Mánudagur, 2. mars 2009
Var Sigmundur að gagnrýna Höskuld?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem Framsóknarmenn settu til að verja stjórnina vantrausti. Of mikið ráðherraræði sé miðað við minnihlutastjórn og stjórnin hafi dregið lappirnar í veigamestu málunum.
Sigmundur segir að t.d. hafi of mikill tími farið í Seðlabankafrumvarpið. Framsóknarmenn séu óþreyjufullir eftir því að orðið verði við skilyrðum sem flokkurinn setti fyrir hlutleysi við ríkisstjórnina, s.s. eins í stjórnlagaþingsmálinu og að þing verði rofið 12. mars og kosningar boðaðar 25. apríl. Framsóknarflokkurinn ætli þó ekki fella ríkisstjórnina.(ruv.is)
Þetta eru skrítnar athugasemdir hjá Sigmundi.Hann kvartar yfir,að Seðlabankamálið hafi tekið of langan tíma en veit þó,að Höskuldur Þórhallsson Framsóknarmaður tafði málið.Stjórnin hefur ekki tafið eitt einasta mál.Það er þingið sem tefur málin og formaður framsóknar ætti að vita að það tekur tíma að afgreiða málin þar.Sigmundur vill,að þing verði rofið 12.mars en þó á að afgreiða mikinn fjölda mála áður og þar á meðal stjórnlagaþing en það mál mun taka langan tíma.Það er ekki heil brú i málflutningi Framsóknar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. mars 2009
Jóhanna vill lengri tíma fyrir þingið


Mánudagur, 2. mars 2009
Sjálfstæðisflokkurinn var á móti miklu eftirliti!
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðiflokksins var samþykkt að ekki mætti íþyngja atvinnulífinu með of miklu eftirliti og regluverki.Hér er komin skýringin á því hvers vegna Seðlabanki og Fjármálaeftirlit horfðu aðgerðarlaus á bankana þenjast út þar til þeir fóru á hausinn.Sjálfstæðismenn héldu um stjórnartauma í báðum þessum eftitlitsstofnunum..Þeir höfðu fengið línu frá landsfundi,að eftirlit ætti að vera lítið sem ekkert.IMF beindi tilmælum til Seðlabankans í apríl sl.,að gerðar yrðu ráðstafanir gegn útþenslu bankanna. En því var ekki sinnt. Það var ekki í samræmi við samþykkt landsfundar
Sjálfstæðisflokksins.Þorvaldur Gylfason prófessor skrifaði hverja greinina á fætur annarri um mikla og hættulega skuldasöfnun bankanna erlendis.Hann taldi stórhættu á ferðum. Seðlabankinn gat stöðvað þessa skuldasöfnun. en hann gerði það ekki. Það var ekki í samræmi við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði,að allt ætti að vera frjálst. Hún reyndist þjóðinni dýr þessi landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 2. mars 2009
14000 atvinnulausir fá 2 millj. í bætur í dag
Vinnumálastofnun greiðir út atvinnuleysistryggingar í dag, tæpa 2 milljarða króna, til um 14 þúsund einstaklinga. Greitt er fyrir tímabilið 20. janúar 19. febrúar 2009.Alls eru 16.411 skráðir atvinnulausir á lista Vinnumálastofnunar í dag, 10.444 karlar og 5.967 konur.
Eru umsækjendur um atvinnuleysisbætur beðnir um að sýna því skilning að töluvert álag verður að öllum líkindum á símakerfi Greiðslustofunnar í dag.
Vinnumálastofnun bendir umsækjendum á að það er ekki öruggt að allir launaseðlar nái að skila sér í hús í dag þannig að til þess að fylgjast með hvort greiðsla hefur borist er líklega best að fylgjast með bankareikningnum.(mbl.is)
Þetta er gífurlegt atvinnuleysi. En það er lán i óláni,að við skulum eiga atvinnuleysistryggingarnar og geta greitt atvinnulausum atvinnuleysisbætur.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 2. mars 2009
Gjaldeyrishöftin ekki afnumin á næstunni
Í tilkynningu um málið segir að næsta endurskoðun á reglum um gjaldeyrismál mun eiga sér stað eigi síðar en 1. september 2009. Seðlabanki Íslands metur reglubundið skilvirkni gjaldeyrishaftanna í samhengi við peningastefnuna og vinnur að áætlun um afnám þeirra í áföngum.
Eitt af meginviðfangsefnum viðræðna stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú standa yfir er mat á því hvort forsendur þess að hægt sé gefa fjármagnsflutninga á milli Íslands og annarra landa frjálsa á ný séu fyrirhendi. ((mbl.is)
Það er skaði,að ekki sé unnt að afnema gjaldeyrishöftin fljótlega.Höftin tovelda frjáls viðskipti og eðlilega samkeppni.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 2. mars 2009
Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna
Stjórn Samfylkingarinnar hefur fjallað um ósk stjórnar Íslandshreyfingarinnar lifandi lands um að gerast formlegur aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum flokksins. Stjórn Samfylkingarinnar býður Íslandshreyfinguna velkomna til liðs við flokkinn og fagnar auknum liðsstyrk. Í erindi stjórnar Íslandshreyfingarinnar kom fram að hreyfingin heitir Samfylkingunni fullum stuðningi í komandi Alþingiskosningum, en ákvörðun stjórnar Íslandshreyfingarinnar verður lögð fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst.
Það er mikill fengur að því að fá Íslandshreyfinguna til liðs við Samfylkinguna.
Björgvin Guðmundsson
B
..
Mánudagur, 2. mars 2009
Á Ingibjörg Sólrún ein að axla ábyrgð?
Þær raddir heyrast,að Ingibjörg Sólrún eigi að draga sig í hlé vegna bankahrunsins. Hún hafi verið á vaktinni,þegar hrunið varð og ekki fylgst nægilega vel með. Þetta er fullgilt sjónarmið.En ég er ekki sammála því. Ég tel,að Sjálfstæðisflokkurinn beri hér höfuðábyrgðina og eiga að axla ábyrgð af hruninu. Það er frjálshyggjan,stefna Sjálfstæðisflokksins,sem brást.Samkvæmt þessari stefnu átti allt að vera frálst og regluverk í lágmarki.Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir einkavæðingu bankanna.Hún mistókst.Það var illa að henni staðið.Bankarnir voru afhentir mönnum,sem kunnu ekki að reka banka.Þeir settu bankana á hausinn á fáum árum og eftirlitsstofnanir sátu með hendur í skauti m.a. vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins um afskiptaleysi.Það er út í hött að láta Ingibjörgu Sólrúnu axla ábyrgð af öllum þessum mistökum Sjálfstæðisflokksins.Valdatíð Sjálfstæðisflokksins stóð í 18 ár en Samfylkingarinnar aðeins í 18 mánuði.
Ef ráðherrar Samfylkingarinnar í stjórn Geirs Haarde eiga að axla ábyrgð af hruninu gildir það um þá alla en ekki einstaka.Það gildir þá jafnt um Jóhönnu sem Ingibjörgu Sólrúnu.Við getum ekki fórnað sumum og hlíft öðrum eftir einhverri hentistefnu.
Samfylkingin undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar sleit stjórninni með Sjálfstæðisflokknum m.a. vegna bankahrunsins. Það hefði átt að gerast strax í oktonber. Krafa almennings var þingkosningar og afsögn ríkisstjórnarinnar. Þær kröfur´ náðu fram að ganga. Og með kosningum leggja allir sig undir dóm kjósenda og axla ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 2. mars 2009
Likur á að olía finnist á Drekasvæði aukast
Auknar líkur virðast nú á að olía kunni að finnast á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Nýlegar hljóðbylgjumælingar og endurmat á upplýsingum sem þegar liggja fyrir benda til þess að setlög, svipuð þeim sem finna má á nærliggjandi og jarðfræðilega tengdum olíusvæðum við Noreg og Grænland.
Mun Orkustofnun kynna þessar niðurstöður á ráðstefnu American Association of Petroleum Geologists Prospect and Property Expo (APPEX), sem hefst í London á morgun og stendur fram á fimmtudag.
Við erum staðráðin í að kanna vel hvort að olía leynist á Drekasvæðinu þrátt fyrir efnahagskreppuna, er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkis- og iðnaðarráðherra, á vefsíðunni Oil and Gas Online. Segir Össur ennfremur að mörg alþjóðleg olíufyrirtæki hafi þegar lýst yfir áhuga á frekari rannsóknum á svæðinu.(mbl.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir.Þjóðin þarf góðar fréttir í kreppunni. Og enda þótt olíuleit á Drekasvæði sé langtímaverkefni er gott að hafa eitthvað jákvætt að horfa til.
Björgvin Guðmundssn