Breytir Sjálfstæðisfl. stefnu sinni í Evrópumálum?

Evrópupólitíkin verður mjög fyrirferðarmikil innan Sjálfstæðisflokksins á næstunni. Rótfastri stefnu flokksins gegn ESB-aðild verður ekki breytt á milli landsfunda en margt bendir til að þessi mál verði eitt stærsta viðfangsefni og væntanlega átakamál næsta landsfundar flokksins, sem haldinn verður haustið 2009.

Þetta er skoðun fjölmargra innan Sjálfstæðisflokksins. Að mati sjálfstæðismanna sem talað var við er Evrópuumræðan öll að breytast og kaflaskil að verða í Evrópumálunum innan flokksins.

Andstaða við aðild að ESB er áberandi á landsbyggðinni og innan sjávarútvegsins en í fréttaskýringu í blaðinu kemur fram að innan sjávarútvegsins séu menn farnir að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði í sjávarútvegi ef evran yrði ráðandi.(mbl.is)

Fróðlegt verður að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn breyti stefnu sinni í Evrópumálum. Líklegt er,að flokkurinn stígi eitt nýtt skref í átt til ESB.

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Tekist á um ESB á næsta landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti vill aðildarviðræður að ESB

Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, ef marka má skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Samtök iðnaðarins og sagt var frá í fréttum Útvarpsins.

Könnunin var gerð síðustu dagana í júní og fyrstu dagana í júlí en SI hafa látið gera slíkar kannanir með reglubundnum hætti undandarin ár. Þegar spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið kváðust 6 af hverjum 10 ýmist mjög eða frekar hlynntir en 2 af hverjum 10 voru andvígir.

Þá sagðist ríflega helmingur hlynntur ESB-aðild en um fjórðungur var andvígur því. Þá sögðust um 60% svarenda hlynnt því að evra yrði tekin upp sem gjaldmiðill hér í stað krónu en rúmlega 20% voru andvíg því.

Fleiri stuðningsmenn Framsóknarflokksins, Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingar eru hlynntir ESB aðild en eru henni andvígir.

Fram kom í könnuninni að 45 til 50% stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Frjálslynda flokksins og VG eru hlynnt því að hafnar verði aðildarviðræður en um 85% stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru á þeirri skoðun. Þá eru fleiri stuðningsmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins hlynntir aðild að Evrópusambandinu en eru andvígir henni. Loks eru fleiri stuðningsmenn allra flokka hlynntir evru en eru andvígir. (mbl.is)

Þetta er athyglisverð könnun.60% vill taka upp viðræður um aðild að ESB og jafnmargir vilja taka upp evru.Þetta er það afgerandi meirihluti ,að hann verður ekki sniðgenginn.Ég spái því að skammt sé í það,að stjórnmálaflokkarnir  fylgi í kjölfar þessarar könnunar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Meirihluti fylgjandi ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréfin hafa fallið um helming á einu ári

Hlutabréf,sem skráð eru í Kauphöllinni hafa  fallið um helming á einu ári.Hlutabréfavísitalan hefur lækkað úr 9016 stigum í 4157 á einu ári. Þetta þýðir í verðmæti lækkun um yfir 2 milljarða kr. Mest hefur lækkunin verið hjá  Exista eða um 83,9%,hjá  Fl.  Group   78,15% og Teymi 72,9%.

Þetta eru mikkar lækkanir oig endurspegla þá niðursveiflu sem hefur átt sér stað í efnahagslífinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Atvinnumótmælendur stöðvuðu vinnu við Helguvík

Fjörutíu einstaklingar frá meira en tíu löndum, stöðvuðu vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminium í Helguvík snemma í morgun. 

Í tilkynningu frá Saving Iceland, alþjóðlegum hópi umhverfisverndarsinna, segir að hluti hópsins hafi læst sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. 

Aðgerðinni sé ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka, að því er fram kemur í tilkynningu.

(mbl.is)

Ekki er unnt að mæla slíkum aðgerðum sem þessum bót  hvaða skoðun svo sem menn hafa á stóriðju. Hér virðast vera að verki atvinnumótmælendur og ungt fólk,sem finnst skemmtilegt að fara til Íslands til þess að mótmæla. Fólkið lítur á þetta sem sport. Erlendu mótmælendurnir ættu að mótmæla heima hjá sér.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stöðvuðu vinnu í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband