvæmt þetta af einskærri góðmennsku.Hún átti engra annarra kosta völ.Næsta mál ,sem var framkvæmt er frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og öryrkja,alls 100 þús. kr. á mánuði frá.1.júlí . Það er gott svo langt sem það nær en betra hefði verið fyrir eldri borgara að byrja á frítekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna.Það eru mikið fleiri í lífeyrissjóðum en nemur fjölda þeirra sem eru á vinnumarkaði.Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar sagði að setja ætti 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna Það kostar ríkissjóð ekkert að setja frítekjumark vegna atvinnutekna. Ríkið fær þann kostnað allan til baka í auknum skatttekjum.
Aldraðir og öryrkjar fengu ekki sömu hækkun á lífeyri eins og launþegar fengu á sínum lægstu launum í feb. sl. . Lágmarkslaun hækkuðu um 18000 kr. á mánuði eða um 16% en lífeyrir hækkaði um 9400 kr. á mánuði eða um 7,4%.Hvað var að gerast hér? Stjórnvöld sögðu:Okkur ber engin skylda til þess að hækka lífeyri meira enda þótt hann hafi hækkað eins og laun árið 2006. Kannast einhver við þessi viðbrögð. Eru þetta ekki sömu viðbrögðin og hjá fyrri ríkisstjórn,sömu neikvæðu viðbrögðin.
Það er jafnvel farið að reikna einhverjar framtíðarhækkanir inn í hækkanir á lífeyri og segja,að þegar þær verði komnar til framkvæmda verði lífeyrisþegar búnir að fá sömu hækkun og launþegar.Hvaða bellibrögð eru þetta? Hvaða talnaleikfimi er þetta?Launþegar fengu hækkun frá 1.febrúar og lífeyrisþegar eiga að fá sömu hækkun frá sama tíma.Þannig var þetta 2006 og þannig tel ég að þetta eigi að vera nú.Ef það hefði verið gert væri ekki staðan sú,að lífeyrir aldraðra hefði lækkað sem hlutfall af lágmarkslaunum frá árinu 2007 en nú nemur lífeyririnn 93,74% af lágmarkslaunum en nam 100 % í fyrra. Hann hefur lækkað!
Það gengur ekki að reikna einhverja hækkun í júlí inn í þá hækkun,sem átti að koma 1.feb.Eldri borgarar eiga að fá hækkun frá 1.febrúar ( 16%) eins og láglaunafólk og síðan eiga þeir að fá hækkn í júlí eða 1.ágúst óháð hækkuninni 1.febrúar.Það er búið að plata eldri borgara svo oft
á undanförnum árum,að þeir láta ekki plata sig oftar. Þeir vilja fá þá hækkun,sem þeim ber og þær kjarabætur sem þeim var lofað í kosningaloforðunum fyrir síðustu kosningar. Út á þessi loforð situr ríikisstjórnin.
.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 11. júlí 2008
Kaupmáttur á vinnustund lægstur hér á Norðurlöndum
Þorvaldur Gylfason prófessor birti athyglisverða grein í Fréttablaðinu í gær. Þar fjallar hann m.a. um kaupmátt landsframleiðslu á hverja vinnustund.Hagfræðingar við háskólann í Groningen í Hollandi hafa gert athuganir á þessu í ýmsum löndum.Samkvæmt athugun hagfræðinganna er kaupmáttur landsframleiðslu á vinnustund á Íslandi 2007 36 Bandaríkjadollarar á móti 44 dollurum í Finnlandi:45 dollarar í Danmörku, 46 dollarar í Svíþjóð og 70 dollarar í Noregi.Það er athyglisvert að kaupmáttur á hverja vinnustund er langminnstur hér þrátt fyrir alla umræðuna ,einkum hjá fyrri ríkisstjórn um mikinn kaupmátt hér á landi.Þetta þýðir,að Íslendingar verða að vinna mikið meira en nágrannaþjóðirnar til þess að hafa svipuð lífskjör og þær.Það er ýmislegt sem veldur þessu en m.a. háir vextir,himinhátt matarverð o.fl. Þorvaldur Gylfason nefnir ýmsar aðrar ástæður fyrir litlum kaupmætti hér pr. vinnustund,svo sem litla fjárfestingu í vélum og tækjum sem valdi því að vinnandi fólk hafi ekki nægan tækjabúnað í höndunum til þess að auka afköst.Hins vegar taki húsbyggingar til sín stóran hluta fjárfestingar.Stjórnvöld hafi ekki gefið nægan gaum að menntun í atvinnulífinu og þannig megi áfram telja segir Þorvaldur Gylfason. Ég hvet alla til þess að lesa grein Þorvaldar í Fréttablaðinu í gær. Þetta er mjög góð og merk grein.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 11. júlí 2008
Deila um fundargerðir við fyrrverandi forstjóra OR
Yfirlýsingar Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um þau gögn sem hann tók með sér er hann lét þar af störfum, stangast á ýmsan hátt á við upplýsingar heimildarmanna um hvaða gögn er að ræða.
Eftir því sem næst verður komist eru þetta ýmis fundargögn og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ná þau allt að tíu ár aftur í tímann. Staðhæft er að þ.á.m. séu frumrit af ýmsum gögnum sem séu óumdeilanlega í eigu fyrirtækisins, m.a. ýmsar viðskiptaupplýsingar sem lagðar hafa verið fram á stjórnarfundum OR.
.
Í yfirlýsingu sem Guðmundur sendi frá sér í gær segir hann að gögn þau sem farið sé fram á að verði skilað hafi verið geymd í skrifstofu hans frá upphafi. Þetta séu afrit af frumgögnum og innihaldi eintök hans af fundargögnum stjórnarfunda OR frá 1999 þar til hann fór í leyfi til að gegna starfi forstjóra REI sl. sumar.
Mér virðist þetta stormur í vatnsglasi.Auðvitað hefði Guðmundur getað tekið ljósrit af öllum fundargerðum og jafnvel öðrum fundargögnum.Það er nú orðið svo,að fundargerðir flestra opinberra stofnana eru opinberar og jafnvel birtar á netinu.Frétt útvarpsins um að Guðmundur hefði tekið einhver gögn ófrjálsri hendi er furðuleg,þar eð hvorki var haft samband við Guðmund né núverandi forstjóra OR um málið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |