Meirihluti vill aðildarviðræður að ESB

Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, ef marka má skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Samtök iðnaðarins og sagt var frá í fréttum Útvarpsins.

Könnunin var gerð síðustu dagana í júní og fyrstu dagana í júlí en SI hafa látið gera slíkar kannanir með reglubundnum hætti undandarin ár. Þegar spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið kváðust 6 af hverjum 10 ýmist mjög eða frekar hlynntir en 2 af hverjum 10 voru andvígir.

Þá sagðist ríflega helmingur hlynntur ESB-aðild en um fjórðungur var andvígur því. Þá sögðust um 60% svarenda hlynnt því að evra yrði tekin upp sem gjaldmiðill hér í stað krónu en rúmlega 20% voru andvíg því.

Fleiri stuðningsmenn Framsóknarflokksins, Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingar eru hlynntir ESB aðild en eru henni andvígir.

Fram kom í könnuninni að 45 til 50% stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Frjálslynda flokksins og VG eru hlynnt því að hafnar verði aðildarviðræður en um 85% stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru á þeirri skoðun. Þá eru fleiri stuðningsmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins hlynntir aðild að Evrópusambandinu en eru andvígir henni. Loks eru fleiri stuðningsmenn allra flokka hlynntir evru en eru andvígir. (mbl.is)

Þetta er athyglisverð könnun.60% vill taka upp viðræður um aðild að ESB og jafnmargir vilja taka upp evru.Þetta er það afgerandi meirihluti ,að hann verður ekki sniðgenginn.Ég spái því að skammt sé í það,að stjórnmálaflokkarnir  fylgi í kjölfar þessarar könnunar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Meirihluti fylgjandi ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband