Sunnudagur, 20. júlí 2008
Ísland haldi yfirráðum yfir fiskimiðum sínum við aðild að ESB
Ef Ísland ætlar að ganga í ESB tel ég nauðsynlegt,að viðunandi samningur náist um sjávarútvegsmál.Ég tel nauðsynlegt að Ísland haldi yfirráðum yfir fiskimiðum sínum.Algert skilyrði er að þjóðin ákveði í þjóðarkvæðagreiðslu hvort hún vilji ganga í ESB.Ef þjóðin samþykkir aðildarsamning í þjóðaratkvæði mun ég beygja mig undir það.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Bubbi gagnrýnir Björk
Bubbi hefur gagnrýnt Björk fyrir að hafa helgað náttúruvernd tónleikana,sem hún hélt fyrir skömmu ásamr Sigurrós.Segir hann,að nær hefði verið að helga tónleikana baráttu gegn fátækt.Mér finnast þessar athugasemdir Bubba ósmekklegar. Ég tel,að þetta hafi verið frábært framtak hjá Björk og vissulega vel viðeigandi,að berjast fyrir náttúruvernd í tengslum við tónleikana.Ef einhver listamaður vill berjast fyrir einhverju málefni í tengslum við tónleika verður hann auðvitað að ráða því sjálfur hvaða málefni hann tekur fyrir.Víst er barátta gegn fátækt verðugt málefni en Bubbi sjálfur eða einhver annar listamaður gæti tekið það mál fyrir.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Meira fé til ferðamannastaða
Mörg landsvæði á Íslandi eru illa farin vegna mikils ágangs ferðamanna og lélegs viðhalds. Opinberir aðilar þurfa að leggja meira af mörkum til uppbyggingar og reksturs vinsælla áningarstaða. Þetta segir Ragnar Frank Kristjánsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.
Ragnar segir að taka þurfi öll þessi mál til heildarendurskoðunar. Hann vill sjá stjórn þjóðgarða, friðlanda, þjóðskóga og þjóðjarða á einni hendi í stað margra eins og nú er.
Í dag sé því þannig háttað að ein ríkisstofnun eins og til dæmis Ferðamálastofa og styrktarsjóðir eins og Pokasjóður veita fjármagni til verkefna. Síðan eru gerðir samningar við fámenn sveitarfélög og landeigendur sem hafa litla burði til að viðhalda því sem byggt hefur verið upp.
Ragnar segir að víða hafi margt gott verið gert en það skorti fjármagn til að viðhalda þjónustu. Hann nefnir rekstur salerna sem eitt dæmi um að ódýrara sé að koma upp aðstöðunni en að reka hana til lengri tíma.
Nauðsynlegt er ,að hið opinbera láti meira fé af hendi rakna til ferðamannastaða. Koma þarf í veg fyrir að einkaaðilar geti grætt á ferðamannastöðum.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Gott framtak eldri borgara á Stokkseyri og Eyrarbakka
Eldri borgari á Stokkseyri,Magnús Sigurjónsson,Hátúni,hefur ásamt fjölskyldu sinni reist myndarlegt gistiheimili,Kvöldstjörnuna.Tilfinnanlega vantaði gistiheimili á Stokkseyri og kemur Kvöldstjarnan því í góðar þarfir. Forsaga málsins er sú,að Þorvaldur,sonur Magnúsar, keypti íbúðarrhús við hlið Hátúns og ákvað fjölskyldan,Magnús,kona hans Vikltoría Þorvaldsdóttir, og börn að breyta húsinu í gistiheimili.Viktoría féll frá fyrir rúmu ári.Gistiheimilið er mjög vandað og vel frá öllu gengið.Magnús rekur einnig gróðrarstöð,Heiðarblóma og byggði hana upp ásamt Viktoríu,konu sinni. Hægri hönd Magnúsar við rekstur Heiðarblóma og Kvöldstjörnunnar er Margrét Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar og Viktoríu.
Annar eldri borgari,Árni Valdimarsson,Selfossi,keypti gamalt frystihús á Eyrarbakka og hefur breytt því í safn og íbúðir.Er hér um mjög gott framtak að ræða hjá báðum þessum eldri borgurum.Kona Árna er Nína Björg Knútsdóttir. Ég kannast við hana frá fyrri tíð. Hún var sem krakki heimagangur hjá Jóhönnu Guðjónsdóttur,föðursystur sinni en Jóhanna var gift Ögmundi Jónssyni ,móðurbróður mínum.Hitti ég Nínu Björg oft sem krakka a heimili Ögmundar og Hönnu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Er verið að huga að virkjunum í Skagafirði?
Ný byggðalína Landsnets frá Blöndu til Akureyrar mun hafa burðargetu til að flytja orku frá hugsanlegum virkjunum í Skagafirði. Undirbúningur er hafinn að framkvæmdinni og hafa fulltrúar Landsnets fundað með sveitarstjórnum sveitarfélaganna sem línan mun liggja um. Viðræður eru einnig hafnar við landeigendur og verið er að kanna lagnaleiðir. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka línuna í notkun árið 2011.
Ástæða þess að ráðist er í framkvæmdina á þessum tímapunkti er sú að nauðsynlegt er að tryggja fyrirhugaðri aflþynnuverksmiðju á Krossanesi við Eyjafjörð orku. Að sögn Þórðar Guðmundssonar forstjóra Landsnets er framkvæmdin til þess fallin að styrkja landskerfið allt.
Byggðalínan milli Blöndu og Akureyrar er elsti hluti byggðalínuhringsins og er í raun orðin flöskuháls í flutningskerfinu. Við förum í þessa framkvæmd á þessum tímapunkti til að tryggja rafmagn til aflþynnuverksmiðjunnar. Við nýtum okkur þá framkvæmd til að láta stórnotanda af þessu tagi borga sem mest af uppbyggingunni.
Þórður segir að ný byggðalína geti annað flutningi á raforku frá hugsanlegum virkjunum í Skagafirði. Þetta er sannarlega partur af því að auka svigrúm til að skaffa orku á Norðurlandi vestra í heild sinni, það er klárt. Þessi uppbygging eykur svigrúm til athafna og það verður þá hægt að verða við óskum um flutning á orku á svæðinu. Ef virkjað verður í Þingeyjarsýslu þá er þessi framkvæmd líka til þess fallin að hægt sé að tengja þá orku inn á netið í framtíðinni.
Kristján Þ. Halldórsson talsmaður Alcoa á Norðurlandi segir að fyrirtækið hafi engin áform uppi um að hvetja til virkjana í jökulsánum í Skagafirði eða í Skjálfandafljóti eins og menn hafa gert skóna. Við höfum sagt að við gætum hugsanlega viljað nýta einhverja orku út úr landsnetinu en höfum frekast horft til Kárahnjúkavirkjunar. Það kunna að skapast tækifæri til slíks í framtíðinni.
Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunnar segir engin áform uppi um virkjunarframkvæmdir, hvorki í Jökulsá eystri né vestari í Skagafirði. Við höfum ekkert unnið að þessu undanfarið. Fyrir all löngu voru gerðar grunnrannsóknir þarna en það er það eina.
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Alcoa kynnti í gær endurskoðuð drög að matsáætlun vegna Álvers á Bakka við Húsavík. Þar á að kanna hagkvæmni þess að byggja álver af sömu stærðargráðu og á Reyðarfirði. Slíkt álver hefði framleiðslugetu allt að 346.000 tonnum á ári í stað 250.000 tonnum eins og stefnt hefur verið að. (mbl.is)
Ég hefi ekki trú á því,að Alcoa fai að reisa 346 þús. tonna álver. Raunar tel ég hæpið að Acoa geti reist 250 þús. tonna álver við Bakka á sama tíma og reist er álver í Helguvík. Ég tel,að
alver við Bakka verði að bíða eða að hætta verði við það.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mun duga ef virkjað verður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |