Föstudagur, 27. febrúar 2009
Vinsældir forsetans dvína
Innan við þriðjungur landsmanna, 31%, er ánægður með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. 65% landsmanna segjast vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.
Fyrir ári voru 87% landsmanna ánægð með störf forseta Íslands, að því er kom fram í sömu könnun. Nú eru 46% óánægð með forsetann og tæpur fjórðungur hvorki ánægður né óánægður.
Í könnuninni nú sögðust 65% landsmanna vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Mest óánægja er með störf Kolbrúnar Halldórsdóttir umhverfisráðherra. 48% eru óánægð með störf hennar en 14% ánægð.
Næst mest ánægja er með Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra en 59% eru ánægð með störf hans. Helmingur þátttakenda sagðist ánægður með störf Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra. 45% eru ánægð með Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, 40% með Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra og 29% með Ástu R. Jóhannesdóttur félagsmálaráðherra. 28% eru ánægð með störf Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- og iðnaðarráðherra en 21% með störf Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra.(mbl.is)
Það hefur verið nokkuð harður áróður gegn forsetanum í kjölfar bankahrunsins.Margir töldu hann hafa tekið afstöðu með útrásarvíkingunum. Ólafur Ragnar hefur talað mjög frjálslega undanfarið og látið ýmislegt flakka. Ef til vill er það vegna þess,að hann ætlar ekki að bjóða sig fram á ný.
Björgvin Guðmundsson

Föstudagur, 27. febrúar 2009
Ósmekkleg könnun
Skoðanakönnun um hvort menn vildu fá Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, sem formann Samfylkingar eða Ingibjörgu Sólrúnu,sem er í veikindafríi er að mínu mati ósmekkleg. Fólk veit ekki enn hvort Ingibjörg Sólrún hefur náð fullri heilsu og þess vegna er ekki sanngjarnt,að stilla henni upp á móti Jóhönnu.
Ingibjörg Sólrún gerði Jóhönnu að forsætisráðherra,þar eð hún var sjálf veik. Það liggur við,að hún hefði getað gert hvern sem var úr þingflokki Samfylkingarinnar að forsætisráðherra og sennilega Dag B.Eggertsson líka.Sá sem gerður var að forsætisráðherra fær strax mörg prik ef hann stendur sig þokkalega. Jóhanna hefur staðið sig mjög vel og var vinsæl fyrir. En það var ekki sjálfsagt,að Ingibjörg Sólrún veldi hana. En hún valdi hana.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Minni aukning atvinnuleysis
Engar nýjar hópuppsagnir höfðu síðdegis verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar fyrir þessi mánaðamót. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þó enn fjölgi á atvinnuleysisskrá, sé aukningin ekki jafnmikil og hún var um tíma í janúar. Nú eru 16.356 skráðir án atvinnu, 10.404 karlar og 5.949 konur.
Vinnumálastofnun kynnir í dag og á morgun, í samstarfi við norsku vinnumálastofnunina, atvinnutækifæri í Noregi. Á kynningunni gefst tækifæri til að fá upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði í Noregi, um laus störf og ekki síst tækifæri til að ræða beint og milliliðalaust við norska atvinnurekendur. Hátt í þrjátíu norsk fyrirtæki taka þátt í kynningunni.
Þetta eru allra handanna störf en mörg fyrirtækjanna leita eftir iðnaðarmönnum, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Kynningin fer fram í Ráðhúsinu frá klukkan 17 til 21 í dag og frá klukkan 12 til 18 á morgun, laugardag.(mbl.is)
Vonandi er atvinnuleysið að ná hámarki.Mesta böl verkafólks er atvinnuleysi. Gera þarf allt sem mögulegt er til þess að draga úr því.
Björgvin Guðmundsson

Föstudagur, 27. febrúar 2009
Össur sækist ekki eftir að taka við af Ingibjörgu Sólrúnu
Össur Skarphéðinsson segir að Ingibjörg Sólrún hafi leitt Samfylkinguna með miklum sóma. Vegna hennar heilsufars hafi Jóhanna farið tímabundið í fylkingarbrjóst og þeirra samspil hafi gengið mjög vel. Ingibjörg Sólrún hafi hvílst vel að undanförnu eftir sín veikindi og ætli að hvíla sig betur. Ekkert bendi hinsvegar til þess að hún láti af formennsku í Samfylkingunni.
Össur Skarphéðinsson sækist ekki eftir því að verða formaður Samfylkingarinnar gangi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá borði. Hann segist vel geta hugsað sér að styðja Jóhönnu Sigurðardóttir í það embætti, fari svo að hún gefi kost á sér og Ingibjörg Sólrún vilji draga sig í hlé. Nýjar kynslóðir séu þó einnig í spilunum. Samfylkingin framleiði leiðtogaefni á færibandi.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýtur mikils trausts hjá þjóðinni og samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem birtist í dag vill yfirgnæfandi meirihluti fólks sjá hana sem næsta formann Samfylkingarinnar.
Samfylkingin er ennfremur langstærsti flokkurinn samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum og er með yfir þrjátíu prósent atkvæða sem er talsvert yfir kjörfylgi. Össur Skarphéðinsson segir að þessi góði árangur sé ekki síst traustsyfirlýsing við Jóhönnu. Sjá MBL sjónvarp.(mbl.is)
Miklar vangaveltur eru nú um forustu Samfylkingarinnar.Menn bíða yfirkýsingar frá Ingibjörgu Sólrúnu.Allt veltur á því hvað hún ákveður.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Jóhanna segir ekki í kortunum,að hún leiði flokkinn
Það hefur aldrei verið í kortunum að ég fari í formannsframboð," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist styðja Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur. Jóhanna segir ótímabært að ræða hvort hún verði forsætisráðherraefni flokksins. Þá segir Jóhanna líklegt að hún gefi kost á sér til áframhaldandi þingmennsku.
Samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins vilja rúmlega þrefalt fleiri að Jóhanna leiði Samfylkinguna í komandi þingkosningum heldur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins. Munurinn er enn meiri ef aðeins eru skoðuð svör Samfylkingarfólks.
,,Ég er auðvitað afar þakklát fyrir þann stuðning sem fólk sýnir með þessum hætti við mig og mín vinnubrögð," segir Jóhanna.
Jafnframt fagnar Jóhanna auknum stuðningi við Samfylkinguna í könnunum sem Fréttablaðið og Morgunblaðið birtu í morgun. Þetta sýni greinilega að almenningur sé jákvæður fyrir þeim breytingum og áherslum sem Samfylkingin og ríkisstjórnin standi fyrir og þeirri endurskipulagninu sem nú sé hafin.
,,Það er ekki tímabært að segja neitt til um það núna," segir Jóhanna aðspurð hvort hún geti hugsað sér að verða forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar en Ingibjörg verði áfram formaður. Í kosningunum árið 2003 var Ingibjörg forsætiráðherraefni flokksins en þá var Össur Skarphéðinsson formaður.
Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík rennur út á morgun. Jóhanna segir líklegra en ekki að hún muni gefa kost á sér. Það skýrist á morgun.(visir.is)
Mikil effirvænting ríkir nú varðandi það hvað Ingibjörg Sólrún gerir,þ.e. .hvort hún verði áfram formaður flokksins og hvort hún tekur við að fullu eftir kosningar eða ekki.Ekkert er að marka skoðanakönnun um þessa hluti á meðan hún er í veikindafríi.Meira erað marka slíka könnun eftir að hún kemur í fríi.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Flýtival
Nýtt á Vísir.is
Leit á Vísi
LeitarorðHvernig líst þér á nýjan seðlabankastjóra?
Kjörkassinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Norðmaður ráðinn seðlabankastjóri til bráðabirgða
Forsætisráðherra hefur í dag í samræmi við ákvæði II til bráðabirgða með lögum um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sett Svein Harald Öygard, tímabundið í embætti seðlabankastjóra og Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Þeir hafa þegar hafið störf.
Settur seðlabankastjóri og settur aðstoðarseðlabankastjóri skulu gegna embætti þar til skipað hefur verið í stöðurnar á grundvelli auglýsinga samkvæmt ákvæðum laganna.
Í tilkynningu segir að Svein Harald Øygard, Cand.Oecon., sé fæddur árið 1960 og hlaut meistarapróf í hagfræði frá Oslóar Háskóla árið 1985, með þjóðhagfræði sem aðalgrein.
Svein Harald var aðstoðarfjármálaráðherra Noregs á árunum frá 1990 -1994. Meðal ábyrgðarsviða hans voru þjóðhagfræði, samþætting stefnu í ríkisfjármálum og peningamálastefnu, löggjöf á fjármálasviði og skattamálefni. Hann leiddi m.a. endurskoðun skattalöggjafar í Noregi árið 1992 og sat í starfshópi norsku ríkisstjórnarinnar um hugsanleg efnhagsleg áhrif inngöngu Noregs í Evrópusambandið.
Svein Harald tók þátt í vinnu norskra stjórnvalda er þau tókust á við banka- og gjaldmiðilskreppuna þar í landi árið 1992. Hann sat í efnahagsráði norska Verkamannaflokksins til ársins 2000.
Á árunum 1983 - 1990 starfaði Svein Harald í seðlabanka Noregs, fjármálaráðuneytinu og á norska- Stórþinginu. Í fjármálaráðuneytinu hafði hann yfirumsjón með verðbólgugreiningum og tengslum launa og verðlags við aðrar þjóðhagsstærðir.
Svein Harald hefur frá árinu 1995 starfað fyrir ráðgjafarfyrirtækið McKinsey&Company víða í Evrópu, í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Asíu, Mið-Austurlöndum og Afríku og var framkvæmdastjóri McKinsey&Company í Noregi frá 2005 - 2007. Í starfi sínu hjá McKinsey &Company hefur Svein Harald einkum unnið að verkefnum og stefnumótun á sviði orku og iðnaðar, skipulagi opinberrar stjórnsýslu og verkefnum tengd fjármálum.
Arnór Sighvatsson, settur aðstoðarseðlabankastjóri, hefur verið aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands frá árinu 2004. Hann var áður staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands frá 1995 og deildarstjóri á hagfræðisviði bankans, en hann hóf störf í bankanum árið 1990. Um tveggja ára skeið var Arnór aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Þá starfaði hann um hríð við háskólakennslu í Bandaríkjunum og vann um skeið á Hagstofu Íslands.
Arnór lauk doktorsprófi í hagfræði árið 1990 frá Northern Illinois University í Bandaríkjunum, en hafði áður lokið mastersprófi.(mbl.is)
Það er gott,að settur var seðlabankastjóri strax og það ekki látið dragast. En ég er ekki alveg sáttur við það,að útlendingur skuli ráðinn. Við eigum nóg af vel menntuðum íslenskum hagfræðingum. Sigurður Líndal segir að samkvæmrt stjórnarskránni eigi að skipa íslenskan ríkisborgara.
Björgvin Guðmundsson