Kennarasambandið sleit ekki viðræðum um stöðugleika

Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA slitu viðræðunum fyrir okkar hönd í beinni útsendingu sem hlýtur að vera einsdæmi í sögunni," sagði Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands í samtali við mbl.is fyrir skömmu.

 „Ég hlustaði á það í bílnum fyrir utan stjórnarráðið að það væri búið að slíta viðræðunum og svo var viðtal við þá," sagði Eiríkur. „Vegna þess að við vorum ekki sammála þeim um eitt atriði þá ákváðu þeir að við værum búnir að slíta. Ég hélt alltaf að við stæðum í samningaviðræðum við ríkisstjórnina og sveitafélögin fyrst og fremst en ekki Alþýðusambandið," sagði Eiríkur.

 Eiríkur sagði að á fundinum í forsætisráðuneytinu sem hófst klukkan sjö í kvöld hefði forsætisráðherra lagt fram skjal sem „eitthvað væri búið að fikta í" og taldi hann að það gæti orðið grunnur að sátt í þessu máli. 

„Nú standa málin þannig að við erum búin að boða stjórnarfund í fyrramálið, BHM er búið að boða miðstjórn til fundar í fyrramálið  og BSRB er búið að boða fund í fyrramálið í sínu baklandi þar sem við munum kynna þetta plagg sem forsætisráðherra lagði fram og við munum síðan taka afstöðu til þess. Þannig að það verður náttúrulega ekkert undirritað nema um það verði sátt."sagði Eiríkur að lokum.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Ráðherrar misjafnlega "duglegir" við niðurskurðinn

Ráðherrarnir eru misjafnlega duglegir við að skera niður í ráðuneytum sínum.Það vekur athygli,að það eru í raun aðeins tvö ráðuneyti sem hafa birt niðurskurðartillögur fyrir yfirstandandi ár,þ.e.félagsmálaráðuneyti og samgönguráðuneyti.Félags-og tryggingamálaráðuneyti gengur fram fyrir skjöldu og  ætlar að byrja að skera niður strax 1.júlí en á þessu ári ætlar það að skera niður um 3,1 milljarð í velferðarkerfinu.Ætlaði ekki þessi ríkisstjórn að hlífa velferðarkerfinu og almannatryggingum?Hvers vegna  er Árni Páll ráðherra þessara mála svona duglegur við niðurskurðinn? Hvers vegna bíður hann ekki eftir öðrum ráðuneytum og lætur þau ríða á vaðið? Það hefði verið í samræmi við yfirlýsta stefnu um að hlífa velferðarkerfinu? Er það af ríkri ábyrgðartilfinningu eða er Árni Páll að vinna sig í álit hjá Jóhönnu og Steingrími með því að ganga feti framar en önnur ráðuneyti í niðurskurði á þessu ári. Þó samgönguráðuneytið hafi lagt fram tillögur um 3,5 milljarða í niðurskurði segir ráðherra samgöngumál í viðtali við Fréttablaðið að ekkert  sé farið að ræða það í hans ráðuneyti hvernig þessi niðurskurður komi niður eða hvort af honum verði.Ef til vill geti lífeyrissjóðir hjálpað til að halda uppi framkvæmdum í vegakerfinu eða einkaframkvæmd. Jú ráðherrarnir eru misduglegir við niðurskurðinn.Árni Páll er greinlega duglegastur þó hann sé með viðkvæmasta málaflokkinn.Mér er til efs,að Ásta Ragnheiður hefði verið svona duglega að skera niður í almannatryggingum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Verðbólgan 12,2%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,0% sem jafngildir 12,5% verðbólgu á ári.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2009 er 344,5 stig og hækkaði um 1,38% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 322,1 stig og hækkaði hún um 1,90% frá maí.

Áfengis- og tóbaksgjald auk gjalda á bensín og díselolíu voru hækkuð með lögum sem samþykkt voru 28. maí síðastliðinn. Þessar breytingar, að undanskilinni hækkun bensíngjalds, eru þegar komnar til framkvæmda og höfðu þær um 0,4% áhrif til hækkunar á vísitölunni nú.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 7,8% (vísitöluáhrif 0,36%) og verð á áfengi og tóbaki um 9,8% (0,32%) og er það að hluta til vegna hækkunar gjalda. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% (0,17%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,8% (-0,11%). Áhrif af lækkun markaðsverðs voru -0,07% en af lækkun raunvaxta -0,04%.

 

Björgvin Guðmundsson



 


Stöðugleikasáttmáli fjarlægist á ný

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn sé langt í land í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Hann sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að allt sé ennþá í óvissu  og mjög ólíklegt sé það sé verið að landa þessu á næstunni. 

Eiríkur sagði, að mjög margir þættir þurfi að skýrast og gersamlega útilokað sé að skrifa einhverja víxla á framtíðina sem feli það í sér að menn séu skuldbundnir að ganga í blóðugan niðurskurð á velferðakerfinu á næstu árum.

Niðurstaða um framlengingu á kjarasamningum á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins til ársins 2010 er nánast í höfn. Hins vegar segja aðilar vinnumarkaðarins að niðurstaða verði að fást í ríkisfjármálin áður en gengið verði frá endanlegu samkomulagi.

Fram kom í Morgunblaðinu í dag, að fulltrúar ASÍ og SA séu nokkuð sáttir við áformin í ríkisfjármálum fyrir þetta ár og árið 2010. Hins vegar séu mikil vonbrigði hjá fulltrúum beggja með áform stjórnvalda fyrir árin 2011 til 2013. Telji  fulltrúar atvinnurekenda,  að ríkisstjórnin stefni að svo stófelldum skattahækkunum, m.a. á atvinnulífið, að það muni ekki rísa undir slíkum álögum. Ríkisstjórnin ætli hins vegar að ganga alltof skammt í niðurskurði á ríkisútgjöldum, en allt of langt í aukinni skattheimtu.

Fulltrúar ASÍ munu einnig gagnrýnir á áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattheimtu, en áhyggjur þeirra beinast ekki síður að því hvar stjórnvöld hyggist skerða þjónustu, og hvers konar tilfærslur verði ákveðnar ( mbl.is)

Vonandi næst samkomulag fljótlega. Það skiptir miklu máli fyrir það hvort stýrivextir verði lækkaðir verulega eða ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 24. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband