Óviðunandi framkoma við hælisleitendur

Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran, hefur setið fyrir utan
lögreglustöðina í Reykjanesbæ í mótmælaskyni í rúman sólarhring. Hann varð eftir við stöðina í gær er fjöldi annarra mótmælenda sýndu andúð sína á aðferðum lögreglunnar við húsleit.

„Við settum þetta upp svo það yrði ekki keyrt á hann, því það munaði nú litlu," sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum er hann var inntur eftir útskýringu á umferðarkeilunni sem sést á myndinni.

Lögreglan bauð Rahmanina mat í gær en hann þáði ekki og hefur ekki talað við lögreglumennina.

„Hann situr bara þarna og talar öðru hvoru í símann," sagði varðstjóri.

Rahmanian sagði Fréttastofu Útvarpsins að hann færi fram á að fá aftur peninga, um 200 þúsund sem teknir voru af honum í húsleit. Hann hefur ekki neytt matar í tvo daga. (mbl.is)

Lögreglan ruddist inn til heilisleitenda,braut upp hurðar hjá þeim og dró þá hálfpartinnn fram úr rúmunum.Síðan lét hún greipar sópa hjá þeim og tók m.a. 200 þús. kr. hjá Rahmanina.Hvaða framkoma er þetta. Það er ekki unnt   að meðhöndla alla heilisleitendur eins og glæpamenn vegna grunsemda um að einhver hafi brotið af sér.Það er ekki unnt að taka peninga af heilisleitendum,ef þeir hafa aflað þeirra á lögmætan hátt.Lögreglan verður að bæta fyrir þessa framkomu.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Hælisleitandi mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið þarf að stuðla að lækkun verðbólgunnar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á opnum fundi í Valhöll í dag, að stærsta verkefnið um þessar mundir sé að ná verðbólgunni niður, hún væri óvinur heimilanna númer eitt og gerði fyrirtækjunum erfitt fyrir.

Geir sagði, að nýjar tölur frá Hagstofunni um hagvöxt sýndu, að Íslendingar væru  ekki að upplifa þann samdrátt í efnahagskerfinu, sem menn spáðu. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum væri það kreppa þegar hagvöxtur væri neikvæður í tvo ársfjórðunga.  „Samkvæmt þessu er ekki rétt að
tala um kreppu hér á landi," sagði Geir. 

Hann sagði, að upplifun almennings byggðist þó ekki á alþjóðlegum hagfræðiskilgreiningum heldur því hvernig verðlag og verðbólga hafi þróast. Geir sagði, að r íkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að ná niður verðbólgunni og flestum bæri saman um að hún muni lækka hratt með haustinu. Hins vegar yrði mótvindur áfram.(mbl.is)

Ég er  sammmála Geir um það að brýnasta verðefnið nú er að ná niður verðbólgunni.Háir stýrivextir Seðlabankans virðast ekki gagnast í því verkefni.Þar þarf  eitthvað fleira að koma til.Ef til vill þarf ríkisstjórnin að lækka tolla til þess að auðvelda baráttuna við verðbólguna,t.d þarf að lækka gjöld af bensíni og lækka þarf eða afnema vörugjöld og  tolla af  innfluttum landbúnaðarvörum.Síðast en ekki síst þarf ríkið að stuðla að sátt milli aðila vinnumarkaðarins

 

Björgvin Guðmundss.

 


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband