Mánudagur, 14. júlí 2008
Geir Haarde skýtur hugmynd Björns niður
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að hugmynd Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, að leita eftir samningum við Evrópusambandið um að taka upp evru, sé ekki ný af nálinni og Björn hefði viðrað þetta á heimasíðu sinni áður. Geir sagðist reikna með að Evrópunefnd stjórnvalda skoði málið en taldi ólíklegt að hægt yrði að ná tvíhliða samningi um evruaðild.
Geir svaraði í dag spurningum blaðamanna vegna þeirrar umræðu, sem verið hefur um hugmyndir Björns síðustu daga. Geir sagðist telja að Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar muni skoða þessi mál en ekkert hefði verið rætt um það, hvort íslenskir ráðamenn muni leita eftir viðræðum við yfirvöld í Brussel um evru.
Geir sagðist sjálfur áfram vera þeirrar skoðunar, að íslenska krónan væri sá gjaldmiðill, sem best hentaði íslensku þjóðfélagi. Þá væri ólíklegt, að hægt yrði að gera tvíhliða samning um upptöku evru, svipaðan þeim sem aðild Íslands að Schengensamkomulaginu byggist á, en lítill áhugi væri fyrir slíku í Brussel.
Einnig sagði Geir að í viðræðum við forustumenn Evrópusambandsins í vetur hefði komið fram að ef Íslendingar ætluðu að taka upp evru yrðu þeir að koma til þess samstarfs gegnum aðaldyrnar, þ.e. aðild að Evrópusambandinu, en ekki bakdyr. (mbl.is)
Geir Haarde,forsætisráðherra, hefur sem sagt ítt hugmynd Björns út af borðinu.Það er þvi opinn ágreiningur milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins um ESB og evruna.Hugmynd Björns fær hins vegar góðar undirtektir meðal ráðherra Samfylkingarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Evruhugmynd ekki ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Össur vill sækja um evru án ESB aðildar eins og Björn
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segist á heimasíðu sinni í dag leggja til að Samfylkingin taki Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, á orðinu og ríkisstjórnin kanni þegar í stað með formlegum hætti hjá Evrópusambandinu hvort hægt sé að taka upp evruna gegnum EES og án þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.
Björn er Evrópuhugsuður Sjálfstæðisflokksins. Rifja má upp að hann var formaður Evrópunefndar forsætisráðherra, þar sem ég sat einnig með honum. Komi hið ólíklega í ljós, að upptaka evru án beinnar aðildar að Evrópusambandinu sé fær, þá á ríkisstjórnin einfaldlega hefja undirbúning að upptöku evrunnar," segir Össur.
Hann segir að Evrópusinnar hafi engu að tapa og allt að vinna á því að taka í útrétta hönd Björns. Reynist leið hans fær, og Ísland tæki upp evruna, liði vart langur tími áður en Íslendingar væru að fullu komnir inn í sjálft Evrópusambandið. Reyndist leið Björns ófær sé það mikilvægt veganesti inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þá sé búið að sýna með formlegum hætti að búið er að róa fyrir allar víkur. Eina leiðin sem þá sé fær, sé að sækja um fulla aðild.(mbl.is)
Ég er sammála Össuri um að rétt sé að láta á það reyna hvort Ísland fær aðild að evrunni án aðildar að ESB.Ég hefi að vísu ekki trú á að það verði samþykkt. Bondevik fékk nei. Geir Haarde fékk nei og þess vegna er líklegast að nei fáist í þriðja sinn.
![]() |
Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Mótmælir kvótakerfinu og mannréttindabrotum
Ásmundur Jóhannsson hefur gert aflamarkslausan bát sinn út til veiða frá Sandgerði síðan 18. júní síðastliðinn. Fyrir viku svipti Fiskistofa hann veiðileyfi sínu. Þrátt fyrir þetta hyggst Ásmundur halda uppteknum hætti.
Eyþór Björnsson, forstöðumaður veiðieftirlitssviðs Fiskistofu, segir að fari menn fram úr veiðiheimildum fái þeir viðvörun áður en til sviptingar veiðileyfis kemur. Oftast er þetta þannig að menn leiðrétta sig áður en þeir eru sviptir, segir Eyþór, þá fá menn veiðileyfið til baka og málið er dautt.
Næstu skref hjá veiðieftirlitssviðinu eru að ganga úr skugga um hvort Ásmundur hafi gerst sekur um veiðar án þess að hafa til þess veiðileyfi. Sé það raunin á Ásmundur yfir höfði sér kæru fyrir brot gegn lögum um stjórn fiskveiða.
Leiðrétting er Ásmundi ekki ofarlega í huga en með veiðum sínum vill hann mótmæla kvótakerfinu. Kerfið segir hann ólöglegt með öllu. Hann segist munu halda veiðum sínum áfram þar til stjórnvöld grípi í taumana. Hann muni ekki hika við að fara með mál sitt fyrir Hæstarétt og alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu ef með þarf. Þetta er náttúrlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þetta er skerðing á atvinnufrelsi og þetta er sennilega bara hreinn og klár þjófnaður, segir Ásmundur.(mbl.is)
Ég tek ofan fyrir Ásmundi.Hann mórmælie mesta ranglæti Íslandssögunnar,kvótakerfinu,sem Mannréttindanefnd Sþ. hefur nú dæmt mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mótmælir kvótakerfinu með veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Fundargerðastríðinu lokið!
Einhverju furðulegasta stríði er lokið,þ.e. fundargerðastríðinu.Guðmundur Þóroddsson skilaði fundargerðunum í gær og þá eru allir sáttir. Eins og ég hefi sagt áður gat Guðmundur að sjálfsögðu ljósritað þæir fundargerðir sem hann vildi og haldið afritunum.Þetta var deila um keisaans skegg.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. júlí 2008
Aldraðrir eiga að hafa í lífeyri 226 þús. á mánuði að lágmarki
Í dag birtist í Morgunblaðinu grein eftir Björgvin Guðmundsson um lífeyrismál aldraðra.Þar segir,að aldraðir einhleypingar eigi að hafa í lífeyri 226 þús kr. á mánuði að lágmarki. Það samsvarar meðaltals neysluútgjöldum á mánuði samkvæmt könnun Hagstofu Íslands frá des,sl.Samfylkinginnm setti fram þetta stefnumið fyrir síðustu þingkosningar og sagði,að hún vildi hækka lífeyrinn í þessa fjárhæð í áföngum. Ekkert bólar á framkvæmdinni eftir rúmt ár í ríkisstjórn.Það hefur ekkert miðað í áttinna. Það hefur miðað aftur á bak. Grein mín var rituð 1.júlí sl. Þá átti endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga að skíla áliti um framfærsluviðmið,sem hugmyndin var sennilega að byggja lífeyri aldraðra og öryrkja á. En nú 14.júlí hefur þetta framfærsluviðmið enn ekki séð dagsins ljós.
Ég segi í grein minni: Ef framkvæmd þessa máls strandar á Sjálfstæðisflokknum á að segja kjósendum frá því. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hindra framkvæmd þessa eins mesta stefnumáls Samfylkingarinnar er best fyrir Samfylkingunni að slíta stjórnarsamstarfinu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)