EKKI STARFSHÓP HELDUR AÐGERÐIR STRAX!

Ríkisstjórn Katrínar hefur ákveðið að skipa starfshóp til þess að fjalla um lífeyri aldraðra og öryrkja og stöðu annarra,sem verst eru staddir.það þarf engan starfshóp til þess að fjalla um þetta mál.Það þarf aðgerðir og það þarf aðgerðir strax; það þarf aðgerðir strax í næstu viku.Eins og ég hef margbent á og sent Katrínu opið bréf um,er engin leið að lifa af lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja.Það þarf því að hækka þennan lífeyri strax en ekki að tefja málið í starfshóp.Það er miklu betra að ákveða hækkun í áföngum en að fresta öllum hækkunum til vors.Ef hækkun lífeyris væri skipt í tvennt væri lágmarkshækkun i fyrsta áfanga 50 þús kr eftir skatt.Það er algert lágmark.Þessi hækkun þarf að koma til framkvæmda strax í næstu viku.ÞAÐ MÁ EKKI FRESTA RÉTTLÆTINU,sagði Katrín og ég er sammála því

Björgvin Guðmundsson

 


2 þingmenn VG samþykktu vantraust á dómsmálaráðherra!

Tillaga um vantraust á Sigríði Andersen dómmálaráðherra var tekin til umræðu og afgreiðslu á alþingi í gær.Samfylkingin og Piratar fluttu tillöguna.Var Logi Einarsson fyrsti flutningsmaður.Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29.Tveir þingmenn VG,þau Andrés Ingi og Rósa Björk, greiddu atkvæði með vantraustinu.Einnig studdi Viðreisn vantraustið,svo og Flokkur Fólksins.Flutningsmenn tillögunnar sögðu,að dómsmálaráðherra ætti að víkja vegna þess að hún hefði brotið lög í sambandi við skipan dómara í Landsrétt.Hæstiréttur úrskurðaði, að ráðherra hefði brotið lög um rannsóknarskyldu við val á dómurum.Ríkið hefur einnig ítrekað verið dæmt til þess að greiða umsækjendunm um dómarastarf við landsrétt skaðabætur vegna þess að talið var,að gengið hefði verið framhjá þeim  sem væru hæfari en þeir,sem skipaðir voru.Þá sætti ráðherrann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið tillit til ráðgjafar,sem hann fékk hjá sérfræðingum ráðuneytisins en þingmenn Viðreisnar töldu ,að þeir hefðu greitt aktvæði á annan hátt á þingi í máli þessu,ef þeir hefðu vitað,að ráðherra hefði hundsað ráðgjöfina.

  Ég er sammála því,að ráðherra hefði átt að víkja vegna þeirra mistaka,sem hann gerði við skipan dómara í landrétt.Ég tel,að ráðherra hefði á þann hátt átt að axla ábyrgð af mistökum sínum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband