Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Óvíst um samruna SPRON og Kaupþings
Hluthafar í SPRON eru samkvæmt heimildum margir hverjir óánægðir með það verð sem þeir fá fyrir bréf sín, verði samruni SPRON og Kaupþings banka að veruleika.
Ég held að það sé almenn óánægja með þetta verð, segir Gunnar Þór Gíslason, hlutahafi og fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON. Þá þyki ekki góður kostur að fá greitt að 60% hluta með bréfum í Exista. En svo er spurning hvort óánægjan sé nægilega mikil til að hluthafar hafni samrunanum. Samruninn er háður samþykki hluthafundar sem halda á í ágúst.
Samkvæmt samrunaáætlun, sem stjórnir SPRON og Kaupþings hafa samþykkt, verða greiddar sem nemur 3,83 krónum fyrir hvern hlut í SPRON, sem er markaðsvirði 30. júní 2008 að viðbættu 15% álagi.
Hluthafi nokkur segist óánægður með að ekki hafi verið miðað við markaðsvirði bréfanna áður en upplýst var um samrunaviðræðurnar sem sagt var frá í lok apríl. Síðan hefur gengi bréfa í SPRON lækkað úr 5 í 3,1.
Hluthafarnir frá greitt að 60% hluta með bréfum í Exista og að 40% hluta með bréfum í Kaup(mþingi.
(mbl.is)Mikil óánægja er meðal hluthafa með verðið á hlutabréfunum og að hluthafar eigi að fá greitt að 60% hluta í bréfum í Exista.Telja margir óvíst,að samruninn verði samþykktur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hafna hluthafar SPRON samrunanum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Nefnd Sþ. gagnrýnir Ísland fyrir seinagang í jafnréttismálum
Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW) óskaði eftir frekari upplýsingum um ýmis atriði er sendinefnd Íslands kom fyrir nefndina þann 8. júlí.
Spurði nefndin meðal annars um það hversu sýnilegur samningurinn um afnám alls misréttis gegn konum væri í íslensku samfélagi og lagasetningu, hvort samningurinn sé nýttur sem bindandi lagatæki og hvort hann nái yfir öll svið þjóðfélagsins, t.d að því er varðaði fjölskyldu- og menntamál.
Nefndin lýsti einnig vonbrigðum sínum með að engar fyrirætlanir séu um að lögfesta samninginn og lýsti þeirri skoðun að unnt væri að ná jafnrétti hraðar en gert væri t.d með því að styrkja aðgerðaráætlun gegn ofbeldi gegn konum og börnum frá 2006.
Nefndin fjallaði um takmarkaða þátttöku kvenna í stjórnmálum, að konur gegni sjaldnar áhrifastöðum, og frekar hlutastörfum, en karlar og óskaði upplýsinga um hvernig stjórnvöld hyggist vinna gegn þessum vanda. Þá bað nefndin um upplýsingar um hvernig stjórnvöld berjist gegn launamun kynjanna og lýsti áhyggjum sínum af fjölda nauðgana hér á landi og fáum kærum.
Nefndin ræddi einnig mansal og nektardansstaði á Íslandi og vakti máls á óskýrri löggjöf og takmörkuðum stuðningi við fórnarlömb mansals. Lagði nefndin áherslu á að stjórnvöld einbeiti sér að því að vernda fórnarlömb, í stað þess að beina helst athygli að gerendum.
Nefndin spurði jafnframt að því hvernig stjórnvöld fylgdust með tekjum nektarklúbbseigenda af vændi þar sem nú sé ólöglegt að þriðji aðili hagnist á vændi. Jafnframt var fjallað um klám og dreifingu þess og hvort aðgerðaráætlunin gegn ofbeldi gegn konum og börnum feli í sér úrræði gegn útbreiðslu kláms.
Nefndin sagði þróunina á Íslandi þó jákvæða en heldur hæga og lagði áherslu á að Íslandi ætti þess kost að gera betur. Ísland geti verið fyrirmynd annarra ríkja þegar komi að þátttöku kvenna og jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins.(mbl.is)
Það vekur nokkra undrun,að nefnd Sþ. skuli lýsa vonbrigðum með afnám mismununar gagnvart konum á Íslandi.Nefndinni finnst ekki miða nóg áfram í jafnréttismálum. Væntanlega verða þessar aðfinnskur til þess að Íslendingar herði sig í þessum málaflokki.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Nefnd SÞ lýsir vonbrigðum með Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Fjölgað í starfsliði Íslands hjá ESB
Stefnt er að því að fjölga íslenskum starfsmönnum hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og fylgja þannig eftir tillögu Evrópunefndar forsætisráðherra. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að tillögur þessa efnis væru til skoðunar í utanríkisráðuneytinu.
Útvarpið segir, að íslenskum stjórnvöldum hafi í nokkurn tíma staðið til boða að senda sérfræðing til starfa á skrifstofu framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála en ekki nýtt sér það. Kostnaður við að senda starfsmenn út fellur að mestu leyti á Ísland þar á meðal launakostnaður.
Það er skynsamlegt að fjölga í starfsliði Íslands hjá ESB. Það kemur sér vel vegna aðildar okkar að EES og það yrði góður undirbúningur fyrir inngöngu okkar í ESB.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íslenskum starfsmönnum fjölgað í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Fiskimenn í ESB fá 75 milljarða kr. í aukastyrk
Fiskimenn í ríkjum Evrópusambandsins fá sjötíu og fimm milljarða króna aukastyrk vegna ýmissa rekstrarerfiðleika að undanförnu meðal annars vegna síhækkandi eldsneytisverðs. Fiskimenn hafa látið mikið til sín taka að undanförnu vegna versnandi lífskjara.
Þeir hafa meðal annars efnt til mótmæla vegna hæEvrópusambandið ákvað í gær að veita greininni aukastyrk upp á 600 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna. Á móti þurfa fiskimenn að taka til í eigin ranni. Þeir eiga að leita leiða til að minnka vægi eldsneytis í heildarkostnaði við útgerðina, auka verðmæti afurðanna og draga úr afköstum, einkum með því að úrelda fiskiskip. Þá er gert ráð fyrir að fiskimenn fái beingreiðslur úr sjóðum Evrópusambandsins fyrir að hætta veiðum í þrjá mánuði á ári kkandi eldsneytisverðs og bent á að díselolían hefur hækkað um 240% frá árinu 2002 og svarar verð hennar nú til 60% af rekstrarkostnaði hvers togara í ESB ríkjunum. Þá hefur smásöluverð á fiski farið lækkandi að undanförnu að þeirra sögn.
að því tilskildu að þeir noti tímann til að endurskipuleggja reksturinn. Geri þeir það ekki þurfa þeir að skila fénu.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að íhuga að breyta reglum sínum um hámarksupphæð ríkisstyrkja til útgerða. Leyfilegt hámark er um þessar mundir 30.000 evrur á þremur árum á hvert fyrirtæki, jafnvirði tæplega fjögurra milljóna króna. Framkvæmdastjórnin segir að til greina komi að sá styrkur verði miðaður við hvert fiskiskip. Heildarupphæðin fari þó ekki yfir hundrað þúsund evrur á hverja útgerð. Framkvæmdastjórnin segir að ekki komi til greina að verða við kröfunni um að ESB greiði niður díselolíu á fiskiskipin. Það myndi ekkert hjálpa til við að bæta úr undirliggjandi vanda í greininni og vera ólöglegt að auki.
Þessar styrkveitingar ESB til fiskimanna eru athyglisverðar. Landbúnaður hefur alltaf notið mikilla styrkja en auk þess hefur fiskiskipaflotinn og útgerðin oft notið mikilla styrkja. Sjávarútvegur á Íslandi nýtur hins vegar engra styrjkja.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Ekkert gerist í málum aldraðra og öryrkja
Í dag er 16.júlí .Hinn 1.júlí átti að liggja fyrir framfærsluviðmið lífeyrisþega.En það er ekki komið enn,eða a.m.k hefur það ekki verið birt enn. Það kann að vera að embættismennirnir hafi skilað einhverjum tillögum 1.júlí en ráðherrarnir liggja þá á þeim því það er sama hvað litla hækkun embættismennirnir leggja til þá mun fjármálaráðherra alltaf þykja hún of mikil.Það var búið að básúna það út að lífeyrisþegar ættu að fá leiðréttingu 1.julí ( kannski að fá það sem haft var af þeim 1.feb. sl.)En ekkert gerist enn. Ég sé ekki,að mál hafi neitt breytst til hagsbóta fyrir aldraða og öryrkja við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Ástandið er nákvæmlega eins og var þegar Framsókn var í stjórn!
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Fjárhagur heimilanna þyngist.Margir leita til ráðgjafarstofu
Tugir manna hafa verið á biðlista eftir viðtali við ráðgjafa hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna undanfarna mánuði. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafastofunnar, hefur áhyggjur af ástandinu. Það hafa allir áhyggjur. Og það á sjálfsögðu við um okkur, sem erum að aðstoða fjölskyldur í erfiðleikum," segir Ásta.
Í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær skoraði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á bankana að sýna fólki í fjárhagserfiðleikum skilning og koma til móts við það með greiðsluaðlögun. Jóhanna óttast að staða skuldara versni á næstu mánuðum. Þessar áhyggjur tekur Ásta undir og segir augljóst að blikur séu á lofti. Hún telur að bankarnir sýni fólki í fjárhagserfiðleikum skilning. Þeir taki til dæmis þátt í rekstri á Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. En svo á bara eftir að koma í ljós í haust hvað þeir eru tilbúnir að ganga langt í því," segir Ásta.
Ráðgjafastofan lokaði vegna sumarleyfa þann 7. júlí síðastliðinn en verður opnuð aftur þann 5. ágúst. Ásta býst við að hún þurfi þá að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn.
Þessi lýsing kemur ekki á óvart. Lífskjörin hafa farið hríðversnandi,afborganir af lánum hafa rokið upp,eldsneytisverð hefiur stórhækkað og matvælaverð rýkur upp. Fólk stendur ekki undir þessu. Í gær sagði Ríkisútvarpið frá því,að gjaldþrotahrina væri skollin á!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Hefur Samfylkingin eitthvað að gera i þessari ríkisstjórn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Skuldatryggingarálag bankanna hækkar mikið
Skuldatryggingarálag á skuldabréf íslensku bankanna hefur hækkað mikið undanfarna daga, eða um 10-16% það sem af er júlímánuði, og stefnir í svipuð gildi og þegar hæst lét í lok mars. Álag á bréf Kaupþings er nú 9,25% og Glitnis litlu lægra. Álag á bréf Landsbankans er hins vegar um 6,0%, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Athygli vekur að á sama tíma hefur álag á bréf íslenska ríkisins lækkað um 7%.
Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að markaður með skuldatryggingar íslensku bankanna sé fremur ógagnsær og viðskipti strjál þannig að erfitt sé að átta sig á ástæðum fyrir breytingum á skuldatryggingarálagi þeirra. Líklegt megi þó telja að hækkunin á álaginu undanfarið tengist áfram lítilli trú markaðsaðila á fjármálageiranum í heild sinni.(mbl.is)
Skuldatryggingarálag ísl. bankanna lækkaði þegar rætt var um það að ríkið ætlaði að taka stórt lán til þess að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans.Talið var að aukinn gjaldeyrisforði Seðlabankans mundi auka tiltrú á íslenska bankakerfið erlendis. Síðan hefur tíminn liðið án þess að nokkurt stórt lán hafi verið tekið. Íslenskiu bankarnir standa illa að því leyti til,að þeir eiga erfitt með að endurfjármagna sig. Þeir fá ekki lán erlendis nema á okurkjörum. Bankarnir höfðu farið óvarlega í lántökum og í rauninni hefði Seðlabankinn aldrei átt að leyfa bönkunum að skuldsetja sig eins mikið og þeir gerðu. En þar brást Seðlabankinn.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hækkandi skuldatryggingarálag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |