Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Fátæku fólki fjölgar í heiminum
Þrátt fyrir hagvöxt liðinna ára, fjölgar fólki sem býr við örbirgð í 49 fátækustu löndum heims. Þetta kom fram á þingi um viðskipti og þróunarmál sem Sameinuðu þjóðirnar halda.
Hagvöxtur í löndunum hefur verið á bilinu 7 til 8% undanfarin ár, en það hefur ekki dregið úr fátækt. Þrír fjórðu íbúa fátækustu landanna eru enn með tvo dollara eða minna í tekjur á dag, sem er ekki talið nóg til lágmarksframfærslu. Þó fækkar þeim sem búa við algjöra fátækt, það er, hafa minni tekjur en einn bandaríkjadollar á dag. Árið 1994 bjuggu 44% íbúa landanna við algjöra fátækt en 36% árið 2005.
Jafnframt var sagt á þinginu í dag að hækkanir á matvælum undanfarið setji þær litlu framfarir sem hafa orðið í löndunum undanf ár í hættu. (mbl.is)
Það er eitt brýnasta verkefni iðnríkjanna og vel efnaðra ríkja heims að hjálpa fátæku þjóðunum og útrýma fátækt í heiminum.Þó ríkar þjóðir verði alltaf ríkari og ríkari opg hagvöxtur aukist eykst fátækt i heiminum.
Björgvn Guðmundsson
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Ásmundur mótmælir kvótakerfinu í verki
Þyrla Landhelgisgæslunnar færði Guðrúnu GK-313 til hafnar í Sandgerði en báturinn var staðinn að meintum ólöglegum veiðum um 20 sjómílur út frá Sandgerði.
Um er að ræða bát Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns frá Sandgerði, en hann hefur undanfarnar vikur róið án þess að hafa veiðiheimildir og ekki farið leynt með það. Með þessu vill hann mótmæla kvótakerfinu og þeim mannréttindabrotum, sem hann telur felast í því.
Lögreglumenn tóku skýrslu af Ásmundi þegar hann kom til hafnar í kvöld. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta, að Ásmundur hafi verið með nokkur hundruð kíló af þorski og ufsa og nokkra karfa, allt utan kvóta.( mbl.is)
Ásmundur segir,að kvótinn sé eign þjóðarinnar og þess vegna eigi hann rétt á að veiða.Þeir,sem séu
að selja kvóta séu að höndla með þýfi.Ásmundur er sönn hetja.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bátur á ólöglegum veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Bensínið lækkar um 5 kr.
Olíufélög hafa í morgun lækkað eldsneytisverð um 5 krónur hvern lítra. Hjá stóru olíufélögunum kostar lítri af bensíni nú 170,70 krónur og olíulítrinn 188,60 krónur. Í gær lækkuðu olíufélögin eldsneytisverð um 1,20 krónur lítrann.
Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir, aðspurður út í lækkunina, að um tilboð sé að ræða hjá fyrirtækinu sem gildir í dag og á morgun. Hjá N1 kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 170,6 kr. í sjálfsafgreiðslu, en dísillinn kostar 188,6 kr. Aðspurður telur hann að samkeppnisaðilarnir hafi einnig lækkað verð hjá sér í dag til að bregðast við tilboði N1s.
Þetta er ágætt fyrir helgarumferðina, segir Magnús í samtali við mbl.is.
Hann segir að krónan hafi haldist stöðug í dag og hvað framhaldið varði bíði menn nú eftir því að sjá hvað muni gerast í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna þar í dag. Ég held að við séum í ágætum málum í augnablikinu, og allir geti verið sáttir. Mér sýnist það. Það sem ég myndi síst vilja sjá núna væri það að heimsmarkaðsverðið færi að rjúka upp aftur og krónan að veikjast, segir Magnús.
Í morgun lækkaði Orkan eldsneytisverðið á sínum stöðvum um 5 krónur. Nú kostar því bensín 168,8 kr á lítra og olía 186,4 kr á lítra á Orkustöðvum um allt land.
Hjá Atlantsolíu og ÓB kostar bensínlítrinn 168,9 kr. og dísilolían 186,5 kr.(mbl.is)
Merkilegt,að olíufélögin skyldu loksins lækka eldsneytisverðið eftir að verðið hafði hrunið erlendis.Ég tel,að verðið hefði átt að lækka meira.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Eldsneytisverð lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Á að láta okkur borga fyrir að skoða náttúruna?
Alveg gengur fram af manni. Nú ætla einhverjir gróðapungar að fara að láta fólk borga fyrir að horfa á kerið?Eru engin takmörk fyrir því,sem þessir menn reyna að græða á? Ríkið hefur lagt göngustíga við kerið og að sjálfsögðu vegi en samt ætla einhverjir einkaaðilar að fara að græða á kerinu.Þeir keyptu kerið fyrir nokkrum árum og nú er komið að því að þeir fari að braska með það og reyna að græða á því. Ríkið verður að koma í veg fyrir svona brall.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Íslendingur syndir yfir Ermarsund
Fögnuður ríkti meðal sundfélaga Benedikts Hjartarsonar þegar í ljós
kom að honum hefði tekist fyrstum Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Félagarnir höfðu safnast saman yfir tölvunni í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi til að fylgjast með Benedikt síðustu kílómetrana. Benedikt hefur æft sund með Görpum í Breiðabliki til að ná góðri
tækni í sjósundi.
Benedikt náði undir miðnættið því takmarki sínu að synda yfir Ermarsund. Benedikt tók land austan við Cap Gris-Nez Frakklandsmegin klukkan 23:36 að íslenskum tíma og hafði þá synt 60 km vegalengd og verið á sundi í 16 klukkustundir og 1 mínútu. (mbl.is)
Þetta er mikið afrek,sem Benedikt Hjartarson hefur hér unnið. Það er mikið erfiðara að synda yfir Ermarsund en að sunda sömu fjarlægð hér,t.d. frá Reykjavík upp á Akranes. Eyjólfur Jónsson sundkappi reyndi við Ermarsund. en tókst ekki þó hann væri búinn að synda sömu fjarlægð hér víða,t.d. upp á Akranes.Eyjólfur þoldi ekki straumana og varð sjóveikur.Annar sundkappi hefur reynt við Ermarsu nd undanfarið en ekki tekist,þ.e.Benedikt Lafleur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sundfélagar fagna Ermarsundshetju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |