Föstudagur, 12. september 2008
Ljósmæður fái sömu laun og aðrir háskólamenntaðir menn með sambærilega menntun
Engin niðurstaða fékkst á fundi fulltrúa ljósmæðra og fjármálaráðuneytisins í dag. Verkfall ljósmæðra stendur því áfram til miðnættis. Nýr fundur er boðaður klukkan 13 á mánudag og leysist deilan ekki hefst nýtt tveggja sólarhringa verkfall miðvikudaginn 17. september. (mbl.is)
Ljósmæður eru á lægra kaupi en hjúkrunarfræðingar enda þótt þær hafi 2 ja ára meiri menntun.Það gengur ekki. Ljósmæður vilja fá sömu laun og aðrir háskólamenntaðir menn hafa,sem eru með sambærilega menntun.Þetta eru sanngjarnar kröfur og það ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að ganga að þeim.Í stjórnarsáttmálanum stendur að bæta eigi kjör kvennastétta. Í lögum stendur að greiða eigi sömu laun fyrir sömu vinnu án tillits til kyns.Ljósmæður hafa því allt með sér í þessari deilu,menntun,stjórnarsáttmálann,lögin um launajafnrétti og Jóhanna Sigurðardóttir,jafnréttisráðherra hefur lýst stuðningi við ljósmæður.Það verður því að semja strax.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Árangurslaus sáttafundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. september 2008
Á að herða reglur um innflytjendur?
Alger friður ríkir um flóttafólkið frá Palestínu,sem fengið hefur hæli á Akranesi. Fólkið er ánægt,það var tekið vel á móti því og þeir sem gerðu athugasemdir í upphafi hafa þagnað.Af og til blossar upp umræða um erlenda flóttamenn og erlent vinnuafl. Sumir vilja reyna að takmarka þennan straum fólks erlendis frá.Það er erfitt eða ókleift,þegar um fólk frá EES er að ræða. En vissulega gætum við hert reglur um aðra útlendinga,sem hingað koma.Það hefur t.d. komið hingað talsvert af fólki frá Asíu. En þetta hefur yfirleitt verið duglegt fólk,sem hefur auðgað mannlífið hér. Svo ég veit ekki hvort ástæða er til þess að takmarka straum innflytjenda frá Asíu eða löndum utan EES.En sjálfsagt er að athuga það. En reglum um frjálsa för fólks frá EES verður ekki breytt.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Kvótakerfið mesta ranglæti Íslandssögunnar.Brot á mannréttindum
Föstudagur, 12. september 2008
Er verið að blekkja eldri borgara?
Fyrir síðustu alþingiskosningar lögðu stjórnarflokkarnir mikla áherslu á það,að kjör eldri borgara yrðu bætt verulega með hækkun lífeyris.Samfylkingin barðist fyrir því,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður svo hann dygði fyrir framfærslukostnaði miðað við neyslukönnun Hagstofunnar.
Miðað við umræðuna um kjör eldri borgara mætti ætla,að ríkisstjórnin hefði verið að framkvæma framangreind kosningaloforð.Ríkisstjórnin hefur sagt,að hún hafi verið að bæta kjör aldraðra stórkostlega.Umbæturnar hafi kostað mikla fjármuni.En hvað hefur verið gert? Jú,það hefur verið dregið úr tekjutengingum,dregið úr skerðingum.Kerfið hefur verið með þeim sérkennilega hætti,að þegar eldri borgari hefur fengið greiddan lífeyri úr lífeyrissjóði,sem hann hefur safnað í,sparað í,alla æfi,hefur lífeyrir hans frá almannatryggingum verið skertur á móti.Og hið sama hefur gerst,þegar eldri borgari hefur haft atvinnutekjur.Þá hefur lífeyrir hans frá TR verið skertur vegna atvinnuteknanna.Nú þegar dregið er úr þessum skerðingum segir ríkisstjórnin,að hún sá að hækka lífeyri aldraðra.Það er verið að minnka skerðingar en það er ekki verið að hækka lífeyri til allra eldri borgara eins og lofað var.Það er blekking,þegar hamrað er á því að það sé verið að bæta kjör aldraðra einhver ósköp með því að draga úr skerðingum,sem aðeins gagnast minnihluta eldri borgara,ca. 1/3. Kjarabætur til aldraðra eiga að koma öllum eldri borgurum til góða en ekki hluta þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Gylfi og Ingibjörg keppa um ASÍ
Tveir frambjóðendur keppa um forustu í ASÍ,þau Gylfi Arnbjörnsson,framkvæmdastjóri og Ingibjörg Guðmundsdóttir,varaforseti ASÍ. Ég treysti mér ekki til að segja hvort þeirra yrði betri forseti. Gylfi er embættismaður hjá ÁSÍ og hefur því sama bakgrunn og t.d. Ásmundur Stefánsson,sem varð forseti. Ingibjörg er kjörinn fulltrúi og kemur úr VR.Bæði hafa nokkuð til síns ágætis. Þau eru lík að því leyti að þau eru hvorug harðir baráttumenn. Þau eru bæði varfærin og vilja undirbúa mál vel en það vantar neistann hjá báðum. Harðir baráttumenn eru orðnir fáir enda er allur kraftur úr verkalýðshreyfingunni.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Ágúst Ólafur ánægður með sjúkratryggingarlögin
![]() |
Ég er mjög ánægður með þessi nýju lög um Sjúkratryggingarstofnun sem eru í fullkomnu samræmi við stefnu Samfylkingarinnar, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður heilbrigðisnefndar alþingis, í samtali við S-vefinn eftir að lögin um sjúkratryggingarnar voru samþykkt í gær. Þarna er tryggt að aðgangur að heilbrigðisþjónustunni verði óháður efnahag, bannað verður að kaupa sig fram fyrir röðina og engar nýjar gjaldtökuheimildir er þar að finna. Þessi lög innihalda enga einkavæðingu, og þau takmarka til dæmis möguleika lækna að vera utan samninga sem hlýtur að vera fagnaðarefni allra jafnaðarmanna. (S-vefur)
Það kom fram á alþingi,að Samfylkingin styður sjúkratryggingarlögin. Ég er hins vegar ekki ánægður með þau. Það er verið að veikja almannatryggingar og taka sjúkratryggingar og slysatryggingar frá og setja í nýja stofnun. Það er verið að færa heilbrigðisráðherra í gegnum þessa nýju stofnun möguleika á því að setja meira í heilbrigðisþjónustu í hendar einkaaðila.En ég fagna því,að Samfylkingin skuli hafa tryggt að allir sjúklingar njóti heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags.
Björgvin Guðmundsson
1
Föstudagur, 12. september 2008
1000 börn bíða eftir að komast á frístundaheimili
Nú bíða þúsund börn eftir að komast að á frístundaheimilum borgarinnar. Samstaða er í borgarráði um tillögu borgarstjóra um að leysa starfsmannavanda heimilanna. Það verður gert með því að samþætta störf sviðanna og kannað möguleika á fjölbreyttari rekstri á frístundaheimilum.
Börnum sem bíða þess að fá pláss á frístundaheimilum borgarinnar hefur fækkað um 400 í liðinni viku. Meginástæða þessa er að tekist hefur að ráða fleira starfsfólk á heimilin.(ruv.is)
Ástæðan fyrir þessu vandræðaástandi á frístundaheimilum borgarinnar er sú,að launin eru svo lág að fólk fæst ekki til starfa. Það þarf að hækka launin á öllum umönnunarstöðvum borgarinnar og ekki síst á hjúkrunarheimilum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Fjármálaráðherra stefnir ljósmæðrum!
Mikil reiði kom fram á félagsfundi ljósmæðra í gærkvöldi, yfir því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra skuli hafa stefnt Ljósmæðrafélaginu fyrir ólöglegar uppsagnir í sumar og krefjist þess að þær verði dæmdar ólögmætar.
Uppsagnirnar fara að koma til framkvæmdar. Það blæs því ekki byrlega fyrir næsta samningafund deilenda, sem boðað hefur verið til í dag. Mikið annríki er á fæðingadeild Landsspítalans og þurfa sængurkonur að hafast við í rúmum frammi á gangi, en aðrar eru sendar heim nokkrum klukkustundum eftir fæðingu. (ruv.is)
Þetta er mjög óklókt hjá fjármálaráðherra að stefna ljósmæðrum fyrir uppsagnir. Hópuppsagnir fyrir atbeina stéttarfélags eru ólögmætar en hver og ein ljósmóðir getur sagt upp og ríkið neyðir ekki ljósmæður til að vinna.Það er ekki unnt að sanna,að um ólögmætar hópuppsagnir sé að ræða. Það eru ekki hópuppsagnir þó margar ljósmæður segi upp á svipuðum tíma.Ef fjármálaráðherra heldur að hann geti brotið ljósmæður á bak aftur með svona aðgerðum þá er það misskilningur. Þetta mun herða ljósmæður og getur leitt til margra mánaða verkfalls. Ef kjör ljósmæðra verða ekki leiðrétt uljósmæður hætta störfum og þá blasir við neyðarástand.
Björgvin Guðmundsson