Meira fé til ferðamannastaða

Mörg landsvæði á Íslandi eru illa farin vegna mikils ágangs ferðamanna og lélegs viðhalds. Opinberir aðilar þurfa að leggja meira af mörkum til uppbyggingar og reksturs vinsælla áningarstaða. Þetta segir Ragnar Frank Kristjánsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.

Ragnar segir að taka þurfi öll þessi mál til heildarendurskoðunar. Hann vill sjá stjórn þjóðgarða, friðlanda, þjóðskóga og þjóðjarða á einni hendi í stað margra eins og nú er.

Í dag sé því þannig háttað að ein ríkisstofnun eins og til dæmis Ferðamálastofa og styrktarsjóðir eins og Pokasjóður veita fjármagni til verkefna. Síðan eru gerðir samningar við fámenn sveitarfélög og landeigendur sem hafa litla burði til að viðhalda því sem byggt hefur verið upp.

Ragnar segir að víða hafi margt gott verið gert en það skorti fjármagn til að viðhalda þjónustu. Hann nefnir rekstur salerna sem eitt dæmi um að ódýrara sé að koma upp aðstöðunni en að reka hana til lengri tíma.

Nauðsynlegt er ,að hið opinbera láti meira fé af hendi rakna til ferðamannastaða. Koma þarf í veg fyrir að einkaaðilar geti grætt á ferðamannastöðum.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband