Kosið í Öryggisráðið 17.oktober

Aðeins þrjár vikur tæpar eru þar til kosið verður um tvö tímabundin sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kosningin fer fram föstudaginn 17. október og valið stendur milli þriggja ríkja: Tyrklands, Austurríkis og Íslands. Undirbúningsvinna starfsfólks utanríkisráðuneytisins vegna framboðsins er á lokasprettinum og fara þar í fararbroddi starfsmenn fastanefndar Íslands við höfuðsstöðvar SÞ í New York. Þeim hefur borist liðsauki á undanförnum vikum með starfsfólki sem komið er hingað tímabundið til að sinna þessum lokaundirbúningi og nú í vikunni sem leið sóttu Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra allsherjarþing SÞ þar sem þau hittu aðra ráðherra og þjóðarleiðtoga og ræddu meðal annars við þá um framboð Íslands.

 

Ísland býður sig fram í öryggisráðið með stuðningi hinna Norðurlandanna en hefð er fyrir því að eitt þeirra sækist eftir setu í ráðinu á fjögurra ára fresti. Noregur og Danmörk hafa fjórum sinnum átt sæti í ráðinu, Svíar þrisvar og Finnar tvisvar, en Ísland er að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Setið er í ráðinu til tveggja ára í senn og nái Ísland kjöri verður þetta með allra stærstu verkefnum og ein mesta ábyrgð sem Íslendingar hafa tekið að sér á alþjóðavettvangi.

 

Í ræðu sinni á allsherjarþinginu á föstudag sagði forsætisráðherra að Norðurlöndin hefðu alla tíð gegnt lykilhlutverki í þeim verkefnum samtakanna sem snúa að friðargæslu og þróunaraðstoð og að þau hefðu sýnt afdráttarlausa skuldbindingu við alþjóðalög og næði Ísland kjöri myndi það fylgja þessari hefð.

Þau atriði sem lögð hefur verið áhersla á í málflutningi Íslands þegar framboðið er kynnt fyrir öðrum þjóðum er að framboð Íslands sé norrænt framboð og einnig að það sé framboð smáþjóðar sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni. Tekið er fram að Ísland beri virðingu fyrir alþjóðalögum, mannréttindum og lýðræði og vilji stuðla að gagnkvæmri virðingu og umburðarlyndi í samskiptum ríkja.(mbl.is)

Líkur Íslands á að ná kjöri eru góðar.Það verður mikil vinna fyrir Ísland að hafa sæti í Öryggisráðinu en það verður líka mikill heiður og setunni fylgir mikil ábyrgð.

 

 Björgvin Guðmundsson


mbl.is Tekið á því á lokasprettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing lækkar vexti af íbúðalánum

Vextir á nýjum íbúðalánum Kaupþings lækka í 5,9 prósent á mánudaginn. Bankinn býður lægsta vexti af viðskiptabönkunum en Íbúðalánasjóður er lægstur. Ástæðan er hagstæð útkoma úr skuldabréfaútboði bankans í gær, en tilboðum fyrir einn milljarð króna var tekið. Bankinn reiknar með að á næsta ársfjórðungi láni hann samtals einn milljarð til íbúðakaupa, sem er mun minna en fyrir lægðina sem nú er á fasteignamarkaði.

Vextir á íbúðalánum á endurskoðunarákvæðis eru lægstir hjá Íbúðalánasjóði, 5,4 prósent en hjá hinum viðskiptabönkunum tveimur er vextir hærri en hjá Kaupþingi; 6,3 prósent hjá Landsbankanum og 6 og hálft prósent hjá Glitni.

Kaupþing er ekki með ákvæði um endurskoðun vaxta á íbúðalánum á fimm ára fresti eins og aðrar lánastofnanir bjóða upp á. Eftir eitt ár verða vextir á slíkum lánum endurskoðaðir í fyrsta sinn. Greiningadeild Landsbankans áætlar að raunvextir muni hækka á þeim lánum um tvö prósent. Í hagspá deildarinnar sem kynnt var í vikunni er gert ráð fyrir að nærri þriðjungur af íbúðalánum bankanna sé með endurskoðunarákvæði og að frá hausti 2009 og fyrri hluta ársins 2010 komi vextir á 5500 lánum til endurskoðunar fyrir samtals 64 milljarða króna. (ruv.is)

Það er ánægjulegt að heyra að Kaupþing skuli lækka vextir af íbúðalánum. Væntanlega fylgja aðrir bankar í kjörlfarið.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Geir berst gegn fátækt í heiminum og fyrir auknum mannréttindum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti 26.sept. ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar fjallaði hann um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga og lagði áherslu á virðingu fyrir mannréttindum þ.m.t. réttindum kvenna. Þá fjallaði forsætisráðherra um nauðsyn umbóta innan Sameinuðu þjóðanna og kvatti í því samhengi til átaks í menntun um tilgang og starfssemi samtakanna. Loks gerði forsætisráðherra grein fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.( Stjórnarráðsvefur)

Það voru athyglisverð    atriði í ræðu Geirs,einkum um baráttu gegn fátækt í heiminum og baráttu fyrir mannréttindum. Er  ljóst,að ræðan er undir verulegum áhrifum þeirra atriða,sem Ingibjörg Sólrún leggur mesta áherslu á sem utanríkisráðherra.Er það eðlilegt,þar eð samhljómur verður að vera í málflutningi þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


Samkomulag um björgunarpakkann í Bandaríkjunum

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Bandaríkjaþingi og ríkisstjórn George W. Bush, hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um þær aðgerðir til björgunar fjármálalífi landsins. Nancy Pelosi, forseti þingsins, Nancy Pelosi, greindi frá þessu í nótt. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á morgun.

Sagði Pelosi að munnlegt samkomulag um björgunarpakkann, sem kostar bandaríska ríkið 700 milljarða Bandaríkjadala, hefði náðst, einungis eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo hægt verði að greiða atkvæði um það í fulltrúadeildinni á morgun og síðar í öldungadeildinni.

„Við eigum einhverja vinnu eftir við að fínpússa það en ég held að við höfum náð þessu," sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem tók þátt í samningaviðræðunum í þinghúsinu í nótt.

Áætlanir fjármálaráðuneytisins miða að því að kaupa til baka lán af bönkunum og öðrum fjárfestum, einkum ótrygg húsnæðislán. Þetta verði til þess að þeir fengju  laust fé, sem þá skortir tilfinnanlega nú. Í kjölfarið gætu fjármálastofnanir farið að lána á ný. Vonast er til þess að ríkissjóður geti síðar selt lánin á hæsta mögulega verði á þeim tíma. (mbl.is)

Það er fagnaðarefni,að samkomulag skuli nánast í höfn  um "björgunarpakkann". Þess  er að vænta að þetta samkomulag hafi jákvæð áhrif á markaðinn strax í fyrramálið og áhrifin gætu náð alla leið hingað til lands.Hins vegar vantar að gera sérstakar ráðstafanir fyrir Íslands oo er það nú orðið mjög brýnt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Samkomulag nánast í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrir aldraðra á að miðast við neyslukönnun Hagstofunnar

Ellert Schram skrifar grein   í  Mbl í dag um málefni aldraðra.Þar ræðir hann útgáfu reglugerðar Jóhönnu Sigurðardóttur um lágmarksframfærslutryggingu,150 þús. kr.  á mán. fyrir skatt.Hann segir þetta spor í rétta átt og það er rétt, þó sporið sé stutt.Ellert  segir:" Ég sé það og heyri,að hagsmunasamtök eldri borgara telja ekki nóg að gert.Vilja,að miðað sé við neyslukönnun og allir fái hækkun.Ég er sammála því, að   eðlilegt sé ,að miðað sé við   neysluvísitölu í stað lægstu dagvinnutryggingar á hinum almenna vinnumarkaði." 
Meðal samtaka  eldri borgara, sem hafa ályktað,að miða  eigi við neyslukönnun Hagstofunnar eru 60+,samtök  
 eldri borgara í Samfylkingunni en Ellert er formaður í þeim samtökum...Hið sama sagði Samfylkingin í kosningarbaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún vildi   og boðaði ,að   miðað væri við neyslukönnun Hagstofu Íslands,þegar lífeyrir aldraðra væri ákveðinn.Hvert skref þarf að vera stærra,ef við ætlum að ná því marki.
Björgvin Guðmundsson 

Bloggfærslur 28. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband