Tekjur úr lífeyrissjóði skerði ekki tryggingabætur

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með næstu áramótum skerði séreignalífeyrissparnaður ekki tryggingabætur.Það er gott skref. En hvað með tekjur úr lífeyrissjóði? Hvers vegna er ævisparnaður fólks í lífeyrissjóði látinn skerða tryggingabætur?Það var ekki meiningin þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. Og hvers vegna hefur ríkisstjórnin meiri áhuga á því að  setja ótakmarkað frítekjumark á séreignalífeyrissparnað en  á tekjur úr lífeyrissjóði. Það yrði mikið meiri kjarabót fyrir eldri borgara að fá það afnumið að tekjur úr lífeyrissjóði skerði tryggingabætur.Það er erfitt að skilja forgangsröð ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Hún er greinilega ekki  í þágu eldri borgara. Hún er ef til vill  í þágu fjármálaráðherra. Það er alltaf valin sú leið sem er  ódýrust fyrir ríkið.

Það er hneyksli,að tekjur úr lífeyrissjóði skuli skerða lífeyri frá almannatryggingum..Eldri borgarar eiga  það sem þeir fá greitt úr lífeyrissjóði. Þetta er þeirra sparnaður.Það er einnig hneyksli að skattleggja tekjur úr lífeyrissjóði eins og laun. Í mesta lagi ætti að skattleggja þær eins og fjármagnstekjur með 10% skatti.Þetta hvort tveggja verður að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson 


Frestað byggingu 900 húsa

Byggingafyrirtækið Eykt sem ætlaði að reisa níuhundruð hús, norðan Suðurlandsvegar og austan Varmár í Hveragerði hefur nú frestað áformum sínum  um eitt og hálft ár vegna niðursveiflu í efnahagslífinu. Gert var ráð fyrir að hefja framkvæmdir I byrjun næsta árs.  Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir þetta vissulega áfall fyrir bæjarfélagið en þó beri að líta til þess að skipulagsvinnu hafi seinkað. Hún segir ástandið á byggingamarkaði fyrst og fremst áfall fyrir þjóðfélagið allt.

Stjórnendur bæjarins hafa ráðist í markaðsátak til að kynna kosti þess að búa í bænum og láta þvi engan bilbug á sér finna. Innan skamms hefjast reglulegar ferðir strætisvagna milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Sami miðinn mun einnig gilda í leiðarkerfi Strætó bs og reyndar verður hægt að ferðast alla leið á Akranes með því að nota skiptimiða.(mbl.is)

Þessi frestun byggingarframkvæmda er bein afleiðing samdráttarins í þjóðfélaginu.Það er ekki kreppa en það er niðursveifla og samdráttur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 900 byggingum slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Framsókn að taka frumkvæðið í Evrópumálum?

Framsókn leggur til,að næsta vor fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við ESB.Þetta er róttæk tillaga  og bendir til þess að Framsókn ætli sér að taka frumkvæði í Evrópumálum. Fróðlegt  verður að sjá hvernig ríkisstjórin bregst við tillögunni. Samfylkingin mun ef til vill taka undir hana en Sjálfstæðisflokkurinn ekki. En Sjálfstæðisflokkurinn ætti að veita tillögunni brautargengi. Það væri skynsamlegt.

 

Björgvin Guðmundsson


Krónan hefur fallið um 47% á árinu!

Krónan hefur fallið um 10,1% í september. Í gær lækkaði gengi krónunnar um  2,5%. Hefur gengi krónunnar aldrei verið eins lágt. Frá  áramótum hefur geng krónunnar lækkað um 47%.

Ráðstafanir Seðlabankans til þess að lækka verðbólguna hafa reynst gagnslausar. Bankinn hefur stöðugt hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna en hinir háu vextir eru hættir að virka.Hins vegar fara vextirnir út í verðlagið og auka verðbólguna. Gengislækkun krónunnar hækkar verð  allra innfluttra vara og er sem olía a eld verðbólgunnar. Það er orðið ljóst að grípa verður til nýrra ráðstafana til þess að lækka verðbólguna. Markaðslausnir duga ekki. Það verður að beita handafli og miðstýrðum lausnum. Í háborg kapitalismans er  nú beitt miðstýrðum aðferðum til þess að forða enn meira hruni á fjármálamarkaðnum.Bandaríkjastjórn hefur þjóðnýtt eitt stærsta tryggingafélag heims,AIG, til þess að forða gjaldþroti þess. Bandaríkjastjórn dælir fjármagni  út í kerfið til þess að koma því í gang aftur. En hér  er ríkisstjórnin kaþólskari en páfinn og segir að markaðurinn leysi öll vandamálin.Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra talar um hreingerningu í Bandaríkjunum,þegar stærstu fyrirtæki þar fara á hausinn. Markaðurinn leysir ekki vandamálin hér,a.m.k. kemur hann ekki verðbólgunni niður. Það verður að grípa til annarra aðgerða.

 

Björgvin Guðmundsson

 

   


Eldri borgarar fengu í fyrradag 1484 kr. hækkun á mánuði!

Lífeyrir  eldri borgara,einhleypra ellilífeyrisþega, hækkaði um 1484 krónur á mánuði við útgáfu reglugerðar félags-og tyggingamálaráðherra í fyrradag.Áður en reglugerðin var gefin út námu greiðslur til þessara eldri borgara  kr. 148.516   á mánuði fyrir skatta.Ásta Möller sagði í Mbl.,að greiðslurnar næmu 149 000 kr..áður. Eldri borgarar verða   lítið  varir við það,að lífeyrir þeirra hækki um 1484 kr. Þeir eru jafn illa settir eftir sem áður.  
Það er ágætt að ákveða lágmarksframfærslutryggingu en hún þarf að vera í samræmi við raunveruleikann en ekki að verða til þess að þrýsta lífskjörum eldri borgara niður.150 þús. kr. trygging er alltof lág. Það fara 20 þús. kr. í skatta og þá eru ekki nema 130 þús eftir . Það lifir enginn mannsæmandi lífi af því. Húsnæðiskostnaður getur verið í kringum 100 þús. á mánuði og þá eru aðeins 30 þús. eftir fyrir mat,fatnaði,síma,sjónvarpi og samgöngum svo það helsta sé nefnt.Það er greinilega ekki reiknað með því að hinir lægst launuðu geti átt bíl Það er aðeins fyrir þá betur settu. Hagstofan segir,að ,meðaltals neysluútgjöld  einstaklinga séu 226 þús. á mánuði. Af því sést,að 150 þús. er alveg út  i hött.
Björgvin Guðmundsson

Krónan í frjálsu falli.Kjörin versna stöðugt

Erfiður dagur er að baki á gjaldeyrismarkaði en gengi krónunnar veiktist um 2,48% í dag. Gengisvísitalan var við upphaf viðskipta 171,70 stig en lokagildi hennar er 175,95 stig og hefur aldrei verið jafn hátt. Innan dagsins fór gengisvísitalan í 178,45 stig. Það sem af er ári nemur veiking krónunnar hátt í 50%.

Gengi Bandaríkjadals er 94,76 krónur, pundið er 169,40 krónur og evran 133,61 króna. Mikil velta var á millibankamarkaði eða um sjötíu milljarðar króna. (mbl.is)

Krónan hefur nú fallið um meira en 40% á árinu.Er þetta algert hrun á krónunni enda en nú algert vantraust á henni og æ fleiri vilja kasta henni fyrir annan  gjaldmiðil.Allir sjá hvað yfir 40% fall krónunnar hefur haft í för með sér fyrir heimilin í landinu.Lánin hafa hækkað,verrðlag hefur hækkað kjörin hafa versnað.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Krónan veiktist um 2,48%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdabarátta í frjálslynda flokknum

Mikil valdabarátta er nú í frjálslynda flokknum. Gerð var ályktun í miðstjórn flokksins um að Jón  Magnússson ætti að taka við formennsku í þingflokknum af Kristni Gunnarssyni.Gallinn er aðeins sá,að miðstjórnin hefur ekki með málið að gera heldur þingflokkurinn,sem kýs sér sjálfur formann.Ekkert fararsnið mun vera á Kristni  úr embættinu. Verður fróðlegt að sjá hver framvindan verður en þingflokkurinn er ekki það stór,að það taki því að kljúfa hann niður. Össur hefur boðið Kristin  velkominn í Samfylkinguna.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 18. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband