Þriðjudagur, 2. september 2008
Borgarstjórn:Ólafur F. sakar Vilhjálm um svik
Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri jós svívirðingum yfir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson forseta borgarstjórnar úr ræðustól í ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Til umræðu var tillaga Ólafs um að gengið yrði til kosninga um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.
Ólafur sagði Vilhjálm í hjarta sínu vera þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni.
"En Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stendur yfirleitt ekki við orð sín. Hann nánast grátbað mig um að koma í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og gaf mér drengskaparheit sitt fyrir því að það samstarf yrði ekki rofið.
Það er ekkert að marka orð þín borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvaða dúsu þú færð fyrir svik þín við mig.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur tekið hagsmuni og völd fram yfir eigin sannfæringu...Hann hefur verið niðurlægður af samherjum sínum," sagði Ólafur meðal annars í ræðu sinni.
Vilhjálmur steig skömmu síðar sjálfur upp í pontu og svaraði fyrir sig.
"Það er hreint ótrúlegt að hlusta á Ólaf hreyta fúkyrðum í minn garð.
Ummæli hans dæma sig sjálf og ætla ég ekki að hreyta í hann fúkyrðum á móti. Við höfum ekki verið sammála um allt en tal um svik og brigls er út í hött.
Það er ekki sæmandi fyrrverandi borgarstjóra að tala með þessum hætti," var á meðal þess sem Vilhjálmur sagði í svari sínu.
Hvað tillögu Ólafs varðar þá lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir til að henni yrði vísað frá.
Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Ólafs F. Magnússonar.(visir.is)
Ljóst er,að það eru engir kærleiklar með Ólafi F. og Vilhjálmi um þessar mundir. Ólafur telur Vihjálm hafa svikið sig með því að sparka sér úr embætti borgarstjóra. En áður hafði
Ólafur F. svikið Dag B.Eggertsson.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 2. september 2008
Ríkið tekur 30 milljarða lán til að efla gjaldeyrisforðann
Verið er að ganga frá nýju gjaldeyrisláni að að fjárhæð a.m.k. 250 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 30 milljarða króna, á kjörum sem eru mun hagstæðari en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefur til kynna. Þetta kom fram hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efnahagsmál í dag.
Geir sagði, að þetta sýndi enn á ný hve skuldatryggingaálög á alþjóðlega fjármálamarkaðnum geti verið fjarri raunveruleikanum.
Gjaldeyrisforðinn var rúmlega 100 milljarðar króna á sambærilegu gengi um mitt ár 2006 en eftir að nýja lánið hefur verið tekið nemur hann jafnvirði rúmlega 500 milljarða króna og hefur því fimmfaldast. Sagði Geir að gjaldeyrisforðinn væri nú hlutfallslega mun meiri en í flestum nágrannalöndum ef miðað væri við landsframleiðslu.
Það er eins og þeir sem nú tala mest um að auka þurfi gjaldeyrisforðann séu ekki alltaf með á nótunum," sagði Geir.
Fram kom einnig hjá Geir, að samist hefði um að Ísland verði aðili að samkomulagi Evrópusambandsþjóða um viðbrögð við fjármálakreppu til þess að auka fjármálastöðugleika á Evrópska efnahagssvæðinu.
Geir sagði, að á síðustu mánuðum hefðu mörg og markviss skref verið tekin til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar á íslenskt efnahagslíf. Þær aðgerðir, sem gripið hefði verið til og annað sem væri í athugun, miðuðu í fyrsta lagi að því að draga úr lausafjárerfiðleikum fjármálastofnana til skemmri tíma, í öðru lagi að því að auka fjármálalegan stöðugleika til frambúðar og í þriðja lagi að því langtímamarkmiði að skjótum traustum stoðum undir framtíðarhagvöxt og þar með bætt lífskjör í landinu.
Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að taka á vandanum til skemmri tíma og auka stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma. Fjárlagafrumvarpið og stefnuræða mín í byrjun október munu bera þess merki. Ríkisstjórnin hefur forðast innihaldslausar upphrópanir sem engu skila og eru síst til þess fallnar að treysta okkar trúverðugleika, inn á við sem út á við. Í efnahagslegu umróti eru yfirvegaðar aðgerðir mikilvægari en upphrópanir og úrtölur," sagði Geir H. Haarde.(mbl.is)
Þetta eru ágætar fréttir. Það sem á vantar er að gera einhverjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi atvinnuleysi. Ríkið Þyrfti nú að auka framkvæmdir,t.d. viðhaldframkvæmdir og hraða samgöngubótum. Atvinnuleysi er það versta,sem getur dunið yfir.
Björgvin Guðmundsson
T
Þriðjudagur, 2. september 2008
Hörður Óskarsson látinn
Útför Harðar Óskarsssonar prentara og knattspyrnukappa var gerð frá Fríkirkjunni í dag.Hörður var mjög góður iðnaðarmaður og setti m.a. flestar bækur Halldórs Laxness en skáldið óskaði sérstaklega eftir því að Hörður setti bækur hans.Hörður lék um langt skeið með meistaraflokki KR
i knattspyrnu. Var hann mjög flínkur knattaspyrnumaður,var lengst af í framlínunni og skoraði mörkin. Hann var lengi fyrirliði liðsins. Einnig lék hann oft með landsliðinu. Hörður var stjarna í fótbolta um langt skeið. Hörður var einlægur jafnaðarmaður og starfaði mikið í Alþýðuflokknum.Hann var mjög kappsamur í starfi fyrir Alþýðuflokkinn eins og í knattspyrnunni.
Ég votta eftirlifandi konu Harðar og dóttur samúð mína vegna fráfalls hans.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Félag eldri borgara:Framfærsluviðmið lífeyrisþega miðist við neyslukönnun Hagstofunnar
Félag eldri borgara í Reykjavík samþykkti 3.júní sl.,að við ákvörðun á framfærsluviðmiði fyrir eldri borgara ætti að miða við neyslukönnun Hagstofu Íslands.Beindi stjórn félagsins því til félags-og tryggingamálaráðherra að koma þessari kröfu á framfæri við endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga en nefnd þessi átti að ákveða framfærsluviðmið fyrir lífeyrisþega fyrir 1.júlí. Stjórn FEB taldi fráleitt að tekið væri upp lágt og sérstækt framfærsluviðmið,sem væri úr takti við framfærslukostnað og meðaltalsneysluútgjöld.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 2. september 2008
Samfylkingin með mest fylgi
Samfylkingin er með mest fylgi stjórnmálaflokka um þessar mundir samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Rúmlega 33% sögðust myndu kjósa flokkinn, yrði kosið nú, en rúmlega 32% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Fylgi Samfylkingar hefur aukist um rúmar 4 prósentur frá því fyrir mánuði en fylgi Sjálfstæðisflokks er það sama.
Fylgi VG mælist nú 19% en var 22% í síðustu mælingu Gallup. Fylgi Framsóknarflokks mælist 10%, var 9% fyrir mánuði. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 4%, var 5% og fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist 2% eins og síðast.
Nú segjast 54% styðja ríkisstjórnina en helmingur sagðist styðja stjórnina fyrir mánuði.
Einnig var spurt um viðhorf til nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 56% sögðust vera óánægð en þriðjungur sagðist ánægður; 10% sögðust hvorki ánægð né óánægð. 37% svarenda í Reykjavík sögðust ánægð með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, nýjan borgarstjóra samanborið við ríflega 34%sem segjast óánægð. Rúmlega fjórðungur svarenda í Reykjavík er hvorki ánægður né óánægður.Fylkið(mbl.is)
Þetta er athyglisverð könnun. Hún leiðir í ljós,aðSamfylkingin er að sækja sig en Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi.Í kosningunum 2003 fékk Samfylkingin 31% en Sjálfstæðið 33%.Fyrir þær kosningar mældist Samfylkingin oft með mjög mikið fylgi,hátt í 40%.
Klúðrið í borgarstjorn Reykjavíkur hefur sjálfsagt skaðað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu.Einnig finnst mörgum Geir Haarde ekki veita nógu ákveðna forustu í efnahagsþrengingunum.
Athyglisvert er að samkvæmt skoðanakönnuninni fengju Samfylking og VG meirihluta á þingi og gætu myndað meirihlutastjórnþ
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Samfylkingin með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)