Bág staða öryrkja

Öryrkjabandalag Ísland hefur  gert ályktun,þar sem kvartað ef yfir bágum kjörum öryrkja.´Hér fer á eftir ályktun Öryrkjabandalagsins

 

Öryrkjabandalag Íslands lýsir þungum áhyggjum vegna

bágra kjara öryrkja,sem hitt hefur fjölda öryrkja og sjúklinga vegna sívaxandi verðbólgu og hækkandi

verðlags á nauðsynjavörum. Vaxandi hópi öryrkja reynist illmögulegt að láta enda ná

saman vegna þessa.

Aðalstjórn ÖBÍ trúir því og treystir að í fjárlögum fyrir næsta ár verði að finna

umtalsvert auknar fjárhæðir til handa þeim sem verst standa í íslensku samfélagi. Í

þessu sambandi vill aðalstjórn minna á að á meðan lágmarkslaun hækkuðu um

18.000,- krónur í nýgerðum kjarasamningum, hækkaði lífeyrir almannatrygginga

einungis um 7%. Það gerir 9.000,- króna hækkun ef einstaklingur hefur fulla greiðslu

úr öllum fjórum bótaflokkum almannatrygginga, en lítill hluti öryrkja hefur slíkt.

Þær umbætur sem gerðar hafa verið á almannatryggingakerfinu á árinu eins og

afnám tekjutengingar við maka, 100.000,- króna frítekjumark á mánuði á launatekjur,

og 25.000,- króna frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur hefur komið ákveðnum hópi til

góða, en það hefur ekki nýst öllum öryrkjum.

Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur að hlúa beri sérstaklega

að þeim einstaklingum sem minnstar hafa tekjurnar í íslensku samfélagi. Jóhanna

Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra boðaði framfærsluviðmið sem átti að

koma 1. júlí síðastliðinn. Það hefur enn ekki litið dagsins ljós.

Hér með er skorað á stjórnvöld að bregðast við vanda þeirra sem verst eru settir að

fyrirbyggja að til komi enn meiri fjárhagserfiðleikar fjölda einstaklinga og fjölskyldna

þeirra.´

Ég styð þessa ályktun öryrkja heils hugar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband