Hvað er " róttæki sósialistiski velferðarflokkurinn" að gera í þessari ríkisstjórn?

Það er nú komið í ljós hvers vegna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki hækkað lægsta lífeyri um eina krónu.Stjórnin hefur setið í 3 mánuði en hefur ekki hreyft legg né lið í þessu efni.Stefna Sjálfstæðisflokksins er þessi: Bíðum eftir lausn kjaramála á almennum markaði.Ef okkur tekst að halda launum niðri eins og Samtök atvinnulífsins stefna að (hámark 1- 1 1/2 % hækkun) þá verður lífeyrir hækkaður jafn mikið,um 1- 1 1/2%)Þetta er stefnan sem VG samþykkti að færi inn í stjórnarsáttmálann.Þess vegna er engin hækkun lægstu launa eða lægsta lífeyris í kortunum.Og sama er að segja um krónu móti krónu skerðingu öryrkja,sem lofað var að yrði leiðrétt strax í kjölfar nýrra laga um almannatryggingar og allir stjórnmálaflokkar lofuðu að leiðrétta í síðustu kosningum.Ríkisstjórn Katrínar svíkur þetta loforð líka. Þó búið sé að afnema krónu móti krónu skerðinguna hjá öldruðum heldur þessi skerðing áfram hjá öryrkjum og ríkisstjórn Katrínar gerir ekkert til þess að afnema hana.Það er framin kjaraskerðing gagnvart öryrkjum á hverjum degi vegna þessa og "róttæki sósalistiski velferðarflokkurinn" gerir ekkert til þess stöðva þann ósóma.Þess vegna spyr ég enn einu sinni: Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn. Er VG einungis að hugsa um ráðherrastóla,himinhá laun ráðherra (1,8- rúmar 2 millj) og fína bíla?Ekki er verið að hugsa um málefnin.

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórn Katrínar reynir að halda launum og lífeyri niðri.Það er stefna Sjálfstæðisflokksins

Í stefnuskrá Vinstri grænna stendur eftirfarandi: Umtalsverð hækkun lægstu launa á að vera forgangsverkefni í kjarasamningagerð næstu ára  og hækkun bóta elli- og örorkulífeyris á að fylgja slíkum hækkunum.VG settist í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og samþykkti stefnu Sjálfstæðisflokksins í kjaramálum,sem gengur í berhögg við framangreinda stefnu.Andres Ingi Jónsson þingmaður VG sagði,þegar hann sá stefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eins og hún birtist í stjórnarsáttmálanum,að hann hefði haldið,að þessi stefna hefði verið samin í Viðskiptaráði! Svo mikill hægri svipur var á þessaru stefnu að mati Andrésar.Þingmaðurinn, Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum.
 
Stefna ríkisstjórnarinnar í kjaramálum segir,að miklar hækkanir hafi orðið á launum að undanförnu og gefið er til kynna,að ekki sé svigrúm fyrir frekari hækkanir.Umtalsverð hækkun lægstu launa eins og er í stefnu VG er ekki í stefnu ríkisstjórnarinnar.VG samdi þá stefnu af sér. Það er alvarlegt mál bæði vegna bágra kjara lægst launaða verkafólks og vegns þess að VG og fleiri flokkar hafa hnýtt kjör aldraðra og öryrkja við kjör lægst launaða verkafólks. Það þýðir að ef lægstu laun hækka ekki umtalsvert þá hækklar lífeyrir ekki umtalsvert.Takist ríkisstjórn Katrínar að halda lægstu launum niðri tekst stjórninni að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins og þetta eru Vinstri grænir að hjálpa Sjálfstæðisflokknum að framkvæmda.Það er aumt hlutskipti VG.
 
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 25. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband