Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson,þingmenn VG,greiddu ekki atkvæði með stjórnarsáttmálanum

Á flokksráðsfundi Vinstri grænna í kvöld kom í ljós hver afstaða þeirra Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna VG,var til stjórnarsáttmálans en þau greiddu bæði atkvæði á móti því í þingflokknum að fara í opinberar stjórnarviðræður við Sjálfstæðiaflokkinn og Framsókn.Þau Rósa Björk og Andrés Ingi studdu ekki stjórnarsáttmálann. Andrés Ingi sagði,að í viðræðunum um stjórnarmyndun hefði VG ekki fengið nóg af málum fram,sem gæti réttlætt það,að hann styddi stjórnarsáttmálann.Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn styðja stjórnarsáttmálann að fullu standa 33 þingmenn með sáttmálanum.Samkvæmt þessu  má ekki mikið út af bera hjá stjórnarmeirihlutanum.Minnsti mögulegi stjórnarmeirihluti er 32 þingmenn.

Björgvin Guðmundsson


Fjármagnstekjuskattur 30-42% á Norðurlöndum; 22% hér! (Dæmi um vinnubrögð við stjórnarmyndun!

Dæmi um vinnubrögð í samningaviðræðum VG,íhalds og framsóknar um ríkisstjórn: VG lagði til,að fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður úr 20% í 30%.Í Danmörku er fjármagnstekjuskattur 42%,í Svíþjóð og Finnlandi er fjármagnstekjuskattur 30%. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti 22%.Það gilti.Halda menn,að VG hefði sætt sig við slíka meðferð í miðvinstri viðræðum? Ég held ekki.En VG lét íhaldið valta yfir sig í þessu máli eins og fleiri málum.Þetta sýnir í hnotskurn hvað málið snérist um.Miðvinstri stjórn hefði getað ákveðið 30% fjármagnstekjumagnskatt.En af því að VG kaus frekar að fara yfir til íhaldsins ásamt framsókn verður fjármagnstekjuskatturinn 22%,þ.e. hækkar aðeins um 2 prósentustig!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Tekið undir tillögur íhaldsins um sölu banka og stöðugleikasjóð

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar mun VG taka undir tillögur íhaldsins um sölu banka og stofnun stöðugleikasjóðs,sem arður af auðlindum renni til.Í fljótu bragði verður ekki séð annað en íhaldið hafi komið sínum málum vel til skila.Íhaldið hefur stanslaust verið að berjast fyrir einkavæðingu bankanna og nú hefur VG tekið undir það.

 

Björgvin Guðmundsson


Forusta VG vill stjórn með íhaldinu um óbreytt kerfi!

Í dag munu flokksstofnanir Vinstri grænna,íhalds og framsóknar afgreiða stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þessara flokka.Þetta verður samþykkt hjá öllum flokkunum.Aðeins í VG hefur verið nokkur andstaða við þessa stjórnarmyndun en VG setti í gang úthringingar til þess að berja alla andstöðu niður og mun vera búin að tryggja "rétta" niðurstöðu.VG veit að þessi stjórnarmyndun mun þýða nokkurt fylgistap en lætur það yfir sig ganga.

Þessi ríkisstjórn verður kyrrstöðustjórn.Það er mynduð stjórn um óbreytt kerfi.Engu verður breytt í sjávarúvegs-og landbúnaðarmálum.Gjaldið,sem þjóðin innheimtir sem afgjald af notkun sjávarauðlindarinnar er hlægilega lágt.En íhald og VG eru sammmála um að hækka það ekki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frávarandi sjávarútvegsráðherra sagði,að þessir nýju stjórnarflokkar væru þrír framsóknarflokkar og þeir mundu engu breyta.Eins er í landbúnaðarmálunum.Þessir flokkar hafa engan áhuga á að auka samkeppni í landbúnaðinum eða að færa neytendum ódýrari landbúnaðarvörur.Vinstri græn eru búin að varpa öllum sósialisma fyrir borð svo og allri verkalýðsstefnu. VG eru feministaflokkur en ekki verkalýðsflokkur. Þess vegna gekk vel fyrir þessa 3 framsóknarflokka að ná samstöðu.

Íhaldið bindur vonir við að VG aðstoði íhaldið og atvinnurekendur við að halda launum niðri enda þótt lægstu laun séu við fátæktarmörk.Framkvæmdastjóri atvinnurekenda hefur verið að tala um að laun megi ekki hækka meira en 1- 1 1/2 % eins og á hinum Norðurlöndunum.Morgunblaðið birtir glefsur úr málefnasamningnum í dag,sem lak út. Þar kemur fram,að hækka eigi fjármagnstekjuskatt um 2 prósentustig,úr 20 í 22% .Ekki er það mikil hækkun. Þessi skattur er miklu hærri á hinum Norðurlöndunum.

Það er furðulegt,að Vinstri grænir skuli ganga til stjórnarsamstarfs við tvo íhaldsflokka, þegar unnt var að mynda miðvinstristjórn.Skýringin er sú,að búið var að ákveða  þessa stjórn löngu fyrir kosningar.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 29. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband