Geir tekur ábyrgð á styrknum frá Fl Group

Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segist einn bera alla ábyrgð á því, að flokkurinn tók við 30 milljóna króna framlagi frá FL Group í árslok 2006. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri þar enga ábyrgð.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Geir hefur sent frá sér og er eftirfarandi:

„Með vitund og vilja mínum var haustið 2006 ráðist í mikið átak til að rétta við fjárhag Sjálfstæðisflokksins í samræmi við þær reglur um fjármál stjórnmálaflokka sem þá var unnið eftir. Komu þar fjölmargir að verki.

Á sama tíma var ég fyrsti flutningsmaður frumvarps til nýrra laga um fjármál flokkanna sem tóku gildi 1. janúar 2007.

Eitt framlag til flokksins frá þessum tíma hefur að undanförnu verið sérstaklega til umfjöllunar, þ.e.a.s. framlag frá FL-Group seint í desember 2006.

Núverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem þá var nýkominn til starfa, hafði ekki frumkvæði eða sérstakan atbeina að þessari greiðslu. Ég samþykkti að við henni skyldi tekið, enda fylgdi henni sú skýring að hér væri um að ræða framlag margra aðila sem umrætt fyrirtæki sæi um að koma til skila.

Ég ber því sem formaður flokksins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bera hér enga ábyrgð."(mbl.is)

Þetta er hið undarlegasta mál. Áreiðanlega hafa fleiri vitað um styrkinn frá FL Group en Geir H.Haarde. En hann tekur málið einn á sig.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Samfylkingin: Upptaka evru og velferðarbrú

Samfylkingin lagði í dag fram ítarlega efnahagsstefnu undir kjörorðinu Skal gert – Leiðir jafnaðarmanna  í efnahags,  atvinnu og  velferðarmálum. Segir flokkurinn, að sérfræðingar úr atvinnulífi, háskólum  og verkalýðshreyfingu hafi komið að verkinu.

Meginatriði stefnunnar eru þessi:

  • Bráðaaðgerðir í atvinnumálum
  • Velferðarbrú fyrir heimilin
  • Upptaka evru og stuðningur seðlabanka Evrópu við krónuna fram að því
  • Skapa forsendur fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraðari vaxtalækkun
  • Leggja grunn að stöðugleika, uppbyggingu atvinnulífs og fyrirtækja og bættum lífkjörum  heimila með aðildarsamningi við Evrópusambandið.

 

Helstu verkefni Samfylkingarinnar í efnahagsmálum á næsta kjörtímabili eru þessi:

  • Aðhald og ábyrgð í fjármálum til að vinna á halla ríkissjóðs. Það þarf að greiða niður skuldir án skattbyrða sem draga úr verðmætasköpun eða bitna á lífskjörum fólks.
  • Traust velferðarbrú - markvissar aðgerðir sem koma heimilunum í landinu yfir tímabil erfiðleikanna.
  • Að ljúka endurreisn fjármálakerfisins þannig að það verði fyllilega í stakk búið til að sinna þörfum fólks og  fyrirtækja í landinu.
  • Að endurheimta traust, innanlands og utan.

 

Björgvin Guðmundsson


    Samfylkingin stærst í sv-kjördæmi

    Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

    Ef úrslit kosninganna 25. apríl verða í samræmi við könnunina verða talsverðar breytingar á þingliði Suðvesturkjördæmis. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töpuðu manni og Samfylking og Vinstri-græn bættu við sig einu þingsæti hvor flokkur.

    Samfylking fær stuðning 32,2% aðspurðra og bætir við sig 3,8 prósentustigum. Hafði 28,4% í kosningunum 2007. Samfylkingin fengi samkvæmt þessu fjóra þingmenn.

    Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur, nýtur nú fylgis 31,4%, fellur um 11,2 prósentustig. Hann fengi einnig fjóra þingmenn.

    Vinstri-græn eru hástökkvarar könnunarinnar; bæta við sig 11 og hálfu prósentustigi og fengju 23,1% og tvo þingmenn, bættu við sig einum.

    Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig fylgi frá kosningunum, fengi nú 7,7%; hálfu prósentustigi meira en 2007. Engu að síður tapaði flokkurinn eina þingmanni sínum í Suðvesturkjördæmi.

    Borgarahreyfingin fær fylgi 2,7 prósenta í könnuninni, Frjálslyndir fá 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,3%.

    Skipting jöfnunarsæta er ekki skoðuð út frá niðurstöðum þessarar könnunar. Síðastur inn er fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Næstur inn væri þriðji maður Vinstri-grænna og afar skammt á eftir er fyrsti maður Framsóknar. Því þarf fylgi að breytast mjög lítið til að það hafi áhrif á skiptingu kjördæmakjörinna þingmanna hjá flokkunum.(ruv.is)

    Þetta eru góðar fréttir.Samfylking og VG sækja fram.Íhaldiö tapar.Vonandi verða úrslit kosninganna á þann veg.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

    f

    Náttúruauðlindir verði þjóðareign

    Í frumvarpi að breyttri stjórnarskrá,sem nú er til umræðu á alþingi segir svo í 1.grein:" Náttúruauðlindir,sem ekki eru háðar einkaeignarrétti,eru þjóðareign". Þessu er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast á móti. Flokknum er svo mikið í mun ao hindra það,að þetta ákvæði fari í stjórnarskrá  að flokkurinn heldur uppi stöðugu málþófi og setur þingið í uppnám.

    Framangreint ákvæði þýðir að það er sett í stjórnarskrá,að auðlindir sjávar,fiskimiðin,kvótarnir séu sameign þjóðarinnar,þjóðareign.Er Sjálfstæðisflokkurinn ef til vill að hindra að það fari í stjórnarskrá.Mörg ríki Evrópu  hafa sett svipuð ákvæði í stjórnarskrá.Það er mjög mikilvægt,að við gerum það einnig.Með því tryggjum við yfirráð þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum okkar t.d. ef við göngum í   ESB.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Ætla að fjölga störfum um 16-18ooo

    Vinstri græn ætla að fjölga störfum um 16-18 þúsund. Í nýjum kosningabæklingi eru störfin flokkuð og tilgreint hvernig þau gætu orðið til.

    Allt að 4300 störf verði til í ferðaþjónustu og tengdum greinum meðal annars með landkynningu og aukinni vetrarferðamennsku. 500 störf gætu orðið til vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjum sem notuð eru í ferðþjónustunni.

    Allt að 3800 störf gætu orðið til í framleiðslugreinum. Meðal annars með markaðsátaki og auknum útflutningi á íslenskum hágæðalandbúnaðarafurðum. Stóraukinni innlendri korn- og áburðarframleiðslu, aukinni vinnslu á fiski hér á landi og öflugri smábátaútgerð.. Einnig er talað um að endurreisa fyrirtæki í skipaiðnaði, úrvinnsluiðnaði, ullar- og skinnaiðnaði, húsgagnaframleiðslu og vatnsútflutningi.

    Allt að 2100 störf gætu orðið til með nýsköpun og í sprotafyrirtækjum meðal annars með því  að styrkja Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð, Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni. Þá eru einnig nefnd störf í gagnavörslu, kísiliðnaði og matvöruframleiðslu með ódýrri orku. Íslensk menning, kvikmyndir og tónlist verði atvinnuskapandi útflutningsgrein.

    Allt að 2500 heislsársstörf og 2000 sumarstörf með aðkomu ríkisins. Þar eru mannaflsfrekar framkvæmdir nefndar svo sem viðhaldsframkvæmdir, endurbætur á vegum og efling velferðar og skólakerfisins. Einnig með því að jafna vinnu þannig vinnuvikan styttist en fleira starfsfólk þurfi í staðinn.

    Að lokum gætu allt að 4000 afleidd störf orðið til í þjónustu vegna fjölgunar annarra starfa.(ruv.is)

    Þetta er metnaðarfull stefnuskrá hjá VG.Vonandi verður unnt að koma henni í framkvæmd.Ef núverandi stjórn heldur velli í kosningunum verður það brýnasta verkefnið,að tryggja öllum vinnu.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

    f

    Frumvarp um greiðsluaðlögun tekið fram fyrir stjórnarskrármálið

    Umdeilt frumvarp forystmanna allra flokka utan Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnarskránni hefur verið fært til á dagskrá Alþingis. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksformanna og forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um frumvarpið hefur staðið undanfarna daga og sjálfstæðismenn verið sakaðir um málþóf.

    „Við fögnum því þetta sem skiptir fjölskyldarnar í landinu miklu máli," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

    Frumvarp allsherjarnefndar um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði var tekið til 2. umræðu og þá er ráðgert að ræða frumvarp fjármálaráðherra um tekjuskatt og hærri vaxtabætur síðar í dag. Af því loknu verður umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið framhaldið.  (mbl.is)

    Það er gott,að samkomulag náðist um að afgreiða frv. um greiðsluaðlögun í dag.Einnig á að afgreiða í dag frv. um hækkun vaxtabóta en síðan verður frv um stjórnskipun tekið aftur á dagskrá síðar í dag.

     

    Björgvin GHuðmundsson


    íhaldið bað um 30 millj. kr. styrk hjá FL group( Baugi)!

    Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því sjálfur að biðja um 30 milljóna króna fjárstyrk frá FL Group. Nokkrir forystumenn flokksins segjast ekki hafa haft hugmynd um umræddan styrk.

    Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að FL Group hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Fréttstofan hefur séð gögn sem sýna að 29. desember árið 2006 hafi umrædd fjárhæð verið yfirfærð af reikningi FL Group inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, mun hafa gefið vilyrði fyrir greiðslunni, samkvæmt heimildum, en Sjálfstæðisflokkurinn haft frumkvæði að því að óska eftir styrknum.

    1. janúar 2007, fáeinum dögum eftir millifærsluna, tóku gildi lög um að stjórnmálaflokkum væri óheimilt að taka við hærri fjárstyrkjum en sem næmu 300 þúsund krónum frá einstökum lögaðila.

    Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn hefði, ekki frekar en aðrir flokkar, verið með opið bókhald fyrir þann tíma. Flokkurinn hyggðist að svo stöddu ekki tjá sig um einstök fjárframlög til flokksins sem áttu sér stað fyrir setningu laganna.

    Svo virðist sem þingmenn og fyrrverandi ráðherrar hafi ekki haft vitneskum um umræddan fjárstyrk. Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofuna ekki hafa vitað um fjárframlag frá FL Group til Sjálfstæðisflokksins og kveðst hafa aftekið með öllu þessa ráðstöfun fjár, hefði hann haft pata af henni. Árni Mathiesen, þingmaður og þáverandi fjármálaráðherra, segist fyrst hafa frétt af málinu í fréttum Stöðvar 2.

    Þá segir Sigurður Líndal, lagaprófessor, að ofangreind lög um fjármál stjórnmálasamtaka hafi verið sett til að tryggja heilbrigða stjórnarhætti. Hvers kyns hagnýting á þeim sé siðferðilega áfmælisverð. Að því gefnu að gögn málsins séu rétt, segir hann jafnframt slæmt fyrir trúðverðugleika stjórnmálaflokks að taka við svo hárri upphæð og frá jafn umdeildu félagi. (mbl.is)

    Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins vekur mikla furðu.Flokkurinn hefur vitað,að setja átti lög,sem takmörkuðu styrkveitingar til flokka.Samt tekur flokkurinn við 30 millj. kr. styrk og ekki nóg með það,heldur hafði frumkvæði að honum.Þetta er siðlaust.Það er svo önnur saga,a'ð þarna var íhaldið að leita eftir styrk hjá fyrirtæki,sem Baugur átti mikið í!

     

    Björgvin Guðmundsson


    Stýrivextir fara í 15,5% í dag

    Seðlabanki Íslands hefur lækkað stýrivexti um 1,5 prósentustig, í 15,5%. Er þetta í takt við væntingar markaðarins en flestir höfðu spáð 100-150 punkta lækkun stýrivaxta nú. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli.

    Einungis eru liðnar tæpar þrjár vikur síðan peningastefnunefndin lækkaði stýrivextina um eitt prósentustig í 17% og hafa stýrivextir því lækkað um 2,5 prósentustig á þremur vikum, úr 18% í 15,5%.  Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 25. júní nk. en ársfundur bankans verður haldinn þann 17. apríl.

    Það var fyrsta stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar hinn 19. mars síðastliðinn. Þá kom fram það sjónarmið meðal sérfræðinga að með því að taka ákvörðun um aukavaxtaákvörðunardag benti það til frekari lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans innan tíðar líkt og nú hefur komið fram.

    Kynningarfundur verður haldinn í Seðlabanka Íslands í dag klukkan 11 fyrir blaða- og fréttamenn og sérfræðinga ýmissa stofnana, háskóladeilda og samtaka í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti Seðlabanka Íslands.(mbl.is)

    Talin er alger nauðsyn  á því að lækka vexti ört vegna fyrirtækja og heimila.Það stendur enginn undir þeim háu vöxtum sem í gildi eru.Ástæðan fyrir því að vextir lækka ekki örar er sú,að krónan er m,jög óstöðug og hefur hún lækkað á ný undanfarna daga.

     

    Björgvin Guðmundsson

    Fara til baka 


    Fjörugar eldhúsdagsumræður

    Formenn stjórnmálaflokkanna skutu föstum skotum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöld. Þeir gagnrýndu afstöðu annarra flokka til breytinga á stjórnarskrá og aðgerða til bjargar heimilum og fyrirtækjum þegar þeir töluðu til kjósenda úr þingsalnum.


    Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars að flokkurinn hafnaði nýjum sköttum, skattar væru ekki á dagskrá Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði greiðsluaðlögunarlögin of þung í framkvæmd en flokkurinn vildi lækka afborganir húsnæðislána og lengja lánstímann á móti.

    Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, lagði áherslu á þau verk sem ríkisstjórnin hefði hrundið í framkvæmd en bætti við að nauðsynlegt væri að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst og taka upp evru. Auk þess þyrfti að tryggja betur jafnrétti kynja.

    Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, fjallaði um tillögur flokksins í efnahagsmálum og vildi að komið yrði á uppboðsmarkaði með gjaldeyri. Hann sagði Framsóknarlfokkinn einan hafa lagt fram heildstæðar efnahagstillögur.

    Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði að þjóðin myndi fara í gegnum erfiðleikana saman. Það yrði meðal annars gert með niðurskurði og skattahækkunum á þá sem mættu við að greiða hærri skatta.

    Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði nauðsynlegt að tryggja eins mörg störf og hægt væri. Álver á Bakka og í Helguvík væru nauðsynleg, sömuleiðis að auka þorskkvóta um hundrað þúsund tonn. (ruv.is)

    Jóhanna flutti áberandi bestu ræðuna.Hún lagði mesta áherslu á velferðina.Það kom vel fram í umræðunum hvað hún er orðin sterkur stjórnmálamaður.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Bloggfærslur 8. apríl 2009

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband