Hefur Samfylkingin eitthvað að gera i þessari ríkisstjórn?

Besti mælikvarðiunn á framfærslukostnað aldraðra er neyslukönnun Hagstofunnar. Í dag eru meðaltals neysluútgjöld   einhleypinga samkvæmt könnun Hagstofu Íslands 226 þús kr. á mánuði ( des, 2007)  Það er fyrir utan skatta.Þegar  sköttum  hefur verið bætt  við neysluútgjöldin verður talan  rúmar 300 þús. kr. á mánuði.Það þykja ekki há laun í dag. Það er þvi engin ofrausn að ákveða lífeyri aldraðra 226  þús.kr. á mánuði,þ.e. hjá þeim,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum...Ég geri ekki ráð fyrir því, að menn vilja i láta lífeyrinn taka til skatta einnig.Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefði 50 þús. kr á mánuði úr lífeyrissjóði fengi  25 þús. á mánuði meira í lífeyri en sá,sem ekki er í lífeyrissjóði.Vegna skerðinga tryggingabóta héldi hann ekki nema helmingnum af þessum 50 þús. kr. Vegna skerðinga tryggingabóta breytir ekki mjög miklu fyrir lífeyrisþega hvort hann hefur 50-100 þús.
á mánuði  úr lífeyrissjóði. Skattar og skerðingar taka mikinn hluta af þessum fjárhæðum til baka.Það er .því ekki stór munur á kjörum   þeirra eldri borgara,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum og þeirra sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði.
Í dag er lífeyrir aldraðra einhleyinga frá Tryggingastofnun  tæpar 136 þús á mánuði fyrir skatta eða 121 þús.á mánuði eftir skatta.Hér er átt við þá,sem ekki hafa neinar  tekjur aðrar en bætur almannatryggnga.Samfylkingin lýsti því yfir fyrir síðustu þingkosningar,að hún mundi beita sér fyrir því,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður í sem svarar neysluútgjöldum  samkvæmt könnun Hagstofu Íslands,þ.e. í   226 þús kr. á mánuði fyriir einhleypinga. Þetta yrði gert í áföngum..Ég sé ekki hvers vegna er verið að leggja  þetta mál í hendur á nefnd embættismanna og aðila vinnumarkaðaris.Ef Samfylkingin vill efna þetta kosningaloforð sitt við aldraða á ráðherra Samfylkingarinnar,sem fer með málaflokkinn, að  efna það en ekki að skjóta sér á bak við einhverja nefnd eins og algengt er að ráðherrar geri.Samfylkingin verður að efna þetta kosningaloforð sitt.Hún komst til valda.m.a. og ef til vill fyrst og fremst vegna þessa  loforðs. Þess vegna þýðir ekkert fyriir Samfylkinguna að skjóta sér á bak við  embættismenn og fulltrúa vinnumarkaðarins.Þeir gáfu kjósendum engin loforð.Ef hins vegar það strandar á Sjálfstæðisflokknum að koma þessu kosningaloforði við aldraða í framkvæmd þá þarf að segja kjósendum frá .því. Ef Sjálfstæðisflokkurinn  hindrar framkvæmd á því máli,sem átti stærsta þáttinn í því að koma Samfylkingunni til valda, þá er rökrétt að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfinu.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband