Óviðunandi framkoma við hælisleitendur

Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran, hefur setið fyrir utan
lögreglustöðina í Reykjanesbæ í mótmælaskyni í rúman sólarhring. Hann varð eftir við stöðina í gær er fjöldi annarra mótmælenda sýndu andúð sína á aðferðum lögreglunnar við húsleit.

„Við settum þetta upp svo það yrði ekki keyrt á hann, því það munaði nú litlu," sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum er hann var inntur eftir útskýringu á umferðarkeilunni sem sést á myndinni.

Lögreglan bauð Rahmanina mat í gær en hann þáði ekki og hefur ekki talað við lögreglumennina.

„Hann situr bara þarna og talar öðru hvoru í símann," sagði varðstjóri.

Rahmanian sagði Fréttastofu Útvarpsins að hann færi fram á að fá aftur peninga, um 200 þúsund sem teknir voru af honum í húsleit. Hann hefur ekki neytt matar í tvo daga. (mbl.is)

Lögreglan ruddist inn til heilisleitenda,braut upp hurðar hjá þeim og dró þá hálfpartinnn fram úr rúmunum.Síðan lét hún greipar sópa hjá þeim og tók m.a. 200 þús. kr. hjá Rahmanina.Hvaða framkoma er þetta. Það er ekki unnt   að meðhöndla alla heilisleitendur eins og glæpamenn vegna grunsemda um að einhver hafi brotið af sér.Það er ekki unnt að taka peninga af heilisleitendum,ef þeir hafa aflað þeirra á lögmætan hátt.Lögreglan verður að bæta fyrir þessa framkomu.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Hælisleitandi mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Er þetta skrifað að athuguðu máli, Björgvin? Hvað með að þessi maður sem aðrir hælisleitendur hafa skrifað upp á amk. eins konar drengskaparyfirlýsingu þess eðlis að hann eigi ekki málundi matar og geti ekki framfleytt sér sjálfur? Eru dagpeningar frá ríkinu svo ríkulegir að líklegt sé að hann hafi af þeim nurlað sér upp í 200 þúsund?

Sigurður Hreiðar, 14.9.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég ítreka,að  hælisleitendur verða að hafa  fengið peningana á lögmætan hátt.Þar  getur verið um að ræða peninga frá íslenska  ríkinu,styrki og gjafir o.fl. Það er ótrúlegt  hvað margir þessara  útlendinga eru neyslugrannir og nægjusamir..Enef þeir hafa fengið peninga  á ólögmætan þátt þá  eru lögregluaðgerðir.  réttlætanlegar.

Með kveðju

BG

M

Björgvin Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sammála þessu með lögmætið. En ég sé ekki betur en rassía lögreglunnar hafi líka verið lögmæt, og eðlilegt að taka það til skoðunar sem „fórnarlömbin“ höfðu í fórum sínum. Líka að skila því aftur sem þar er með lögmætum skýringum. En málin þurfti og þarf að kanna. Við vitum þar báðir að í svona málum gjalda saklausir oft sekra.

Sigurður Hreiðar, 15.9.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband