Kvótakerfið mesta ranglæti Íslandssögunnar.Brot á mannréttindum

Sjávarútvegsráðherra hefur lofað  Mannréttindanefnd Sþ. því að kvótakerfið verði endurskoðað. Nefndin segir, að mannréttindi séu brotin á Íslandi með framkvæmd kerfisins.Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfinsins.Óánægja með kerfið eykst nú. Sjómaður,Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að  mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segir,að það sé í góðu lagi. Hann muni kæra niðurstöðu dómsins hér til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir muni á næstunni fylgja fordæmi sjómannasins frá Sandgerði og róa kvótalausir til þess að mótmæla ranglátu kerfi. Er búist við að hreyfing muni myndast og  landsmenn rísa upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna  því ,ef svo verður. Kvótakerfið er ranglátt. Það var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar Sþ.
Kvótakerfið og framkvæmd þess er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það  er verið að úthluta tiltöklulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir hafa síðan geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár  enda þótt þeir hafi fengið gæðin frí.Þetta eru mannréttindabrot.Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og  það jafnrétti er stjórnarskrárvarið.Ég tel,að með því að mismuna þegnunum eins og gert er  í kvótakerfinu sé verið að brjóta stjórnarskrána..( Úr grein eftir Björgvin Guðmundsson,sem birtist í Fréttablaðinu í gær)
Björgvin Guðmundsson
Í

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Hmmm á ég þá ekki að sitja við sama borð varðandi land og jarðir?  Það leiðir eitt af öðru.

Einar Þór Strand, 12.9.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Björgvin en spurning, ef ég hef fengið kvóta úthlutað á sínum tíma sem ég síðan seldi, hef ég þá siðferðilegan rétt til að kerfjast þess að kerfinu verið breytt til að ég geti fengið aftur kvóta?

Einar Þór Strand, 12.9.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Það stendur í lögum að   auðlindin í sjónum,fiskurinn,sé sameign íslensku þjóðarinnar.Þar sem  sambærielg lög eru um lönd og jarðir gildir  það sama.Þjóðin   verður að innkalla fiskveiðikvótana  í einu lagi eða á aðlögunartíma.Síðan þarf að úthluta aftur og þá sitja allir við sama borð eða  bjóða aflaheimildir upp og láta framboð og eftirspurn ráða.Það er erfitt að leiðrétta  öll mistök  fortíðarinnar  í þessu efni

Kv. BG.

Björgvin Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Þá er eðlilegt að við gerum það sama við jarðnæði þar sem það er líka sameign okkar og aðrar náttúruauðlindir.  En það besta við tillögur þínar um að bjóða upp aflaheimildir er að það mun endanlega drepa sjávarbyggðir um allt land, og þetta með aðlögunartímann gengur ekki þar sem verð á fiski upp úr sjó nær ekki 10% af verði á varanlegum kvóta og þá er ekki búið að draga frá kostnað, svo hvað sem tautar eða raular þá er engin leið til að draga þetta kerfi til baka nema að kaupa heimildirnar til baka, annað mundi vera eignaupptaka hjá fólki sem hefur verið að reyna að halda uppi atvinnu í sínum byggðalögum.  Þannig að breyting í dag væri að refa þeim sem síst skildi en hygla þeim er seldu eins og sumir í Sandgerði gerðu.

Einar Þór Strand, 13.9.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband