Tekjur úr lífeyrissjóði skerði ekki tryggingabætur

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með næstu áramótum skerði séreignalífeyrissparnaður ekki tryggingabætur.Það er gott skref. En hvað með tekjur úr lífeyrissjóði? Hvers vegna er ævisparnaður fólks í lífeyrissjóði látinn skerða tryggingabætur?Það var ekki meiningin þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. Og hvers vegna hefur ríkisstjórnin meiri áhuga á því að  setja ótakmarkað frítekjumark á séreignalífeyrissparnað en  á tekjur úr lífeyrissjóði. Það yrði mikið meiri kjarabót fyrir eldri borgara að fá það afnumið að tekjur úr lífeyrissjóði skerði tryggingabætur.Það er erfitt að skilja forgangsröð ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Hún er greinilega ekki  í þágu eldri borgara. Hún er ef til vill  í þágu fjármálaráðherra. Það er alltaf valin sú leið sem er  ódýrust fyrir ríkið.

Það er hneyksli,að tekjur úr lífeyrissjóði skuli skerða lífeyri frá almannatryggingum..Eldri borgarar eiga  það sem þeir fá greitt úr lífeyrissjóði. Þetta er þeirra sparnaður.Það er einnig hneyksli að skattleggja tekjur úr lífeyrissjóði eins og laun. Í mesta lagi ætti að skattleggja þær eins og fjármagnstekjur með 10% skatti.Þetta hvort tveggja verður að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr, þetta er framfaraspor, en það er spurning með þennan venjulega lífeyrissjóð, afhverju var ekki sama látið gilda yfir venjulegar lífreysissjóðsgreiðslur?  Eru þingmennirnir kannski bara með þennan séreignalífreyrissjóð, og eru að tryggja sér betri greiðslur þegar aldurinn færist yfir þá?  Mér finnst að pólitík í dag snúist aðallega um eiginhagsmuni þingmanna og ráðherra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.9.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hvers vegna er ævisparnaður fólks í lífeyrissjóði látinn skerða tryggingabætur?

Já...hversvegna?

Þessi hegðun er til ævarandi skammar.

Séreignalífeyrissparnaður....hvað er verið að tala um? Fyrir hvern er kjarabótin? Eru þingmenn að búa í haginn fyrir sig og sína? Eina ferðina til.   Hvers eiga eldri borgarar að gjalda....fyrir að fæða af sér þingmennina. Þeir eiga jú mæður og feður, skyldi maður ætla. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband