Úrskurður umhverfisráðherra dreginn í vafa

Nei, ég hef ekkert sagt um það að við ætluðum að kæra," segir Franz Árnason, stjórnarformaður Samorku. Samorka, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, skoruðu í dag á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um að álver á Bakka og tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt umhverfismat. Ef ekki næðist ásættanleg niðurstaða í þeim efnum teldi stjórnin nauðsynlegt að dómstólar skæru úr um lögmæti úrskurðar Þórunnar Sveinbjarnadóttur umhverfisráðherra.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagði í samtali við Vísi í dag að það væri makalaust að stjórn Samorku, sem skipuð væri forsvarsmönnum stærstu orkufyrirtækja landsins sem jafnframt eru í opinberri eigu, skyldi leyfa sér að hóta stjórnvöldum að leita til dómstóla ef ákvörðunin yrði ekki endurskoðuð. Þá sagði Álfheiður að stjórn Samorku hefðu ekki fært nein rök fyrir því að úrskurður umhverfisráðherra væri ólöglegur.

Franz segist aldrei hafa fullyrt neitt um að úrskurðurinn væri ólögmætur. „En ég hef sagt að hann væri óheppilegur og hefði áhrif á fyrirtæki sem ætluðu að framleiða orku. Ég hef ekki sagt að úrskuður umhverfismálaráðherra væri ólöglegur. Ég hef hins vegar sagt að hann kynni að vera ólöglegur," segir Franz.

Franz segir fullyrðingar Álfheiðar um málshöfðun vera byggðar á misskilningi „Samorka leitar ekki til neins. Það gera málsaðilar," segir Franz og vísar þar til Þeyrstareykja og Landsvirkjunar. Franz tekur hins vegar skýrt fram að iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefði fullyrt að úrskurður umhverfisráðherra myndi ekki hafa áhrif á tímaáætlanir varðandi álver á Bakka. „Ef að öll orð sem hafa fallið um að ekkert tefðist eru rétt þá munu Þeystareykir ekkert gera," segir Franz. Verði hins vegar töf á framkvæmdum muni Þeystareykir skoða vandlega þann möguleika að leita réttar síns.

(visir.is)

Það er mjög undarlegt,að Samorka skuli draga  úrskurð umhverfisráðherra í vafa.Áður en úrskurður um sameiginlegt umhverfismat var kveðinn upp var það kannað mjög ítarega að hann væri lögum samkvæmt.Úrskurðinn er því  byggður á traustum lagalegum grunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband