Laugardagur, 12. júlí 2008
Félag ísl. stórkaupmanna vill könnunarviðræður við ESB
Félag íslenskra stórkaupmanna lýsir miklum áhyggjum af því ástandi sem skapast hefur í efnahagslífi Íslands og krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda strax. Þetta kemur fram í opnu bréfi samtakanna til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, sem birt er sem auglýsing í Morgunblaðinu í dag.
Í bréfinu segir m.a. stjórn samtakanna styðji áskorun efnahagsnefndar FÍS til ríkisstjórnar Íslands um að hún beiti sér fyrir því að hafnar verði aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Þá segir að þótt skoðanir séu skiptar á meðal félagsmanna um aðild að Evrópusambandinu telji stjórn þess rétt að hefja könnunarviðræður til að fá fram hvaða valkostum þjóðin standi frammi fyrir varðandi hugsanlega inngöngu í sambandið. (mbl.is)
Þetta er athygliavert bréf FÍS til leiðtoga stjórnarflokkanna.Stórkaupmenn eru ákveðnir og vilja aðgerðir strax. Þeir vilja hefja könnunarviðræður að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 12. júlí 2008
Bautasteinn í minningu Einars Odds
Bautasteinn í minningu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á Flateyri klukkan eitt í dag. Steinninn er staðsettur á Sólbakka og eftir afhjúpun hans hlýða gestir á tónleika með þeim Kristni Sigmundssyni óperusöngvara og Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara.
Ég kynntist Einari Oddi lítillega og mat hann mikils.Hann var vandaður maður og mjög samkvæmur sjálfum sér í skoðunum á stjórnmálum og öðrum málum.Það er mikil eftirsjá af honum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bautasteinn í minningu Einars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. júlí 2008
Hvers vegna var Guðmundur rekinn frá OR?
Guðmundur Þóroddsson,fyrrum forstjóri OR, var í kastljósi í gær til þess að svara fyrir fundargerðir sem hann hafði með sér frá OR.Hann var spurður hvers vegna hann hefði haft þessar fundargerðir með sér og hvers vegna hann hefði ekki skilað þeim. Hann sagði,að hér væri um að ræða gamlar fundargerðir,sem hefðu verið á hans skrifstofu.Enginn þeirra væri yngri en 1 árs.Hann hefði engar fundargerðir eða fundargögn tekið úr skjalasafni OR.Hann þyrfti að hafa þessar fundargerðir eða aðgang að þeim,ef hann þyrfti að svara fyrir mál,sem lögð hefðu verið fyrir á fundum OR.En hann mundi skila þeim úr því að þess hefði verið óskað og það dygði honum að eiga aðgang að þeim.
Furðumikið mál hefur verið gert úr þessum fundargerðum. Ljóst er,að Guðmundur hefði getað tekið ljósrit af þeim fundargerðum sem honum hefðu þótt áhugaverðar og skilað þeim síðan.Guðmundur var spurður af því í gærkveldi hvort hann hygðist stofna útrasarfyrirtæki í orkugeiranum. Hann kvaðst ekkert hafa ákveðið en heyra mátti á honum,að það væri í undirbúningi. Allmargir hæfir starfsmenn REI og Orkuveitunnar hafa sagt upp og munu þeir eflaust ganga til liðs við Guðmund. Ekkert hefur komið fram um það hvers vegna Guðmundi var sagt upp. Hann braut ekkert af sér. Ljóst er að það er verið að gera hann að blóraböggli fyrir mistök borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 12. júlí 2008
Ágreiningur í borgarstjórn um framtíð REI
Framtíð Reykjavík Energy Invest, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið á reiki frá ársbyrjun og samstöðuleysi ríkt meðal borgarstjórnarflokkanna um næsta skref í rekstrinum.
Um síðustu mánaðamót sögðu fjórir lykilstarfsmanna REI upp störfum og báru því við ekki væri vinnufriður til að sinna verkefnum vegna ósættis um framhald starfseminnar.
Minnihlutinn í borgarstjórn hefur þá stefnu að borgin eigi, með lágmarksáhættu, að nýta sér þau tækifæri sem OR býðst með REI til hagsbóta fyrir Reykvíkinga. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hinsvegar sagst vera á þeirri skoðun að stjórnmálamenn eigi ekki að standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda í öðrum löndum og því eigi OR ekki að veita meira fé til útrásarverkefna REI heldur selja þau frá sér.
Á sama tíma berast þó þær fréttir að dótturfyrirtækið Envent hafi nýhlotið rannsóknar- og nytjaleyfi á Filippseyjum þar sem til stendur að reisa orkuver, en það mun krefjast viðbótarfjármagns. Því er ekki furða að margir spyrji sig hvort algjört stefnuleysi ríki um rekstur REI.
Að sögn Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns REI, er nú verið að leita annarra leiða til að halda áfram útrásinni erlendis án þess að almannafé sé veitt í verkefni sem í eðli sínu séu áhættusöm.
Okkar fjárhagslega skuldbinding á Filippseyjum kom til í september síðastliðnum og við getum ekki hlaupist undan henni, en þetta er ekki mjög há upphæð, um 800.000 dollarar. Sú vinna er að fara af stað núna og ef þetta verkefni gengur vel ættum við að hafa nægan tíma til að skoða hvernig við getum haldið því áfram með utanaðkomandi fjármagni.(mbl.is)
Ljóst er,að mikill ágreiningur er á milli meirihluta og minnihluta borgarstjórnar í málefnum REI. Meirihlutinn vill draga REI út úr áhætturekstri en minnihlutinn vill halda þeim rekstri áfram en fara varlega.Menn eru þó sammmála um,að mikil tækifæri geti falist í orkuútrás fyrir Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Framtíð REI í biðstöðu fram á haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |