Eftilaunafrv. komið til umræðu i þinginu

Fyrsta umræða er nú hafin á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám eftirlaunalaganna svokölluðu, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu.

Pétur H. Blöndal hefur tekið til máls í umræðunni og veitt andsvar við ræðu Steingríms. Kvaðst hann fylgjandi frumvarpinu en gerði nokkrar athugasemdir við efni þess.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að launakjör þingmanna og ráðherra ættu að vera góð en ekki óhófleg. Ekki væri hægt að halda því fram að núverandi kjör þessara hópa væru óhófleg.  Og er rýra eigi kjörin með því að skerða eftirlaunarétt þingmanna, þá hlyti að þurfa að hækka launin.

Sagði Kristinn, að kjör þingmanna hefðu verið skert með breytingum á eftirlaunalögum árið 2003 og aftur þegar lögunum var breytt í lok síðasta árs. Það gangi ekki að kjör þingmanna séu verri en embættismanna í ráðuneytum. Ekki mætti fara svo með starf þingmannsins, að það hætti að vera eftirsóknarvert vegna launakjara.

Steingrímur sagðist ekki telja að það væri vænleg leið til að auka sátt milli þings og þjóðar með því að hækka laun þingmanna. Eina leiðin væri að þingið aflaði sér virðingar með verkum sínum.  (mbl.is)

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Samfylking og VG vilja átak í viðhaldi hjá borginni

Samfylkingin og Vinstri græn lögðu fram ítarlega tillögu um átak í viðhaldsframkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á fundi borgarstjórnar í dag. Tilgangurinn er bregðast við alvarlegri stöðu og atvinnuleysi í byggingariðnaði. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að komist tillögurnar til framkvæmda geti skapast á þriðja hundrað ný störf við margs konar viðhaldsverkefni.

„Tillagan byggir á áformum ríkisstjórnarinnar að endurgreiða virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu við íbúðarhúsnæði að fullu og lagt er til að sú breyting nái einnig til opinberra bygginga. Þá er lagt til að viðhaldsverkefnum áranna 2012-2014 verði flýtt til að styrkja atvinnustig árin 2009-2011," segir Dagur í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum.

Dagur segir að tillögugerðin sé framhald vinnu og samráðs sem fram hafi farið við stéttarfélög og samtök í byggingariðnaði á vegum borgarstjórnarflokka minnihlutans. Sú vinna hafi haft að leiðarljósi að leiða fram raunveruleg svör og lausnir við þröngri stöðu í fjárhag Reykjavíkurborgar og á vinnumarkaði.

„Fyrstu ávextir þeirrar vinnu birtust þegar við framlagningu fjárhagsáæltunar þar sem Samfylking og VG lögðu fram endurskoðaða forgangsröðun framkvæmda í þágu verkefna sem skapa myndu sem flest störf. Þetta hefur enn ekki verið gert," segir Dagur í tilkynningunni. (mbl.is)
Fagna ber þessu framtaki Samfylkingar og VG. Mikið atvinnuleysi er hjá iðnaðarmönnum og því mikil þörf á því að auka atvinnu þeirra.
Björgvin Guðmundsson



Rætt um ESB á alþingi

Auglýsing
 
      
 
      
 
 
ík
Krókamýri, 210 Garðabær 
Fálkagata, 107 Reykjavík 
Tjarnarbraut, 220 Hafnarfjörður 
 
Marbakkabraut, 200 Kópavogur 
 
 
Rætt um ESB á alþingi
Aðild að Evrópusambandinu er lykilatriði ef leysa á efnahagsvandann til framtíðar, segir Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sakaði sjálfstæðismenn við upphaf þingfundar í dag um að  hlaupast undan umræðunni og hugsa bara um að verja strákana sína í kerfinu.

Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar bætti um betur og sagði vörumerki Sjálfstæðisflokksins að tefja, bíða, drolla og hangsa.

Sjálfstæðismenn hlupu hratt í vörnina og bentu á að núverandi ríkisstjórn hefði þessi mál ekki beinlínis á stefnuskránni. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að Samfylkingunni væri nær að spyrja ráðherra VG  um þeirra afstöðu, þeir væru jú, í ríkisstjórn en ekki Sjálfstæðisflokkurinn. ( MBL IS)

Aðild að ESB hefur ekki verið mikið á dagskrá undanfarið. Núverandi ríkisstjórn bíður eftir áliti Evrópunefndar en það sem stjórnarflokkarnir geta helst komið sér saman um er að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að ESB.

Björgvin Guðmundsson

 


Hvers vegna beittu Bretar okkur hryðjuverkalögum?

Ekkert styður þá trú að bresk yfirvöld hafi beitt þau íslensku hryðjuverkalögum vegna yfirlýsinga frá hendi íslenskra ráðherra, um það leyti sem íslensku bankarnir féllu. Þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um ástæður Breta fyrir beitingu hryðjuverkalaga á Ísland. Einnig kom fram í svari Össurar að Jóhanna Sigurðardóttir, nýr forsætisráðherra, hafi ekki talað beint við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, síðan hún tók við stjórnarráðinu.

Hann sagði ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar hjá neinu ráðuneyti um þessar ástæður, en gerði því hins vegar skóna að ummæli Davíðs Oddssonar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 7. október hefðu haft þar áhrif. Sömuleiðis að ræða hans hjá Viðskiptaráði 18. október hefðu verið túlkuð þannig í breskum fjölmiðli, blaðinu The Financial Times, sem viðurkenning á því af hálfu íslensks stjórnvalds að Íslendingar hefðu ætlað að hlaupast frá skuldbindingum sínum.

Siv þótti ekki mikið til svara ráðherrans koma, og taldi hann hvítþvo sig af málinu öllu með því að kenna Davíð Oddssyni um allt sem miður fór. Hún spurði Össur enn fremur hvað væri viðunandi niðurstaða í Icesave málinu.

Össur svaraði því til að viðunandi niðurstaða væri að fá þau kjör á skuldbindingar ríkisins, sem eru „viðunandi, ásættanleg miðað við málsástæður og þannig að við getum risið undir þeim.“ Formleg samninganefnd vegna þess máls verður líklega kynnt fyrir vikulokin, að sögn Össurar.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði frá því að hann hefði gert tilraun til að ná sambandi við Gordon Brown þann 9. október, en þá aðeins komist í samband við Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann hafi hins vegar talað við Brown fimmta október, og hefði reynt að ná í hann daginn fyrir hrun bankanna, en ekki haft erindi sem erfiði. Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði hins vegar löngu komið í ljós að beiting hryðjuverkalaganna hefði fyrst og fremst verið ætluð til heimabrúks, þ.e. til lýðskrums í breskum innanlandsstjórnmálum.

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna, furðaði sig hins vegar á því í umræðunni að þegar málið kom upp hafi það ekki verið rannsakað sem glæpamál undir eins. Hlutaðeigandi bankar og stjórnendur þeirra yfirheyrðir með stöðu sakborninga, vegna gruns um meint landráð.( mbl.is)

Mig undrar það ekki að íslenskir ráðamenn hafi ekki talað við Gordon Brown eftir að hann skellti á okkur hryðjuverkalögum. Það hefði verið eðlilegt eftir þá framkomu,að  Ísland  hefði slitið stjórnmálasambandi við Bretland.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


Kosningalögum breytt á yfirstandandi þingi

Frv. um breytingar á kosningalögum var kynnt í ríkisstjórn Íslands í morgun. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu kom fram að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra muni standa að frumvarpinu. Formenn allra flokka á þinginu munu kynna málið fyrir sínum þingflokkum á miðvikudaginn og þá kemur í ljós hvort samstaða næst um það í þinginu.

Í breytingunum felst meðal annars að kjósendur geta haft meiri áhrif en nú er á niðurröðun frambjóðenda á þeim listum sem í framboði verða.(visir.is)

Það er ánægjulegt,að ríkisstjórnin skuli ætla að drífa í því að veita kjósendum meiri rétt en áður til þess að hafa áhrif á röðun á lista.

 

Björgvin Guðmundsson







Hörð gagnrýni Jóns Baldvins á Ingibjörgu Sólrúnu í Mbl.

Í dag birtist í Mbl. á besta stað í blaðinu stór grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson,þar sem hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við í tíma vegna bankahrunsins sl. haust. Í greininni er gerð hörð árás á Ingibjörgu líkt og pólitískur andstæðingur væri að skrifa en ekki samherji til margra ára.Ég var oft óánægður með foringja flokksins ( flokkanna)  á 60 ára ferli mínum í hreyfingu jafnaðarmanna sérstaklega þegar unnið var með Sjálfstæðisflokknum en aldrei hefði mér dottið í hug að skrifa slíka árásargrein á sitjandi formann og Jón Baldin gerir í Mbl. í dag með grein sinni um Ingibjörgu Sólrúnu. Grein sem þessi er fyrst og fremst vatn á myllu andstæðinga Samfylkingarinnar.Það er mjóg óheppilegt að  fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins skuli skrifa slíka grein um formann Samfylkingarinnar nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Greinin leggur endstæðingum Samfylkingarinnar vopnin upp í hendurnar.

Ég tel heppilegast,að Ingibjörg Sólrún verði áfram formaður  Samfylkingarinnar  og verði því  endurkosin á landsfundi flokksins í næsta mánuði.Við  skulum ekki efna til óvinafagnaðar í aðdraganda kosninga.

 

Björgvin Guðmundsson


Erlendar skuldir ríkisins 465 milljarðar kr.

Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur var í Kastljósi í gær og ræddi erlendar skuldir ríkisins. Var hann með allt aðrar tölur en ýmsir leikmenn hafa varpað fram í umræðuþáttum undanfarið. Tryggvi sagði,að nettoskuldirnar væru 465 milljarðar kr.Það er svo sem nóg en mikið lægra en sagt hefur verið áður. Mestu munar hér um það,að ýmsir leikmenn sem rætt hafa málið hafa bætt við skuldina láninu frá IMF.En Tryggvi sagði,að það ætti ekki að gera þar eð  lánið frá IMF væri tekið til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn og þess vegna mundi myndast eign á móti láninu.Ekki væri ætlunin að nota IMF lánið í eyðslu .Lánið frá IMF er 2100 millj. dollara og myndar jafn mikla eign  á móti. Eins er með lánið frá nokkrum vinaþjóða okkar,2900  millj. dollara. Það mun einnig mynda  eign á móti.Sama er að segja um peningana,sem ríkið leggur  nýju bönkunum til.Þar myndast eign á  móti. Niðurstaða Tryggva er skýr: Skuldin verður 465 milljarðar en ekki 2400 milljarðar eins og ýmsir leikmenn hafa sagt. Þetta eru góðar fréttir.

 

Björgvin Guðmundsson


Bankastjórarnir gagnrýna Seðlabankafrumvarp

Seðlabankastjórarnir, Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, gagnrýna harðlega breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Segja þeir mjög mikilvægt að kasta ekki til höndunum við breytingar á lögunum. Sýna þurfi mikla gát og vandvirkni til að fyrirbyggja að úr verði stjórnsýslubastarður, sem geri stjórnina óskilvirka og valdi tortryggni innan sem utan bankans.

„Núgildandi lög voru samin í heild og nutu stuðnings allra flokka á þingi. Engin breyting hefur verið gerð á þeim. Það yrði mikið óláns- og óhappaverk ef hlaupið yrði í illa grundaðar og illa undirbúnar breytingar í annarlegum tilgangi, sem engin sátt yrði um innan þings eða utan. Ekkert væri verr til þess fallið að verja hróður bankans og styrkja trúverðugleika hans, sem margur hefur þó á vörunum að sé æskilegt," að því er segir í umsögn Seðlabanka Íslands um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands.

.

Segir ennfremur í umsögninni að efnisbreytingar samkvæmt frumvarpinu eru í meginatriðum tvær. Annars vegar er lagt til að bankastjórn Seðlabanka Íslands verði aflögð og skipaður verði einn faglegur seðlabankastjóri, eins og það er orðað, sem stýrir bankanum og hins vegar að innan bankans starfi svokölluð  peningastefnunefnd sem hafi það hlutverk að taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum. 

Seðlabankastjórar hafa í morgun komið á fund viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps um Seðlabankann, sem er til meðferðar í nefndinni. Ingimundur Friðriksson, sem sagði af sér embætti seðlabankastjóra í síðustu viku, kom á fund nefndarinnar klukkan 8:30 en Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, komu klukkan 9.

Þeir Davíð og Eiríkur segja í umsögninni að það efnahagsáfall sem yfir hefur dunið gefi vissulega tilefni til að huga að löggjöf um Seðlabanka Íslands. Þær breytingar sem þar eru lagðar til myndu engu breyta um stöðu eða styrk bankans til að hafa áhrif á atburðarás eins og þá sem varð.

„Ríkt tilefni væri til að fara yfir skyldur Seðlabankans við slíkar aðstæður, þau úrræði sem honum eru búin og verkaskiptingu stofnana á borð við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit, svo dæmi sé tekið. Nú þykir mörgum sem láta sig þessi mál varða og best þekkja til að rétt sé að kanna hvort ekki eigi að efla fjármálaeftirlit við yfirsýn og yfirstjórn regluverks á fjármálamarkaði (regulation) en um leið styrkja umsjónarvald og ábyrgð Seðlabanka gagnvart bankalegum þáttum (supervision, inspection) og draga um leið úr gráum svæðum milli slíkra stofnana. Fyrirliggjandi frumvarp tekur ekki með neinum hætti á slíkum þáttum né öðrum jafn brýnum. Þetta eru þó þeir þættir sem mest eru ræddir í þeim löndum sem lent hafa í áþekkum efnahagslegum áföllum og Ísland."(mbl.is)

Oft áður hefur verið rætt um  það,að nóg væri að hafa einn bankastjóra í Seðlabankanum.Það er ekki ný tillaga.En athugasemd bankastjóranna um að  efla fjármálaeftirlit bankans og umsjónarvald er athyglisverð og finnst  mér hún vel koma til   álita.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Seðlabanki Íslands.

Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

 

 

 


Geir ætti að biðja Jóhönnu afsökunar

Ásakanir Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, á hendur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, um að hafa farið með ósannindi um kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um leynd á fyrstu athugasemdum sjóðsins við frumvarp um Seðlabankann, voru ekki á rökum reistar.

Þetta kemur fram í pósti frá forsætisráðuneytinu í gærkvöldi. Þar segir að þegar Geir hafi sagst hafa fengið þau svör frá bankanum að engin leynd hvíldi yfir athugasemdunum, hafi bankinn verið að vísa til síðari athugasemdanna, sem enginn trúnaður hafi verið um og búið sé að birta opinberlega. (visir.is)

Þeir sem horfðu  á umræður frá alþingi í gær tóku eftir því að Geir Haarde var mjög harður við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og sakaði Geir hana beinlínis um að fara með ósannindi. Var þetta ólíkt Geir,sem yfirleitt hefur verið prúður í málflutningi.Það er því mikið atriði fyrir Jóhönnu að hafa fengið það staðfest frá IMF að hún fór með rétt mál. Geir ætti að biðja Jóhönnu afsökunar,

 

Björgvin Guðmundssoin



Bloggfærslur 17. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband