Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 15,5% og er það í takt við væntingar greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja. Deildirnar telja líklegt að vaxtalækkun hefjist í nóvember. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast þann 10. apríl sl. um 0,50%, en auk þess hækkaði bankinn stýrivexti um 1,25% á auka vaxtaákvörðunardegi í mars. Er það mesta hækkun stýrivaxta síðan núverandi
Þetta kemur ekki á óvart. En í rauninni hefði vextalækkunarferli bankans átt að hefjast nú,þar eð hátt vaxtastig gagnast ekki lengur í baráttunni við verðbólguna.Hins vegar valda hinir háu vextir atvinnulífinu og húsbyggjendum miklum erfiðleikum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stýrivextir áfram 15,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Sigurður G.Kristjánsson skammar Samfylkinguna,svo og Björn Bjarnason
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir gagnrýni Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Björn Bjarnason skýtur nokkrum skotum að Björgvini í nýrri færslu á heimasíðu sinni.
Björn skammar Björgvin meðal annars fyrir að hvetja sjálfstæðismenn til þess að taka afstöðu til Evrópusambandsins eins og haft var eftir honum í fréttum Ríkisútvarpsins.
Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn gefa ekki yfirlýsingar um nauðsyn þess, að Samfylking breyti um stefnu í umhverfismálum eða Evrópumálum. Þeir virða þá stefnu, sem samstarfsflokkur þeirra hefur mótað og þann sáttmála, sem síðan hefur verið gerður um samstarf flokkanna. Engum sjálfstæðismanni dettur í hug að krefjast þess, að Björgvin ræði um umhverfismál og stóriðju við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þótt allir sjái, að þess kunni að vera þörf," skrifar Björn.
Sigurður Kári segir á vefsíðu sinni í dag að sér finnist ástæða til að taka undir þessi orð Björns Bjarnasonar, því hann sé honum hjartanlega sammála.
Það hafa aukist ífingar milli stjórnarliða undanfarið,sennilega vegna erfiðleika í efnahagsmálum.Hvort þessi ágreiningur ristir djúpt skal ósagt látið.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Málverkasýning á Selfossi
Í dag verður opnuð á Selfossi málverkasýning, í bókasafninu,Austurvegi 2. Þorvaldur Björgvinsson ,myndlistarmaður,sýnir 24 akrylmyndir á striga og pappír. Myndirnar eru mjög skemmtilegar.Sýningin verður opnuð kl.5 og stendur allan þennan mánuð,kl.10-19,mánudaga til föstudaga og laugardaga kl. 11-14.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Er stjórnin að springa?
Í gær birtust slúðurfregnir frá Bretlandi um að ríkisstjórnin væri að springa.Í því sambandi hafði Guðmundur Magnússson bloggari eftir ónafngreindum Samfylkingarmönnum að mikil ólga væri í Samfylkingunni.Ég sagði,að ég tæki ekki mikið mark á þessum sögum. En að vísu segir máltækið: Sjaldan lýgur almannarómur. Sagan segir,að ólgan sé m.a. vegna "ágreinings" um efnahagsmálin. Samfylkingunni þyki Sjálfstæðisflokkurinn ekki taka nógu rösklega til hendinni í þeim málum.Vissulega reynir á stjórnarsamstarfið,þegar erfiðleikar steðja að og nú eru alvarlegir erfiðleikar í efnahagsmálum.Þetta leiðir hugann að því hvers vegna Samfylkingin fór yfirleitt í þessa ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin ætlaði að mynda ríkisstjórn gegn Sjálfstæðisflokknum en lenti svo upp í hjá íhaldinu.Samfylkingin gat ekki farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að fá fram einhver verulega mikivæg stefnumál jafnaðarmanna.Þessi mál hafa ekki náðst fram enn.Það veltur á þessum málum hvort ríkisstjórnin stendur eða fellur.Ýmsir af gamla skólanum halda,að málefnin skipti engu máli.Foringjarnir ráði þessu en það er liðin tíð. Ef málefnin eru ekki í lagi fellur stjórnin.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Hefur Samfylkingin svikið Fagra Ísland
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Kastljósi í gærkveldi. Þar var hún spurð spjörunum úr um Fagra Ísland og spurt hvort Fagra Ísland hefði verið marklaust plagg. Í því sambandi var einkum bent á viljayfirlýsingu þá,sem Össur iðnaðaráðherra skrifaði undir um álver við Bakka og skóflustungu þá,sem Björgvin viðskiptaráðherra tók fyrir álveri í Helguvík. Var spurt hvernig þetta samrýmdist Fagra Íslandi. Þórunn varðist vasklega og stóð sig vel. Hún sagði,að unnið væri eftir Fagra Íslandi og t.d. hefði verið stöðvað með öllu að taka óröskuð svæði til vinnslu.Ekki mætti virkja á nýjum svæðum fyrr en búið væri að kortleggja hvar mætti virkja og hvar ekki. Engin ný vinnsluleyfi hefðu verið gefin út á óröskuðum svæðum.Mörg metnaðarfull umhverfismál væru til meðferðar,svo sem Vatnajökulsþjóðgarðurinn og áætlanir í loftslagsmálum. Hins vegar hefðu álver við Bakka og í Helguvík verið í pípunum,þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda og ekki væri unnt að stöðva þau.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Lykilkstarfsmenn REI segja upp
Fjórir starfsmenn, þar af þrír af fjórum framkvæmdastjórum, hafa sagt upp hjá Reykjavík Energy Invest (REI) en þeir starfa áfram hjá fyrirtækinu um sinn þar sem ekki hefur verið gengið frá starfslokum við þá, að sögn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ástæða uppsagnanna sú að starfsmennirnir eru orðnir þreyttir á samstöðuleysi allra borgarfulltrúa um framtíð verkefna REI.
Kjartan Magnússon segir að níu starfsmenn vinni hjá REI hérlendis. Hann bendir á að REI sé deild innan OR og uppsagnirnar hafi ekki veruleg áhrif á starfsemina. Verkefnin séu í góðum farvegi auk þess sem vinnan fari að miklu leyti fram hérlendis og sé að sumu leyti unnin af starfsmönnum OR. Það er tiltölulega auðvelt að koma verkefnum áfram til þeirra, segir Kjartan.(mbl.is)
Það er ekkert óeðlilegt við það þó lykilstarfsmenn REI segir upp. Þeir eru orðnir langþreyttir á stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í málefnum REI. Allt frá því meirihluti íhalds og framsóknar sprakk hefur verið deilt um REI málið og fulltrúar íhaldsins í borgarstjórn þóttust ekki vilja að REI væri að vinna að útrásarverkefnum. Síðar breyttu þeir afstöðu sinni.Þessir lykilstarfsmenn,sem sagt hafa upp,hafa allir mjög mikla reynslu,sem þeir geta nýtt á erlendum vettvangi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fjórir segja upp hjá REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |