Fleiri þurfa að fá greiðsluaðlögun

Lilja Mósesdóttir, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið mistök að fleiri gætu ekki fengið greiðsluaðlögun en þeir sem komnir eru í fjárhagslegt þrot. Greiðsluaðlögun hefði átt að standa fleirum til boða.

Málefni húsnæðisskuldara voru meðal þess sem rætt var í Silfri Egils í dag. Lilja lýsti skilningi sýnum á áhyggjum yfir stöðu skuldara sem eiga orðið erfitt með að standa í skilum. Lilja sagði ákveðið réttlætismál að skuldarar fái leiðréttingu á því verðbólguskoti síðustu vikna og mánaða sem hefur hækkað höfuðstól húsnæðismála. Hún sagði einnig að aðgerðir sem farið verði út í til að aðstoða skuldara verði að taka mið af þeirri eignatilfærslu sem verður við aðgerðirnar.(ruv.is)

´Ég er sammála  Lilju. Það þarf að rýmka ákvæðið um greiðsluaðlögun,þannig að fleiri geti notið þess úrræðis og einnig þarf að auðvelda ferilinn. Það er alltof svifaseint að láta menn snúa sér til héraðsdóms vefgna þessa úrræðis. Sennilega  væri best að ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna sæi um þetta úrræði.

 

Björgvin Guðmundsson


Tekur stjórnarmyndun of langan tima?

Sumir telja,að gerð nýs stjórnarsáttmála taki of langan tíma. Ég tel svo ekki vera. Það er betra að vanda gerð nýs stjórnarsáttmála  til þess að deilumál komi ekki upp síðar. Þegar stjórnasáttmáli er rýr í roðinu er hætt á að stjórn endist stutt.Ef ríkisstjórnin á að standa allt kjörtímabilið er best að vanda til verka og leysa öll helstu deilumál strax í upphafi.

 

Björgvin Guðmundsson


Nýr stjórnarsáttmáli eftir viku

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á von á því að myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ljúki um næstu helgi. Aðalsamninganefnd flokkanna hittist í stjórnarráðinu klukkan fjögur í dag til þess að fara yfir stöðuna.

Á fundinum er farið yfir gang mála í nefndarstarfi flokkanna, en nefndir um evrópumál, stjórnskipunarmál og ríkisfjármála hafa verið að störfum undanfarna daga. Jóhanna Sigurðardóttir segir að starfinu miði vel áfram.

 

Björgvin Guðmundsson


Telur koma til greina að skila láninu frá IMF

Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og nýkjörinn þingmaður VG, vill fremur skila láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en að láta vaxtakostnað vegna lánsins bitna á stuðningi við fólk sem þarf aðstoð. Þetta kom fram í máli Lilju á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu Lilja og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar um niðurskurð á fjárlögum og vaxtakostnað ríkissjóðs.

Lilja sagði að mögulegt væri að fara til Norðurlandanna og sækja um lán frá þeim. Benda þyrfti ríkjum í kringum okkur á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði sett stíf skilyrði fyrir láninu. Meðal annars um verulega háa stýrivexti, sem væru að keyra atvinnulífið í kaf.

Sigríður Ingibjörg sagðist ekki vera sammála Lilju um Alþjóðagjaldeyrssjóðinn. Sú áætlun sem samstarfið við sjóðinn byggi á væri mikilvæg og fæli í sér aðgerðir sem ríkið þyrfti hvort eð er að ráðast í. Þá sagðist Lilja vilja að framtíð Íslands yrði byggð upp í sátt við alþjóðasamfélagið.

Sigríður og Lilja voru hins vegar sammála um að það þyrfti að skera niður í ríkisrekstri og að vaxtagreiðslur vegna lána yrðu miklar. Þá sögðu þær að verja þyrfti hag hinna verst settu í þeim samdrætti sem væri framundan. Það yrði að hlífa menntakerfinu og heilbrigðis- og velferðarkerfinu við niðurskurðinum.(visis.is)

Sjónarmið Lilju Mósesdóttur er athyglisvert.Ég er sammála henni. Við höfum ekkert þurft að nota lán IMF,þar eð við fórum þá leið að halda gjaldeyrishöftum.Við getum ekki greitt vexti af öllum þeim lánum sem eru í pípunum.Það er best fyrir okkur að takmarka sem mest erlendar lántökur.

 

Björgvin Guðmundsson


Næst samkomulag um aðildarviðræður?

Líklegt er að stjórnarflokkarnir nái samkomulagi um að þjóðin fái að taka afstöðu til niðurstöðu samninga um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnarmyndunarviðræðum lýkur væntanlega ekki fyrr en undir lok næstu viku.

Leiðtogar stjórnarflokkanna funduðu í gær um nýjan stjórnarsáttmála og áframhaldandi stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingar. Vinnunni verður framhaldið í kvöld og á morgun í starfshópum og á vettvangi forystumanna flokkanna, samkvæmt tilkynningu frá flokkunum. Vinnan gangi vel og sé í samræmi við áætlun.

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnarmyndunarviðræðurnar kæmu ekki niður á störfum ríkisstjórnarinnar, sem væri að sinna daglegum störfum sínum. Hann reiknaði með að hægt yrði að upplýsa um gang viðræðnanna innan fárra daga. Starfshópur um ríkisfjármál undir forystu Árna Páls Árnasonar Samfylkingu og Svandísar Svavarsdóttur Vinstri grænum kom saman síðdegis og það á við um fleiri hópa á vegum flokkanna.

Áhrifamaður innan Vinstri grænna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann reiknaði með að flokkarnir kæmust að samkomulagi um að þjóðin fengi að taka afstöðu til aðildarsamnings við Evrópusambandið að loknum viðræðum við sambandið. Það væri í anda stefnu Vinstri grænna að þjóðin fengi að ráða í stórum málum eins og þessum, þótt flokkurinn breytti í sjálfu sér ekki afstöðu sinni til sambandsins. Samningaviðræður flokkanna í þessum efnum eru í forsjá varaformanna.(visir.is)

'Oskandi er að samkomulag náist um aðildarviðræður. Þjóðin þarf að fá að taka afstöðu til ESB og til þess að það sé unnt þurfum við að fá að vita hvað er í boði.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Bloggfærslur 3. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband