Fimmtudagur, 11. júní 2009
Sjötta hvert heimili með þunga greiðslubyrði
Um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána. Greiðslubyrðin, miðað við tekjur og greiðslur í febrúar sl., virðist því vera viðráðanleg, þrátt fyrir að skuldsetning íslenskra heimila sé mikil í alþjóðlegum samanburði, m.v. ráðstöfunartekjur.
Eitt af hverjum sex heimilum er þó með mjög þunga greiðslubyrði og þarf að verja meira en helmingi ráðstöfunartekna í lánagreiðslur. Þetta kom fram á málstofu Seðlabanka Íslands sem bar yfirskriftina Staða íslenskra heimila í kjölfar bankahruns. Mikið fjölmenni var á fundinum.
Skuldsetningin er nokkuð jafndreifð milli tekjuhópa, þannig eru þeir tekjuhæstu ekki mikið skuldsettari á en þeir tekjulægri, sem er óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi.
Fjórðungur heimila er með húsnæðisskuldir yfir 500% af árstekjum. Einnig skuldar fjórðungur heimila meira í bílalán en sem nemur árstekjum, um 8% þegar talað er um yfirdráttarlán.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlbankanum, kynnti niðurstöðurnar og sagði gagnagrunninn sem notast er við og telur til um 75 þúsund heimila, vera einstakan á heimsvísu. Þar inni eru dulkóðuð gögn frá bönkum, sparisjóðum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði, Vinnumálastofnun og ríkisskattsjóra.
Rúmur fjórðungur skuldanna fellur á heimili sem búa við mjög þunga greiðslubyrði, þ.e. þau heimili sem þurfa að verja yfir 50% af sínum ráðstöfunartekjum til niðurgreiðslu skulda.
78% hjóna með börn er með viðráðanlega greiðslubyrði. Staða einstæðra er erfiðari, en 29% þeirra eru með mjög þunga greiðslubyrði.
Þau heimili sem búa bæði við þunga greiðslubyrði og meira en fimm milljóna króna neikvæða eiginfjárstöðu (skuldir umfram eignir) eru í mestri hættu á að lenda í greiðsluerfiðleikum. Sá hópur, sem er um 2,5% heimila, dreifist nokkuð jafnt milli tekjuhópa, en hann er með um 8% af heildarskuldum.
Innan við 0,5% þeirra sem eru atvinnlausir eru í ofangreindum hópi.
Heimili í mjög neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði hafa tilhneigingu til að tilheyra tekjuhærri hópunum og um helmingur þeirra er með viðráðanlega greiðslubyrði. Á hinn bóginn hafa þau heimili sem eru með þunga greiðslubyrði lána tilhneigingu til að tilheyra tekjulægri hópunum. 68% þeirra eru enn í jákvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði. Þetta endurspeglast í því að aðeins 2,5% tilheyra báðum hópum. Það eru þó hátt í tvö þúsund heimili.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Vilja,að staðið verði við kjarasamninga
Mikil eining ríkti á fundi formanna aðildarfélaga ASÍ um stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld að því er segir í frétt frá ASÍ fundinum lauk nú síðdegis. Áehrsla var lögð á að verja gildandi kjarasamninga sem felur í sérr að laun hækki 1. júlí.
Á fundinum var samþykkt tillaga mótatkvæðalaust þar sem lýst var fullum stuðningi við forystu og samninganefnd ASÍ sem nú fundar linnulítið í Karphúsinu.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fór yfir stöðuna í viðræðum við SA og stjórnvöld og Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, reifaði drög að nýrri hagspá. Báðir drógu þeir upp afar dökka mynd af ástandinu. Að loknum erindum þeirra var orðið gefið frjálst og tjáðu fjölmargir sig um stöðuna. Eindregin vilji virtist vera fyrir því að reyna verja gildandi kjarasamning [...], segir í frétt ASÍ.
Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt mótatkvæðalaust: Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við forystu og samninganefnd ASÍ í þeim erfiðu og viðkvæmu viðræðum um stöðugleikasáttmála og framlengingu kjarasamninga á vinnumarkaði, sem nú standa yfir. Fundurinn hvetur samningsaðila til að verja innihald gildandi samninga með öllum tiltækum ráðum.
Gylfi sagði í samtali við mbl.is að miklar væntingar væru hjá félagsmönnum aðildarfélaganna um að gildandi kjarasamningur komi til framkvæmda. Eins og fram kom í lok seinustu viku, þá eru menn tilbúnir að ræða við SA um afborgunarskilmálana, eða dreifa launahækkunum að einhverju leyti. Við stóðum þá frammi fyrir því að SA ætlaði að fara frá þessum viðræðum vegna vaxtaágreiningsins en okkur tókst að ná saman um að skynsamlegra væri að halda áfram og freista þess búa til aðstæður svo vextir gætu lækkað, segir Gylfi.
Hann segir áherslu lagða á það í viðræðum við ríkisstjórnina að skynsamlegast væri að fá allan pakkann upp á borðið með þeim aðgerðum sem ráðast á í bæði á þessu ári og til lengri tíma litið.
Gylfi segist vona að lögð verði mikil vinna í viðræðurnar í Karphúsinu yfir helgina og alla næstu viku. Engar dagsetningar hafi verið ákveðnar um hvenær niðurstaða í viðræðunum um stöðugleikasáttmála eigi að liggja fyrir. Því fyrr, því betra. Það er nauðsynlegt að fá heildaraðgerðina upp svo Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti komið efnislega að málinu og sagt þá hvort þetta er trúverðugt. Og ef menn finna leið til að flýta aðlögunaraðgerðunum, þá náum við að skapa meiri trúverðugleika svo hægt sé að fara niður með vextina bæði fyrr og meira. Þetta er ekki bara spurning um framlengingu kjarasamningsins, heldur er þetta spurning um framtíð þjóðarinnar. Ef þetta vaxtastig verður svona hátt áfram sé ég ekki annað en að það verði hrun hér á landi í haust, segir Gylfi.(mbl.is)
Verkalýðshreyfingin vill fá umsamdar launahækkanir þrátt fyrir erfitt efnahagsástand.Hins vegur hefur hún ljáð máls á því að dreifa framkvæmd launahækkana,þannig,að hún komi ekki öll til framkvæmda í einu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Árni Páll: Skera verður niður í mínu ráðuneyti einnig
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að skera verði niður í öllum ráðuneytum og þar sé félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess engin undantekning en ríkisstjórnin reynir hvað hún getur til að draga úr kostnaði í því erfiða árferði sem nú ríkir í landinu.
Ein þeirra leiða sem hugsanlega koma til greina við að draga úr kostnaði ríkisins er frekari tekjutenging örorkubóta. Sú leið hefur mætt harðri andstöðu öryrkja.
Það er ekki forgangsatriði í þessari ríkisstjórn að skerða réttindi öryrkja- og ellilífeyriþega. Við erum að vinna með þeim og öðrum hagsmunaaðilum í þeim tilgangi að finna réttann flöt á þessum málum. Þetta er einungis ein leið sem nefnd hefur verið í þessum málum."
Auk þess segir Árni að almennilegt aðhald annars staðar í ríkisrekstrinum, ráðuneytum og öðrum stofnunum, verður að vera sjáanlegt áður en við förum út í slíkar aðgerðir sem hér um ræðir þar sem þær eru alvarlegar og samræmist ekki stefnu ríkisstjórnarinnar. (visir.is)
Þetta eru slæmar fréttir,ef í undirbúningi er niðurskurður í félags-og tryggingamálaráðuneyti. Árni Páll segir,að hugleitt sé að auka tekjutengingar örorkubóta á ný.Það þýðir,að það á aftur að refsa 0ryrkjum sem reyna að vinna.Það er slæm leið. Auk þess tapar ríkið skartttekjum af atvinnutekjum við' það. Ríkisstjórni ætti að hætta að reyna niðurskurð hjá öldruðum og öryrkjum.Þar er ekki af neinu að taka.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Öbi: Bág staða öryrkja og ellilífeyrisþega
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum yfir bágri stöðu öryrkja og ellilífeyrisþega sem þurfa að treysta á hið opinbera til að geta framfleytt sér og sínum. Fatlað fólk og eldri borgarar nutu ekki hins svokallaða góðæris þar sem uppbygging velferðarkerfisins var ekki í samræmi við velmegun í samfélaginu. Staða fyrrgreindra hópa er mjög þung vegna aukins kostnaðar á nauðsynjum, eins og mat, lyfjum, lækniskostnaði og húsnæði. Mjög margir geta ekki látið enda ná saman.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu. Þá segir að Aðalstjórn félagsins krefjist þess að sá stöðugleikasáttmáli sem unnið er að á vettvangi ríkisstjórnar, samtaka atvinnulífs og verkalýðshreyfingar taki einnig til öryrkja og ellilífeyrisþega. Það gangi ekki að 44 þúsund einstaklingar verði hafðir fyrir utan það samkomulag.
Við Íslendingar verðum að hafa kjark til að fara í gegnum þessa erfiðleikatíma með því að verja velferðarkerfið með öllum tiltækum ráðum. Aðför að velferðarkerfinu myndi valda óafturkræfum skaða. Að mati aðalstjórnar er nú rétti tíminn fyrir íslensk stjórnvöld að endurskoða gildi okkar og setja fólk í forgang. Aðalstjórn ÖBÍ mótmælir því harðlega að sérstakir lágtekjuskattar verði lagðir á lífeyrisþega."
(visir.is)
Því verður að treysta,að velferðarstjórn sú,sem nú situr, skerði ekki kjör lífeyrisþega við þann niðurskurð sem framundan er.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Ekki sammála Jóni Baldvin
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag um Ice save undir fyrirsögninni "Vei yður þér hræsnarar".Inntak greinarinnar er,að´ íslenska ríkinu beri skylda til þess að greiða eða ábyrgjast Ice save reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Ég er ósammála því. Jón Baldvin segir m.a. ,að íslenskir lögfræðingar hafi fullyrt,að skv. EES samningnum takmarkist ábyrgð ríkisins við þá upphæð,sem er að finna í tryggingasjóði innstæðueigenda.Þetta er misskilningur hjá Jóni Baldvin. Stefán Már Stefánsson prófessor í lögum hefur sagt,að íslenska ríkið beri enga ábyrgð á innistæðum á Ice save reikningum.Ábyrgðin sé öll hjá tryggingasjóði innstæðueigenda.Ekkert sé í tilskipun ESB um tryggingasjóð innstæðna sem kveði á um ábyrgð ríkisins. Þess vegna ber´islenska ríkinu engin skylda til þess að borga neitt og lagmark hefði verið að nota það atriði í samningum um Icesave en það var ekki gert. Islensk stjórnvöld kiknuðu undan þrýstingi stórveldanna,ESB og IMF. Ísland var kúgað.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Atvinnuleysið minnkar.Er nú 8,7%
Skráð atvinnuleysi í maí 2009 var 8,7% eða að meðaltali 14.595 manns og minnkar atvinnuleysi um 1,5% að meðaltali frá apríl eða um 219 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.739 manns.
Í frétt um málið á vefsíðu Vinnumálastofnunnar segir að vegna árstíðasveiflu eykst áætlað vinnuafl í 167.789 manns í maí eða um rúm 5.000 sem hefur áhrif á reiknað atvinnuleysishlutfall til lækkunar.
Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 14,2% en minnst á Vestfjörðum 2,3%. Atvinnuleysi breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu en minnkar um 4,6% á landsbyggðinni.
Alls staðar dregur úr atvinnuleysi á landsbyggðinni. Hlutfallslega dregur mest úr atvinnuleysi á Austurlandi eða um 67 manns og fer atvinnuleysi þar úr 5,2% í 4,1%.
Atvinnuleysi eykst um 2,9% meðal kvenna en minnkar um 3,8% meðal karla. Atvinnuleysið er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna.
Langtímaatvinnuleysi er nú tekið að aukast og þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 4.836 í lok maí en 3.269 í lok apríl og eru nú um 30% allra á atvinnuleysisskrá.
Þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en ár voru 435 í lok maí en 361 í lok apríl.
Atvinnulausum 16-24 ára hefur fjölgað úr 3.588 í lok apríl í 3.734 í lok maí og eru þeir um 23% allra atvinnulausra í maí en voru um 21% í lok apríl.
Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá maí til júní, m.a. vegna árstíðasveiflu en gera má ráð fyrir að einhver fjöldi nemenda komi á atvinnuleysisskrá í júní.
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Ríkissaksóknari ætlar ekki að segja af sér
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir það af og frá að hann ætli að biðjast lausnar líkt og Eva Joly fór fram á í gær. Eva sagði Valtý vanhæfan í starfi þar sem sonur hans sé einn af lykilstjórnendum í einu af þeim félögum sem verið sé að rannsaka.
Valtýr segist hafa skrifað dómsmálaráðuneytinu bréf þann 18.maí þar sem hann óskaði eftir því að hann viki sæti í öllum málum sérstaks saksóknara. Evu ætti að vera það ljóst.
Sigurður Valtýsson sonur Valtýs er annar af forstjórum Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings.
Valtýr segir að annaðhvort sé Eva Joly ekki í neinum tengslum við starfsfólk embættis sérstaks saksóknara eða þá að um sé að ræða einhverskonar einkaflugeldasýningu hennar.(visir.is)
Það er vissulega bót í máli,að ríkissaksóknari hafi lýst sig vanhæfan í öllum málum er varða bankahrunið.Spurning er hvort það nægir. Ef til vill er það nóg en spurning er þó hvort einhver mál varðandi bankahrunið geti einnig flokkast undir almenn sakamál hjá ríkissaksóknara,þ.e. skarast. Þetta verður að vera úrlausnarefni dómsmálaráðherra. Ég hefi trú á að hún sé réttsýn og geri hið rétta.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Kjör aldraðra og öryrkja eru í lágmarki
Einhleypur ellilífeyrisþegi hefur í dag 150 þús. kr. eftir skatt.Hér er miðað við þann sem hefur ekkert úr lífeyrissjóði og verður að treysta eingöngu á lífeyri frá almannatryggingum. Þetta er eingöngu um helmingur af því,sem Hagstofan segir,að neysluútgjöld einstaklinga séu í dag.En af þessum 150 þús. kr. verður ellilífeyrisþeginn að greiða húsnæði,ef til vill í kringum 100 þús. á mánuði,mat,fatnað,rafmagn.hita,síma og rekstur bíls ef um hann er að ræða. Allir sjá,að það er ekki unnt að lifa af þessu. Er það sómasamlegt að skammta eldri borgurum svo naumt. Eiga þeir ekki rétt á því að lifa með reisn síðustu æviárin. Staðan er lítið betri hjá þeim ,sem hafa 50 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði,þar eð helmingurinn af því fer í skatta og skerðingar. Ljóst er,að ríkisstjórnin getur ekki sótt neitt til eldri borgara í niðurskurði sem framundan er.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Sparað á alþingi
Þingmenn fá minni fjármuni en áður til að ferðast og þeir gista nú á ódýrari hótelum en áður. Þetta er hluti af sparnaðaraðgerðum þingsins. Karl M. Kristjánsson rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn taka niðurskurðinum vel.
Það kostar yfir tvo milljarða króna á ári að reka Alþingi. Í þeim sparnaðaraðgerðum sem nú standa yfir víðsvegar í ríkisrekstrinum er þingið ekki undanskilið. Mestur sparnaður þar næst með lækkun launa þingmanna en aflagning aðstoðarmannakerfis landsbyggðarþingmanna sparar einnig fé. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ferðakostnaður þingmanna hefur nú verið stórlega skertur. Færri þingmenn fá að fara á fundi erlendis en áður að sögn Karls M. Kristjánssonar. Hann bætir við að almennt hafi verið dregið úr alþjóðasamstarfi. Þó sé reynt að draga eins lítið og mögulegt sé úr erlendu samstarfi.
Þingmenn þurfa einnig að tilkynna fyrirhugaðar ferðir með meiri fyrirvara en áður svo hægt sé að kaupa ódýrari fargjöld og þeir gista nú á ódýrari hótelum. Karl segist ekki geta sagt annað en að menn hafi tekið sparnaðinum vel. Þingmenn hafi skilning á þörfinni fyrir að spara. Hann hafi ekki heyrt annað en að ánægja ríki meðal þingmanna að reynt að taka fast á hlutum.(ruv.is)
Það er gott,að ´sparað skuli á alþingi,þegar skera á niður í öllu þjóðfélaginu.Alþingi þarf að ganga á undan með góðu forsæmi.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Eitt mikilvægasta rannsóknarmál í allri Evrópu
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara sem rannsakar bankahrunið frá í haust, segir rannsóknina eitt mikilvægasta rannsóknarmál í allri Evrópu um þessar mundir. Ekki sé hægt að komast áfram í því ef ekki verða lagðar frekari fjárveitingar til þess.
Þetta kom fram í viðtali við hana í Kastjósi Sjónvarps í kvöld. Joly gagnrýndi hversu fáliðað embætti sérstaks saksóknara væri, fjölga þyrfti lögfræðingum úr fimm í tíu auk þess sem ráða þyrfti endurskoðendur til embættisins. Þá sagðist hún hafa sagt stjórnvöldum að leggja þyrfti 3 milljónir evra til rannsóknarinnar til að hún bæri árangur. Aðeins hefði verið lagður fram um þriðjungur þeirrar fjárhæðar.
Hún bætti því við að hún teldi rangt að einblína of mikið á kostnað vegna rannsóknarinnar því ef hún muni bera árangur þá verði hægt að sækja fjármuni sem hafi verið faldir, stolið eða komið undan með öðrum hætti. Þannig myndi rannsóknin skila aftur þeim kostnaði sem við hana yrði, og gott betur til.
Joly óttast að rannsóknin muni ekki bera árangur ef ekki verður settur meiri kraftur í hana. Þá munum við enda uppi með einhver leyst mál en það er mikilvægt að ná heildarmyndinni."(mbl.is)
Nauðsynlegt er að taka mark á ráðum Evu Joly.Hún hefur reynsluna.Það þarf að setja aukinn kraft í rannsókn sérstaks saksóknara og kyrrsetja eignir þeirra,sem grunaðir eru.
Björgvin Guðmundsson