Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson,þingmenn VG,greiddu ekki atkvæði með stjórnarsáttmálanum

Á flokksráðsfundi Vinstri grænna í kvöld kom í ljós hver afstaða þeirra Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna VG,var til stjórnarsáttmálans en þau greiddu bæði atkvæði á móti því í þingflokknum að fara í opinberar stjórnarviðræður við Sjálfstæðiaflokkinn og Framsókn.Þau Rósa Björk og Andrés Ingi studdu ekki stjórnarsáttmálann. Andrés Ingi sagði,að í viðræðunum um stjórnarmyndun hefði VG ekki fengið nóg af málum fram,sem gæti réttlætt það,að hann styddi stjórnarsáttmálann.Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn styðja stjórnarsáttmálann að fullu standa 33 þingmenn með sáttmálanum.Samkvæmt þessu  má ekki mikið út af bera hjá stjórnarmeirihlutanum.Minnsti mögulegi stjórnarmeirihluti er 32 þingmenn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband