Þjóðin stendur með ljósmæðrum

Fjölmenni var á Austurvelli í hádeginu þar sem konur efndu til víðtækrar samstöðu með ljósmæðrum. Þess var krafist að þegar í stað yrði gengið til samninga við ljósmæður. Meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn voru ófrísk kona, níu ára stúlka og langamma(mbl.is)

Það á að' ganga að kröfum ljósmæðra,þar eð'  þær eru   réttmætar. Nám ljósmæðra er lengra en hjúkrunarfræðinga en samt eru laun þeirra svipuð.Þjóðin styður ljósmæður i deilu þeirra.

Björgvin Guðmundsson


Bág staða öryrkja

Öryrkjabandalag Ísland hefur  gert ályktun,þar sem kvartað ef yfir bágum kjörum öryrkja.´Hér fer á eftir ályktun Öryrkjabandalagsins

 

Öryrkjabandalag Íslands lýsir þungum áhyggjum vegna

bágra kjara öryrkja,sem hitt hefur fjölda öryrkja og sjúklinga vegna sívaxandi verðbólgu og hækkandi

verðlags á nauðsynjavörum. Vaxandi hópi öryrkja reynist illmögulegt að láta enda ná

saman vegna þessa.

Aðalstjórn ÖBÍ trúir því og treystir að í fjárlögum fyrir næsta ár verði að finna

umtalsvert auknar fjárhæðir til handa þeim sem verst standa í íslensku samfélagi. Í

þessu sambandi vill aðalstjórn minna á að á meðan lágmarkslaun hækkuðu um

18.000,- krónur í nýgerðum kjarasamningum, hækkaði lífeyrir almannatrygginga

einungis um 7%. Það gerir 9.000,- króna hækkun ef einstaklingur hefur fulla greiðslu

úr öllum fjórum bótaflokkum almannatrygginga, en lítill hluti öryrkja hefur slíkt.

Þær umbætur sem gerðar hafa verið á almannatryggingakerfinu á árinu eins og

afnám tekjutengingar við maka, 100.000,- króna frítekjumark á mánuði á launatekjur,

og 25.000,- króna frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur hefur komið ákveðnum hópi til

góða, en það hefur ekki nýst öllum öryrkjum.

Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur að hlúa beri sérstaklega

að þeim einstaklingum sem minnstar hafa tekjurnar í íslensku samfélagi. Jóhanna

Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra boðaði framfærsluviðmið sem átti að

koma 1. júlí síðastliðinn. Það hefur enn ekki litið dagsins ljós.

Hér með er skorað á stjórnvöld að bregðast við vanda þeirra sem verst eru settir að

fyrirbyggja að til komi enn meiri fjárhagserfiðleikar fjölda einstaklinga og fjölskyldna

þeirra.´

Ég styð þessa ályktun öryrkja heils hugar.

 

Björgvin Guðmundsson


Bætur þurfa að vera hærri

Breiðavíkursamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. kemur fram að lögmaður forsætisráðuneytisins hafi sagt að frumvarpsdrögin um bætur hafi verið kynnt ríkisstjórninni og samþykkt þar. Yfirlýsing ráðuneytisins sé nú í andstöðu við svar lögmannsins. Samtökin harma framgöngu ráðuneytisins.

Yfirlýsingin, sem er undirrituð af stjórn samtakanna, er svohljóðandi:

„1. Á fundi með stjórnarmönnum Breiðavíkursamtakanna (BRV) og lögmanni þeirra Ragnari Aðalsteinssyni þann 11. ágúst sl. sagði Páll Þórhallsson lögfræðingur forsætisráðuneytisins aðspurður að frumvarpsdrögin um bætur hefðu verið kynnt í ríkisstjórninni og samþykkt þar. Yfirlýsing ráðuneytisins nú er í andstöðu við þetta ótvíræða svar Páls Þórhallssonar.
 
2. Á sama fundi 11. ágúst sl. var beðið um trúnað í tvær vikur og það var að fullu virt og rúmlega það.
 
3. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur BRV var boðaður á fund í ráðuneytinu föstudaginn 29. ágúst. Greinilegt var af þeim fundi að dæma að málinu hafði verið haldið í sama farvegi og á fundinum 11. ágúst; engu hafði verið hnikað til þótt samtökin hefðu gert alvarlegar athugasemdir við drögin strax á fundinum 11. ágúst og með ítarlegu bréfi þann 15. ágúst.
 
4. Við svo búið sáu BRV ekkert því til fyrirstöðu að efna til félagsfundar 3. september og taka þátt í opinberri umræðu um málið og þróun þess.
 
5. BRV geta ekki annað en harmað framgöngu forsætisráðuneytisins í þessu máli og hvetja forsætisráðherra til að koma böndum á framgöngu sinna manna. BRV hafa engan áhuga á því að munnhöggvast við ráðuneytið um atriði sem ekki lúta að kjarna málsins. Hann felst ekki síst í brotum stjórnvalda gagnvart börnunum og foreldrum þeirra, í því líkamslega og andlega harðræði sem þessi börn bjuggu við, í þeirri vinnuþrælkun sem þessum börnum var boðið upp á, í þeirri vanrækslu sem átti sér stað á lögbundinni skólaskyldu, í sviptingunni á friðhelgi einkalífsins og í hinni sáru einangrun og aðskilnaði frá vinum og venslamönnum sem börnin þurftu að þola. Af öllu þessu er ljóst að hin ömurlega nauðungarvist hefur rýrt verulega tækifæri og getu viðkomandi einstaklinga til að lifa eðlilegu, mannsæmandi lífi og fóta sig í samfélaginu.“(mbl.is)

Forsætisráðherra sagði,að frumvarpið,sem Breiðavíkursamtökin höfðu til meðferðar hafi verið' drög og ekki fullfrágengin. Ég  tel,að bótaupphæðir þær,sem nefndar eru í drögunum séu of lágar. Það þarf að hækka bæturnar.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


 

Fara til baka 


mbl.is Harma framgöngu forsætisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband