Björn Bjarnason vill taka upp evru?

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, veltir því upp í pistli á heimasíðu sinni hvort Íslendingar eigi að láta á það reyna tengjast Evrópusambandinu eftir evruleið fremur en aðildarleið.

Björn bendir á að Íslendingar hafi valið þann kost, að tengjast ESB eftir tveimur meginleiðum: með EES-samningnum og Schengen-samkomulaginu.

„Hvernig væri að láta reyna á það á markvissan hátt, hvort unnt sé að setja þriðju stoðina undir þetta samstarf, það er um evruna? Engin lagarök eru gegn því, að það verði gert. Mun meiri pólitísk sátt yrði um þá leið en aðildarleiðina. Evruleiðin kann auk þess að hafa meiri hljómgrunn í Brussel en aðildarleiðin,“ segir Björn.(mbl.is)

Það er mjög athyglisverð skoðun sem Björn setur hér fram.Hann vill taka upp evru án þess að ganga í ESB. Vandinn er aðeins sá,að það er ekki unnt. Það er ekki unnt að ganga í myntbandalag Evrópu og taka upp evru án aðildar að ESB.Norðmenn könnuðu þessa leið 1999-2000. Ég var þá að vinna við sendiráð  Íslands í Oslo og fylgdist vel með málinu. Bondevik forsætisráðherra Noregs fór til Brussel og lagði fram beiðni um upptöku evru af hálfu Noregs án aðildar að ESB. Þvi var hafnað.Ég reikna með,að eins færi með erindi  Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hernaður gegn Íran?

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið Ísraelum gult ljós á að hefja undirbúning að hernaðaraðgerðum gegn Írönum, samkvæmt heimildum embættismanna í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

„Gult þýðir, undirbúið ykkur verið reiðubúnir til tafarlausrar árásar og látið okkur vita þegar þið eruð tilbúnir," segir einn embættismannanna í samtali við The Sunday Times.

á segir hann Bush hafa gert ísaelskum ráðamönnum grein fyrir því að Bandaríkjastjórn styðji Ísraela í því að gera loftárásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írana, með langdrægum eldflaugum, skili samningaviðræður ekki árangri.

Bush mun þó hafa tekið skýrt fram að bandaríkir hermenn muni ekki taka þátt í slíkri árás og að ekki verði veitt hernaðaraðstaða til slíkrar árásar í  Írak.  (mbl.is)

Ekki líst mér á ,að hernaðaraðgerðir gegn  Íran verðu undirbúnar.Það þarf að leysa deilumál friðsamlega enn ekki með hernaði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfingin átti stærsta þáttinn í þjóðarsáttinni

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við afhjúpun bautasteins í minningu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns á Flateyri í dag að Einar Oddur hafi átt stóran þátt í gerð Þjóðarsáttarsamningana en hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands þegar þeir samningar voru gerðir. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í kvöld.

Geir sagði þjóðarsáttarsamningana hafa verið mjög merkilega. Þeir hafi lagt grunninn að margvíslegum umbótum og stuðlað að því að hægt var að halda verðbólgunni í skefjum í tuttugu ár.

Geir sagði okkur nú standa í þeim sömu sporum að þurfa að koma böndum á verðbólguna og að sennilega getum við lært eitthvað af þjóðarsáttarsamningunum. Aðstæður nú séu hins vegar mjög ólíkar því sem þá hafi verið, meðal annars séum við nú að takast á við miklar verðhækkanir á erlendum mörkuðum.   (mbl.is)

Það er rétt,að Einar Oddur átti stóran þátt í þjóðarsáttinni á sínum tíma en aðrir sem áttu mikinn þátt í henni voru Steingrímur Hermannssson og Guðmundur J.Guðmundsson. Verkalýðshreyfingin  átti stærsta þáttinn í þjóðarsáttinni með því að falla frá miklum grunnkaupshækkunum og leggja í staðinn meiri áherslu á að ná verðbólgunni niður. Verkalýðshreyfingin tók á sig miklar fórnir með  því að fara þessa leið og henni finnst,að komið sé að henni að uppskera vegna þessara fórna.Þess  vegna getur ekki orðið nein ný þjóðarsátt. Verkafólk á eftir að fá það sem það á inni vegna "fyrri" þjóðarsáttar.

 

Björgvin Guðmundsson 

Fara til baka 

 


mbl.is Geir: Getum lært af þjóðarsáttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífskjörin rýrna mikið.Það kreppir að hjá eldra fólki

Íslenska krónan hefur fallið um 30% frá áramótum.Þetta þýðir að kjarabætur þær ,sem verkalýðsfélögin sömdu um í feb. sl. eru allar farnar eða að fara  út í veður og vind. Það verður ekkert eftir þegar upp er staðið nema kjaraskerðing. Aldraðrir og öryrkjar fengu ekki einu sinni sömu kjarabætur og þeir lægst launuðu.Núverandi ríkisstjórn tók upp verri stefnu gagnvart þessum  hópum en sú fyrri og ákvað að láta aldraða og öryrkja fá minni kjarabætur en láglaunafólk. Forsætisráðherra sagði á alþingi,að það sem gert hefði verið í því efni 2006 hefði aðeins gilt þá en ætti ekki að  gilda núna.Jóhanna Sigurðardóttir leiðrétti ekki það ranglæti. Aldraðir fengu 9,4%  hækkun á lifeyri,þegar láglaunafólk fékk 18% hækkun.Því var lofað,að einhver leiðrétting kæmi 1.júlí en hún er ekki komin enn 13.júlí.Af þessum sökum er staðan sú,að  lífeyrir aldraðra hefur lækkað sem hlutfall af lágmarkslaunum á 1,ári ríkisstjórnarinnar. Hlutfallið var 100% í fyrra en í dag er lífeyrir aldraðra 93,74 % af lágmarkslaunum. Þetta er ótrúlegt.

Allir kjarasamningar verða í uppnámi strax eftir áramót.Verðalýðsfélögin munu reyna að sækja þær kjarabætur sem hafðar hafa verið af þeim   með gengislækkun. Það verður mikil barátta.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ekkert orðið ódýrara að versla á Spáni

Fólk,sem hefur verið að fara til Spánar og annarra sólarlanda segir sínar farir ekki sléttar.Gjaldeyririnn hefur stórhækkað í verði vegna falls krónunnar og  þegar það kemur út krossbregður því við það hvað  allt er orðið dýrt.Í stuttu máli sagt er ekkert orðið ódýrara að versla á Spáni en á Íslandi.Það eina,sem enn er´ ódýrara er bjórinn,sagði einn Spánarfarinn. Ef menn vilja fara til Spánar eða annarra   ´sólarlanda  er best,að menn átti sig á því strax,að það borgar sig ekki lengur að kaupa neitt fatakyns.Það er sama verð á því og hér og flestar matvörur eru einnig orðnar eins dýrar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Landspítalinn skuldar 900 millj.

Gjaldfallnar skuldir Landspítalans við birgja eru nú á bilinu 800 til 900 milljónir króna en flestar eru skuldirnar við lyfjafyrirtæki. Björn Zoega, settur forstjóri spítalans, segir að ástæðu þess að spítalinn hafi ekki getað greitt skuldirnar m.a. vera þá að aðrar heilbrigðisstofnanir hafi ekki greitt spítalanum fyrir þjónustu sem hann hafi veitt þeim. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.(mbl.is)

Niðurskurðarstefna hefur mörg undanfarin ár verið rekin við rekstur LSH.Allar deildir hafa verið settar í spennitreyju. Þær hafa ekki fengið nauðsynlegt fjármagn til reksturs.Menn hafa því orðið að bjarga sér,.m.a með því að taka út lyf og lækningavörur út á krít.Þú segir ekki við lækna og hjúkrunarfólk: Þið fáið ekki meiri lyf eða lækningavörur. Peningarnir eru búnir.Það hefur verið rekin sjálfsblekkingarstefna.Menn hafa talið sér trú um að þeir gætu rekið spítalanna fyrir minni peninga en  mögulegt er. Þess  vegna safnast upp skuldir. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband