Kaupmáttur á vinnustund lægstur hér á Norðurlöndum

Þorvaldur Gylfason prófessor birti athyglisverða grein í Fréttablaðinu í gær. Þar fjallar hann m.a. um  kaupmátt landsframleiðslu á hverja vinnustund.Hagfræðingar við háskólann í Groningen í Hollandi hafa gert athuganir á þessu í ýmsum löndum.Samkvæmt athugun hagfræðinganna er kaupmáttur  landsframleiðslu á vinnustund á Íslandi  2007 36 Bandaríkjadollarar  á móti 44 dollurum í Finnlandi:45 dollarar  í Danmörku, 46 dollarar í Svíþjóð og 70 dollarar í Noregi.Það er athyglisvert að kaupmáttur á hverja vinnustund er langminnstur hér þrátt fyrir alla umræðuna ,einkum hjá fyrri ríkisstjórn um mikinn kaupmátt hér á landi.Þetta þýðir,að Íslendingar verða að vinna mikið meira en nágrannaþjóðirnar til þess að hafa svipuð lífskjör og þær.Það er ýmislegt sem veldur þessu  en m.a. háir vextir,himinhátt matarverð o.fl. Þorvaldur Gylfason nefnir ýmsar aðrar ástæður fyrir litlum kaupmætti hér pr. vinnustund,svo sem litla fjárfestingu í vélum og tækjum sem valdi því að vinnandi fólk hafi ekki  nægan tækjabúnað í höndunum til þess að  auka afköst.Hins vegar taki húsbyggingar til sín  stóran hluta fjárfestingar.Stjórnvöld hafi ekki gefið nægan gaum að menntun í atvinnulífinu og þannig megi áfram telja segir Þorvaldur Gylfason. Ég hvet  alla til þess að lesa grein Þorvaldar í Fréttablaðinu í gær. Þetta er mjög góð og merk grein.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband