Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Jóhanna hefur trú á,að Samfylking og VG nái samkomulagi um ESB
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fulla trú á því að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ásættanlegri niðurstöðu sem leiði þjóðina inn í Evrópusambandið.
Björgvin Sigurðsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, sagði á framboðsfundi Ríkissjónvarpinu í Suðurkjördæmi að samstarf í ríkisstjórn eftir kosningar komi ekki til greina nema Evrópustefnan verði á hreinu. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í morgun að það væri erfitt að ganga til viðræðna eftir kosningar með einhver ófrávíkjanleg skilyrði. Evrópumálin væri þó meginmál Samfylkingarinnar. Vinstri grænir hafi sagt að þeir vilji útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og hún hafi fulla trú á því að það náist niðurstaða sem leiði þjóðina inn í Evrópusambandið.
Björgvin Guðmundsson
.
Til baka
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
8400 hafa skrifað undir aðild að ESB
Í hádeginu í dag höfðu 8.400 manns skrifað undir áskorun um aðild að Evrópusambandinu á vefnum www.sammala.is. Í dag kl. 16.30 efnir hópurinn, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina, til kynningarfundar í Iðnó. Þar munu sjö af þeim þúsundum Íslendinga sem þegar hafa skráð sig á listann, útskýra hvers vegna þeir eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við að loknum kosningum, eigi að hafa eitt af sínum forgangsvekefnum að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.
Til máls taka:
- Auður Jónsdóttir, rithöfundur
- Guðmunudur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins
- Guðrún Pétursdóttir, háskólakennari
- Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP
- Hörður Arnarson, verkfræðingur
- Óttar Proppé, tónlistarmaður og bóksali
- Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra
Nafnalistinn á sammala.is er nú aðgengilegur á ný og hægt að sjá hverjir hafa ljáð málstaðnum lið.
Áskorunin á vefnum hljóðar svo:
Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað.
Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök.
Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við , eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.
Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild
að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Steingrímur bjartsýnn á stjórnarmyndun með Samfylkingu
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir óskynsamlegt af Björgvini G. Sigurðssyni og Árna Páli Árnasyni, þingmönnum Samfylkingarinnar, að loka sig af með yfirlýsingum um Evrópumál og stjórnarsamstarf við Vinstri græna. Hann heldur ró sinni yfir ummælum tvíeykisins. Ég held að þessir höfðingjar séu að reyna stappi stálinu í sjálfa sig," segir formaðurinn.
Björgvin útilokaði á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Þá sagði Árni Páll í kosningaumræðuþætti Stöðvar 2 að Samfylkingin leggi höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum þingkosningunum á laugardaginn.
Ég hef ekki heyrt þetta sett fram með sama hætti af formanni Samfylkingarinnar eða öðrum forystumönnum eins og utanríkisráðherra, en þau fara nú kannski með prókúruna að hálfu Samfylkingarinnar," segir Steingrímur sem kveðst taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur að farið verði yfir þetta mál þegar til stjórnarmyndunarviðræðna komi. En ég get ekki leynt því að mér finnst frekar óskynsamlegt hjá mönnum að fara að loka sig af með þessum hætti."
Þeim mun minni úrslistakosti eða fyrirfram skilyrði sem menn setja, þeim mun auðveldara er að ganga til viðræðna," segir formaðurinn.
Steingrímur segist hafa rætt Evrópumálin líkt og önnur mál við Jóhönnu og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrum formann Samfylkingarinnar, en það sé algjörlega ósamið um það eins og allt annað.
Steingrímur segist ekki hafa séð neitt sem hann telji að útiloki að flokkarnir nái saman í Evrópumálum. Ég bendi á að þessi staða hefur áður verið uppi og menn hafa myndað ríkisstjórnir á Íslandi, Noregi og víðar sem samanstaðið hafa af flokkum með ólíkar skoðanir í Evrópumálum."
Á Íslandi hefur aldrei verið mynduð tveggja flokka meirihlutastjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Mesta samanlagða fylgi vinstriflokka var í þingkosningunum 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu 44,6% atkvæða. Steingrímur segir að fái Vinstri grænir og Samfylkingin meirihluta í kosningunum á laugardaginn sé um að ræða ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni.
Ef þessir tveir flokkar standa með traustan meirihluta bak við sig að morgni sunnudagsins 26. apríl þá eru það ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. Menn verða að taka mark á því og það leggur öllum mikla ábyrgð á herðar. Við ætlum ekki að hlaupast frá henni," segir Steingrímur.(visir.is)
Ég er sammála Steingrími í öllum aðalatriðum. Það verður unnt að leysa ágreining um Evrópumálin og þessir tveir flokkar munu mynda stjórn ef þjóðin veitir þeim umboð til þess.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Lífeyrisþegar: Kjör þeirra lægst launuðu hafa verið varin
Ég hefi gagnrýnt,að um síðustu áramót voru kjör hjá sumum lífeyrisþegum,öldruðum og öryrkjum,skert þar eð þeir fengu ekki fulla vísitöluuppbót í samræmi við verðbólguna.En kjör hinna lægst launuðu meðal lífeyrisþegar voru varin og þeir fengu fulla verðlagsuppbót um áramót og fulla hækkun til þess að vega upp á móti verðbólgunni.Jóhanna Sigurðardóttir lagði sem félagsmálaráðherra mesta áherslu á að verja kjör þeirra verst settu meðal lífeyrisþega.Það ber að þakka.
Um áramótin hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja,einhleypra lífeyrisþega, í 180 þús. á mánuði fyrir skatta eða í 150-155 þús. kr. eftir skatta.Þarna var um 12000 lífeyrisþega að ræða eða 1/4 lífeyrisþega. Þessi hópur fékk fulla verðlagsuppbóta eða tæp 20% en hinir fengu 9,6% hækkun.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
ESB: Samfylkingin hefur skýr samningsmarkmið
- Samfylkingin hefur skýr samningsmarkmið vegna væntanlegra samninga við ESB.Einnig vill hún samvinnu við ESB um brýnar aðgerðir til að styðja við verðmyndun á krónunni innan ramma aðildarviðræðnanna og þar með aðgerðir til að greiða fyrir upptöku evru
- Samfylkingin vill:
- Full yfirráð yfir aðlindum
- Raunverulegt forræði fyrir úthlutun veiðiheimilda á Íslandsmiðum
- Viðurkenningu á a.m.k. sömu réttindum og Svíar og Finnar hafa til stuðnings við landbúnað umfram stuðning samkvæmt landbúnaðarstefnu ESB
- Sérstakt tillit til íslensks landbúnaðar í ljósi matvælaöryggissjónarmiða og fjarlægðar Íslands frá mörkuðum.
Mér líst vel á þessi samningsmarkmið. Ef við náum þeim getum við óhrædd gengið í Evrópusambandið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Innkalla á allar veiðiheimildir
Bæði Samfylkingin og VG hafa lýst þeirri stefnu sinni að innkalla beri allar veiðiheimildir.Samfylkingin vill gera þetta á 20 árum,5% á ári. Það er mjög mild aðferð. Síðan á að úthluta veiðiheimildunum aftur gegn gjaldi.Andstæðingar þessarar leiðar segja,að þetta muni setja útgerðina á hausinn.Það er hræðsluáróður og stenst ekki.Mörg útgerðarfyrirtæki eru nú þegar á hausnum og skuld sett upp í rjáfur.Útgerðin skuldar nú 5-600 milljarða í ríkisbönkunum.Hún stendur ekki svona illa vegna þess að kvótarnir hafi verið teknir af henni,heldur vegna kvótakerfisins. Stór útgerðarfyrirtæki hafa tekið´ lán á lán ofan til þess að kaupa kvóta af smærri útgerðaraðilum. Svo hafa þessar stórútgerðir einnig tekið lán til þess að taka þátt í hlutabréfa-og verðbréfabraskinu
Samfylkingin vill ræða við útgerðarmenn um breytingar á kvótakerfinu og helst ná sátt um kerfisbreytingar. En Samfylkingin ætlar ekki að láta útgerðina stöðva nauðsynlegar breytingar á kvótakerfinu. Það verður að gera breytingar til þess að ná sátt við þjóðina. 80% þjóðarinnar eru á moti kvótakerfinu eins og það er í dag. Það verður ekki komist hjá breytingum.Þær eru nauðsynlegar..
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
35 námskeið í Háskóla Íslands í sumar
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til að orðið hafi verið við kröfum stúdenta og minna verði um atvinnuleysi meðal þeirra í sumar. Tilkynnt var í dag að Háskóli Íslands bjóði upp á 35 námskeið í sumar og aðstöðu til sjálfsnáms. Áætlaður kostnaður hljóðar upp á 50 milljónir króna. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs, er sátt við niðurstöðuna. (ruv.is)
Það er ánægjulegt,að tekist hafi að koma á fót 35 námskeiðum fyrir stúdenta í sumar.Það er skynsamlegra að þeir stundi nám en gangi um atvinnulausir. Gott fram tak hjá Háskólanum og menntamálaráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
60+: Sett verði 100 þús.kr. frítekjumark vegna tekna úr lífeyrisssjóði
60 + ,stjórn eldri borgara í Samfylkingunni hefur opnað heimasíðu.Þar segir svo um málefni eldri borgara í aðdraganda kosninga:
Stjórnin gerir sér grein fyrir því, að þótt margt þurfi að lagfæra í málefnum eldri borgara, þá eru aðstæður í þjóðfélaginu þannig, að umtalsverðir fjármunir verða ekki sóttir í sjóði landsmanna á næstunni. Engu að síður er rétt að halda til haga áherslum og baráttumálum 60+.
- Stefnt verði að því, að skerðing á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum, vegna tekna úr lífeyrissjóðum, verði afnumin í áföngum. Í fyrsta áfanga verði sett 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Einnig að tekjuskattur af greiðslum úr lífeyrissjóðum verði lækkaður í 10 af hundraði og sæti sömu skattlagningu og fjármagnstekjur.
- Þá er það markmið 60+ að lífeyrir frá almannatryggingum verði hækkaður umtalsvert. Stefnt verði að því, að hjá öldruðum einstaklingum jafngildi hann neysluútgjöldum, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands á hverjum tíma. Einnig yrði það mikil kjarabót fyrir eldri borgara ef skattleysismörk yrðu hækkuð.
- Nú ríkir mikið og vaxandi misrétti í greiðslum á makalífeyri frá lífeyrissjóðum. Nauðsynlegt er að stefna að því, að lífeyrisréttindi verði sameiginleg eign hjóna, og réttindi ekki skert eða felld niður við fráfall þess, sem þeirra hefur notið.
- Lyfjakostnaður eldri borgara hefur hækkað verulega á undanförnum misserum. 60+ telur að betur þurfi að standa vörð um hæfilegan lyfjakostnað eldri borgara.
- Stjórn 60+ leggur mikla áherslu á að heimaþjónusta og heimahjúkrun verði forgangsverkefni í þágu eldri borgara. Allt verði gert til að gera þeim kleift að dvelja í eigin húsnæði eins lengi og kostur er. Á þann hátt verða lífsgæði eldri borgara meiri og betri og þessi stefna felur í sér umtalsverðan sparnað í heilbrigðiskerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
21000 vilja að tekið verði til í lífeyrissjóðunum
Helgi Vilhjálmsson, kenndur við sælgætisgerðina Góu, mætir klukkan 10:50 í dag til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra með um 21.000 undirskriftir einstaklinga sem skora á að tekið verði til í lífeyrissjóðakerfinu. (mbl.is)
Þetta er virðingarvert framtak hjá Helga í Góu að safna þessum undirskriftum.Ríkisstjórnin getur ekki hundsað þessar undirskriftir. Það verður að taka til í lífeyrissjóðskerfinu. Eitt af því sem þarf að gera er að breyta stjórnum sjóðanna. Sjóðfélagar eiga sjálfir að kjósa stjórnir sjóðanna og leggja á af helmingaskipti Samtaka atvinnulífsins og ASÍ.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar enn.Öruggt fylgi stjórnarflokkanna
Borgarahreyfingin sem býður fram O-listann fær fjóra menn kjörna á þing, verði niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun sem Capacent Gallup birti í gær.
Samfylkingin fengi 20 menn kjörna á þing, samkvæmt þessari könnun, tveimur fleiri en við síðustu kosningar. Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi 17 þingmenn í stað þeirra níu sem flokkurinn hefur. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 15 þingmenn og missti tíu frá síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn fengi engan mann kjörinn en fékk fjóra fyrir tveimur árum.
Nýr flokkur hefur ekki náð mönnum á þing frá árinu 1999 þegar Frjálslyndi flokkurinn fékk fyrst menn kjörna. Það er ekki auðvelt að brjóta það mót sem flokkakerfið er í, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og telur niðurstöðu Borgarahreyfingarinnar mikil tíðindi. (mbl.is)
Samfylkingin fengi rúmlega 30% samkvæmt þessari könnun og Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæplega 23%. Þetta er lægst fylgi sem Sjálfstæðisaflokkurinn hefur fengið í könnun. Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki manni á þing og virðist Borgaraflokkurinn ætla að taka sæti hans á þingi.
Björgvin Guðmundsson.