Úrskurður umhverfisráðherra dreginn í vafa

Nei, ég hef ekkert sagt um það að við ætluðum að kæra," segir Franz Árnason, stjórnarformaður Samorku. Samorka, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, skoruðu í dag á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um að álver á Bakka og tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt umhverfismat. Ef ekki næðist ásættanleg niðurstaða í þeim efnum teldi stjórnin nauðsynlegt að dómstólar skæru úr um lögmæti úrskurðar Þórunnar Sveinbjarnadóttur umhverfisráðherra.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagði í samtali við Vísi í dag að það væri makalaust að stjórn Samorku, sem skipuð væri forsvarsmönnum stærstu orkufyrirtækja landsins sem jafnframt eru í opinberri eigu, skyldi leyfa sér að hóta stjórnvöldum að leita til dómstóla ef ákvörðunin yrði ekki endurskoðuð. Þá sagði Álfheiður að stjórn Samorku hefðu ekki fært nein rök fyrir því að úrskurður umhverfisráðherra væri ólöglegur.

Franz segist aldrei hafa fullyrt neitt um að úrskurðurinn væri ólögmætur. „En ég hef sagt að hann væri óheppilegur og hefði áhrif á fyrirtæki sem ætluðu að framleiða orku. Ég hef ekki sagt að úrskuður umhverfismálaráðherra væri ólöglegur. Ég hef hins vegar sagt að hann kynni að vera ólöglegur," segir Franz.

Franz segir fullyrðingar Álfheiðar um málshöfðun vera byggðar á misskilningi „Samorka leitar ekki til neins. Það gera málsaðilar," segir Franz og vísar þar til Þeyrstareykja og Landsvirkjunar. Franz tekur hins vegar skýrt fram að iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefði fullyrt að úrskurður umhverfisráðherra myndi ekki hafa áhrif á tímaáætlanir varðandi álver á Bakka. „Ef að öll orð sem hafa fallið um að ekkert tefðist eru rétt þá munu Þeystareykir ekkert gera," segir Franz. Verði hins vegar töf á framkvæmdum muni Þeystareykir skoða vandlega þann möguleika að leita réttar síns.

(visir.is)

Það er mjög undarlegt,að Samorka skuli draga  úrskurð umhverfisráðherra í vafa.Áður en úrskurður um sameiginlegt umhverfismat var kveðinn upp var það kannað mjög ítarega að hann væri lögum samkvæmt.Úrskurðinn er því  byggður á traustum lagalegum grunni.

 

Björgvin Guðmundsson


Matthias baðst afsökunar

Matthías Jóhannessen,fyrrverandi  ritstjóri Mbl., bað Guðjón Friðriksson afsökunar á rangri dagbókarfærslu,sem birtist í dagbók hans og varðaði Guðjón Friðriksson.Það var drengilega gert af Matthíasi .Ég tel,að leiðrétting þurfi einnig að koma fram vegna dagbókarfærslu  hjá Matthíasi um sjúkrakostnað Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar en hún fór til lækninga í Bandaríkjunum. Gefið var í skyn í  dagbókarfærslu,að éitthvað óeðlilegt væri  við háan reikning fyrir sjúkrakostnaði Guðrúnar Katrínar í Bandaríkjunum.Ráðherrar voru tilgreindir,sem lýstu undrun á reikningnum.Fram hefur komið,að Tryggingastofnun ríkisins samþykkti að greiða sjúkrakostnað vegna meðferðar forsetafrúarinnar í Bandaríkjunum og var hann samkvæmt reglum. Það var því ekkert óeðlilegt við' umræddan reikning og ósmekklegt að gefa annað til kynna. Þetta þarf að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson


Verðmerkingar í ólagi i matvöruverslunum

Neytendastofa gerði í ágúst könnun á ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 77 verslanir og af þeim voru engar athugasemdir gerðar við verðmerkingar í 6 verslunum.  Segir Neytendastofa að mmargar kvartanir hafi borist vegna slæmra verðmerkinga í matvöruverslunum og því hafi ekki komið á óvart að könnunin skyldi leiða í ljós að ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum sé almennt ábótavant. 

Í verslununum voru valdar af handahófi 25 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar var því 1925 vörur. Kannað var hvort vörurnar væru verðmerktar og hvort verðmerking á hillu samræmdist verði í kassa.

Verslanirnar sex þar sem engar athugasemdir voru gerðar, eru 11-11 Grensásvegi, 11-11 Grafarholti, 11-11 Þverbrekku, Krónan Háholti, Nóatún Hringbraut og Samkaup Búðakór. Athugasemdir í öðrum verslunum voru misjafnlega margar, allt frá einni athugasemd í 19 af þeim 25 vörum sem skoðaðar voru.

Verst var ástand verðmerkinga í verslunum 10-11 Borgartúni, 10-11 Lyngási, 10-11 Staðarbergi og 10-11 Firði þar sem hlutfall athugasemda vegna verðmerkinga var yfir 50%.

Heildarniðurstöður könnunarinnar eru þær að af vörunum 1.925 voru verðmerkingar í ólagi í 16% tilvika. Til samanburðar voru verðmerkingar í 12,2% tilvika í ólagi í könnun, sem gerð var 2006 og 5,2% árið 2005.

Í kjölfar könnunarinnar hyggst Neytendastofa senda öllum verslunarkeðjum bréf þar sem greint er frá ástandi í hverri og einni verslun. Könnuninni verður fylgt eftir og ef þurfa þykir teknar ákvarðanir um hugsanleg viðurlög vegna slæms ástands verðmerkinga. ( mbl.is)

Ég fagna því að Neytendastofa skuli taka fyrir verðmerkingar í verslunum. En ég vil benda á annað atriði: Upplýsingum um  framleiðsludag og síðasta söludag er mjög  ábótavant.T.d. eru engar slíkar merkingar á nýjum ávöxtum. Það er engin leið að sjá hvort eppli og appelsínur séu framleiddar á þessu ári eða sl. ári og ekkert unnt að sjá um síðasta söludag. Þessu þarf að kippa í liðinn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknir hryggur vegna vatnspípugreinar MBL.

Svanur  Sigurbjörnsson læknir skrifar  grein í Mbl. og kvartar yfir greinum blaðsins í gær um vatnspípur.Segist læknirinn vera bæði hryggur og svekktur yfir þessum greinum.Ég tek undir gagnrýni læknisins.Ég varð mjög undrandi þegar ég sá uppsláttinn á baksíðu Morgunblaðsins  í gær,mynd af 2 ungum stúlkum  sitjandi hjá vatnspípu.Það átti greinilega að skapa þau áhrif að það væri fínt að reykja vatnspípu og hentaði ungu  fólki.Síðan var til viðbótar  heilsíða innan í blaðinu um vatnspípur.Eitt er að segja frétt af  einhverju  og annað að glenna málið  upp með stórri mynd á útsíðu.Ég tek heilshugar undir með lækninum.

 

 

Björgvin Guðmundsson


Söruh Palin vel fagnað hjá Republikönum

Söruh Palin, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, var afar vel fagnað þegar hún flutti aðalræðuna á þriðja degi flokksþings repúblikana í St. Paul í nótt. Lýsti hún sér sem utanbæjarmanni sem ætlaði til í Washington til að breyta hlutunum.

„Ég er ekki hluti af pólitíska valdakerfinu og hef lært fljótt á síðustu dögum, að þeir sem eru ekki innundir þar telja sumir fjölmiðlar þá ekki hæfa fyrir þá einu ástæðu," sagði Palin, sem þurft hefur að fást við ýmsar upplýsingar um fortíð sína. 

„En hér er lítil frétt fyrir þessa blaðamenn og umræðustjórnendur. Ég er ekki á leið til Washington til að spyrja þá álits - Ég er á leið til Washington til að þjóna bandarísku þjóðinni."

Demókratar hafa velt því fyrir sér hvort Palin búi yfir nægri reynslu til að þjóna sem varaforseti „hjartslætti" frá forsetaembættinu. Palin sagðist hins vegar búa yfir mikilli stjórnunarreynslu.

„Svona lít ég á það val, sem bandarískir kjósendur standa frammi fyrir. Í stjórnmálum eru frambjóðendur sem nota breytingar til að koma sjálfum sér á framfæri. Svo eru aðrir frambjóðendur, eins og John McCain, sem nota eigin feril til að koma á breytingum," sagði Palin og var greinilega að vísa til Barack Obama, frambjóðanda demókrata.

McCann fagnaði Palin eftir ræðuna og frammámenn í flokknum hrósuðu henni. Rudolph Giuliani, sem sóttist um tíma eftir útnefningu flokksins, sagði að Palin væri fulltrúi nýrrar kynslóðar og hefði meiri stjórnunarreynslu en allir frambjóðendur demókrataflokksins.  (mbl.is)

 

 

Fjölmiðlar í USA hafa reynt að gera Palin tortrygglega m.a. . dregið dóttur hennar inn kosningabaráttuna. Það er á lágu plani. Palin er ung en ef til vill spjarar hún sig.

 

Björgvin  Guðmundsson

Fara til baka 

 | 

mbl.is Palin afar vel fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launahækkun 8,5%-verðlagshækkun 14,5%

Frá fyrra ári hækkuðu laun um 8,5% eða 9,2% á almennum vinnumarkaði og um 6,7% hjá opinberum starfsmönnum.

Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 2,6% hærri á öðrum ársfjórðungi 2008 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3,1% að meðaltali og laun opinberra starfsmanna um 1,6%.

Greint er frá þessu á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun verkafólks mest eða um 5,0% en laun sérfræðinga hækkuðu minnst, um 1,6%. Laun verkafólks hækkuðu jafnframt mest frá öðrum ársfjórðungi 2007 eða um 11,2% en laun stjórnenda hækkuðu minnst, 7,5%.

Hækkun launa eftir atvinnugrein mældist mest í samgöngum og flutningum eða 4,7% frá fyrri ársfjórðungi en minnst mældist hækkun launa í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum eða 1,4%.

Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð mest eða um 10,7% en minnst mældist hækkunin í iðnaði eða 8,5%. (visir.is)

Á sama tímabili    ágúst 2007- ágúst 2008 hækkaði vísitala neysluverðs um 14,5%,árshækkun sl. 12 mánuði.Af þessum tölum sést að kjaraslerðingin er gífurleg og hún heldur alltaf áfram.

 

Björgvin Guðmundsson



Bloggfærslur 4. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband