Þriðjudagur, 23. september 2008
Aldraðir eiga inni uppbót fyrir tímabilið 1.feb.-1.sept.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Er frjálslyndi flokkurinn að klofna?
Formaður Frjálslynda flokksins kom heim frá Rússlandi í gær til að takast á við mestu innbyrðis deilur sem orðið hafa í flokknum frá stofnun, segja menn sem starfað hafa í Frjálslynda flokknum frá upphafi. Nú sé formaður í hættu, í viðbót við það sem var þegar Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson tókust á um varaformannsembættið. Átök sem enduðu með útgöngu Margrétar og stuðningsmanna hennar úr flokknum.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, styður Kristin H. Gunnarsson áfram sem þingflokksformann og telur hann hafa sætt einelti. Kolbrún Stefánsdóttir ritari styður Kristin. Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður styður Kristin ekki og miðstjórn vill að Kristinn víki.
En þetta er mál þingflokksins, þar inni er Jón Magnússon harðastur gegn Kristni, en Grétar Mar segist styðja formanninn hvernig sem fer.
Í miðstjórn sitja tveir fyrrverandi þingmenn, Sigurjón Þórðarson, sem liggur undir feldi formannsframboðs, og Magnús Þór Hafsteinsson, sem er varaformaður og jafnframt aðstoðarmaður formannsins en er honum ósammála um þingflokksformanninn. Magnús Þór neitar að tjá sig um hvort trúnaðarbrestur felist í þessu.
Þótt órói vaxi í stofnunum flokksins er því jafnan neitað að vegið sé að formanninum. Jón Magnússon þingmaður ritar þó um dugleysi þingflokksformanns og formanns sem hafi haldið fundi í sumar: Á mínum pólitíska ferli þá þekki ég ekki annað eins áhugaleysi um pólitík eins og þarna kemur fram og virðingarleysi við fólkið í flokknum, segir Jón. Hann kveðst enn treysta Guðjóni og telur minni líkur en meiri á að flokkurinn klofni. Ég vænti þess að formaður taki skynsamlega ákvörðun. Grétar Mar þingmaður telur línur fara að skýrast. Sjálfur kveðst hann sáttur við að Kristinn sitji áfram þennan þingvetur sé það vilji formannsins. Hann telur niðurstöðu miðstjórnar ekki góða og trúir því ekki að menn kljúfi lítinn flokk um það hvort þingflokksformaðurinn sitji átta mánuðum lengur eða skemur. Ef menn kljúfa tapa allir.(mbl.is)
Sú samþykkt,sem gerð var í miðstjórn um að Kristinn Gunnarsson ætti að hætta sem þingflokksformaður er mjög óvenjuleg og hefði slíkt ekki getað gerst í neinum öðrum flokki.Miðstjórnin hefur ekkert með kjör formanns þingflokks að gera. Samþykktin er aðför að Kristni og í raun tilraun til valdaráns í flokknum,sem hlyti að enda með klofnini. Þetta sér Guðjón formaður. Hann styður Kristin og reynir að afstýra klofningu. En tekst það?
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Illvígar deilur Frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. september 2008
Þorsteinn gagnrýnir Davíð
Þorsteinn Pálsson,ritstjóri, skrifar athyglisverðan leiðara í blað sitt,Fréttablaðið í dag. Leiðarinn er skrifaður í tilefni af viðtali Stöðvar 2 við Davíð Oddsson.I leiðaranum segir,að Davíð eða bankastjórn Seðlabankans hafi í raun verið að svara framlagi Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar til umræðunnar um peningamálastefnuna. Niðurstaða þeirra var sú,að hagsmunum Íslands væri betur borgið með því að taka upp evru en að viðhalda óbreyttri stefnu í peningamálum. Davíð kallaði þá sem vildu slíka breytingu lýðskrumara.Í leiðaranum segir: Svar bankastjórnarinnar,sem nú liggur fyrir í nefndu sjónvarpsviðtali er einkar skýrt og afdráttarlaust.
Leiðari Þorsteins endar á þessum orðum:
Bankastjórn Seðlabankans er eftir lögum sjálfstæð og óháð ríkisstjórn.Lögin mæla þó fyrir um að bankastjórnin skuli ekki sinna öðrum viðfangsefnum en þeim sem samrýmast hlutverki Seðlabanka.Spurt hefur verið hvort bankastjórnin hafi farið út fyrir verksvið sitt í þessu svari og inn á pólitískan vettvang.Að lögum ber ríkisstjórnin ábyrgð á því,að slíkt gerist ekki.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. september 2008
Er verið að bola Jóhanni Ben. úr embætti?
Dómsmálaráðherra hefur tilkynnt Jóhanni Benediktssyni,sýslumanni á Reykjanesi , að embætti hans verði auglýst laust til umsóknar.Hann verður þá búinn að vera 5 ár í embætti.Oft er það svo,að ef ekki á að skipta um mann,þá er ráðning framlengd án auglýsingar.Þannig var þetta með embætti ríkislögreglustjóra. Ráðning Haraldar ríkislögreglustjóra var framlengd án auglýsingar.Þess vegna er líklegt,að Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra,ætli að láta Jóhann hætta og skipa annan í hans stað. Jóhann hefur staðið sig vel í starfi og þess vegna kemur þetta á óvart.En þegar dóms-málaráðherra vildi skipta embætti sýslumanns og lögreglustjóra á Reykjanesi upp mótmælti Jóhann því., Hann hafði byggt embættið upp sem sameinað,eitt embætti og taldi ,að þannig ætti að halda því. Ef til vill hefur Birni Bjarnasyni mislíkað,að Jóhann skyldi taka ákveðna afstöðu gegn þessari breytingu og ætlar nú að láta hann gjalda þess. Ef svo er komið á Íslandi,að menn megi ekki hafa sjálfstæðar skoðanir þá er illa komið fyrir okkur.Við búum ekki í Sovetríkjunum. Við búum á Íslandi og hér eiga menn að geta tjáð skoðanir sínar án þess að vera reknir úr embætti.
Björgvin Guðmundssonn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
5,5% kjaraskerðing
Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað um rúm fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu.
Hagstofan birti í dag nýjar tölur yfir launavísistölu í ágúst og hækkaði hún um 0,5 prósent frá fyrra mánuði. Í hækkuninni gætir áhrifa samkomulags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins og þá gætir einnig áhrifa samnings Kennarasambands Íslands fyrir hönd Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna.
Þegar horft er til síðastliðinna tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um rúm níu prósent en á sama tíma er verðbólgan 14,5 prósent svo kaupmáttarrýrnunin nemur rúmum fimm prósentum. Kaupmáttur hefur verið að rýrna frá því í mars á þessu ári ef mið er tekið af tölum Hagstofunnar.(visir.is)
Þetta eru alvarlegar fréttir og benda til þess að samningaviðræður upp úr áramótum verði erfiðar.Það er ekki aðeins,að kauphækkunin 1.feb. sl. sé rokin út í veður og vind heldur hafa kjörin rýrnað um 5,5%.Verkalýðshreytfingin mun heimta þetta til baka.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. september 2008
Hagvöxtur 1% í ár og næsta ár.Spá Landsbanka
Hagvöxtur verður nálægt 1% í ár og næstu tvö ár samkvæmt nýrri hagspá greiningardeildar Landsbankans. Bætt utanríkisviðskipti og fjárfesting í stóriðju vega upp samdrátt í einkaneyslu og í almennri atvinnuvegafjárfestingu.
Á árunum 2011-2012 verður hagsvöxtur yfir 4%, enda fara þá saman stóraukinn útflutningur, fjárfesting og hóflegur vöxtur einkaneyslu. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að krónan styrkist töluvert frá nýverandi gildi en haldist þó áfram frekar veik út spátímabilið, 2008-2012.
Verðbólga verður tæplega 5% frá upphafi til loka næsta árs, að því er fram kemur í hagspá greiningardeildar Landsbankans sem kynnt var á morgunfundi á Nordica Hilton í dag.
Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman um 12% . Hluti af 20% neysluaukningu síðustu fjögurra ára gengur því til baka. (mbl.is)
Það þarf ekki að koma á óvart,að hagvöxtur minnki í ár og næsta ár. Hinn mikli hagvöxtur,sem verið hefur,byggðist mikið á gífurlegum framkvæmdum,svo sem við Kárahnjúka. Nú er þeim lolkið. Hins vegar er álútflutningur að stóraukast. Og skilyrði fyrir útflutningi almennt mjög góð nú vegna lækkunar á gengi krónunnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Spá 1% hagvexti næstu þrjú ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)