Hernaður gegn Íran?

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið Ísraelum gult ljós á að hefja undirbúning að hernaðaraðgerðum gegn Írönum, samkvæmt heimildum embættismanna í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

„Gult þýðir, undirbúið ykkur verið reiðubúnir til tafarlausrar árásar og látið okkur vita þegar þið eruð tilbúnir," segir einn embættismannanna í samtali við The Sunday Times.

á segir hann Bush hafa gert ísaelskum ráðamönnum grein fyrir því að Bandaríkjastjórn styðji Ísraela í því að gera loftárásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írana, með langdrægum eldflaugum, skili samningaviðræður ekki árangri.

Bush mun þó hafa tekið skýrt fram að bandaríkir hermenn muni ekki taka þátt í slíkri árás og að ekki verði veitt hernaðaraðstaða til slíkrar árásar í  Írak.  (mbl.is)

Ekki líst mér á ,að hernaðaraðgerðir gegn  Íran verðu undirbúnar.Það þarf að leysa deilumál friðsamlega enn ekki með hernaði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísraelsmenn hafa þurft að sitja undir stöðugum hótunum Írana um gereyðingu  í mörg ár.  Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir því sama og eru kallaðir af Mamoud Ahmadi-Nejad, hinn mikli Satan. 

Þarf að bíða eftir því að þessi brjálæðingur komist yfir kjarnavopn og haldi heiminum í heljargreipum og komist yfir allar olíulindir við Persafóann.?

Hér er hin pólitíska tilskipun Íslams um heimsyfirráð:

Heimsyfirráð, imperialism.

Berjist þangað til allir dýrka Allah.

Kóran. Kaflinn um þýfið. 008:039. Og berjist (qaatiloohum) við þá þangað til að engin ringulreið, óregla  eða nauðung (skurðagoðadýrkun eða vantrú á Allah) ríkir lengur, og það ríkir réttlæti(Íslam og Sharía lög) og trú eingöngu  og allsstaðar á Allah;

Kóran 002:193 boðar það sama.

Því miður þá boðar Kóraninum að Múslímar  séu allra þjóða bestir og því ýtir hið pólitíska Íslam undir mikilmennskubrjálæði hjá Múslímum (sjá Kóran 002:142). Það er því erfitt að koma vitinu fyrir slíkt fólk með samningum.

Svo hvað er til ráða. Kann einhver góð ráð til að tjónka við Múslíma?

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband