Dýrkeyptur hégómi!

Haustið 2017 skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni " Dýrkeyptur hégómi".Þar fjallaði ég um þann hégóma,að Katrín Jakobsdóttir skyldi leggja höfuðáherslu á að fá stól forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og í raun leggja meiri áherslu á það en að koma fram stefnumálum Vinstri grænna. Í greininni sagði ég m.a.: "Það reyndist Katrínu dýrkeyptur hégómi að fara fram á forsætisráðherrastólinn.Hún ræður engu í stjórninni.Er að vísu fundarstjóri á ríkisstjórnarfundum en það er það eina.En það leynist engum,að Bjarni ræður öllu í stjórninni.Katrín getur ekki einu sinni hækkað lægst launaða lífeyrisfólk nema  með leyfi Bjarna.Hann stendur á bremsunni þó nógir peningar séu til.Katrín hefur fallegan ráðherrabíl og getur farið í skemmtilegar utanferðir til Parísar og Berlínar.En það er dýrkeyptur hégómi!Stefnumálin skipta meira máli.Þeim hefur verið fórnað fyrir hégómann!

Björgvin Guðmundsson


Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni?

Eftir,að fjármálaáætlun og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er komin fram er ljóst hver ræður ferðinni í ríkisstjórninni. Það er Sjálfstæðisflokkurinn.VG virðist ekki koma neinum málum fram.Félagshyggjuflokkur eins og VG hefur verið og vill sjálfsagt vera ætti að setja mark sitt á ríkisstjórn,sem flokkurinn veitir forstöðu.En ekki er að sjá,að það hafi tekist.Fjármálaáætlunin gerir ekki ráð fyrir neinni raunhækkun til aldraðra og öryrkja; aðeins hækkun vegna fjölgunar lífeyrisfólks.Framlög til byggingar leiguíbúða lálaunafólks eru skorin niður um helming.Hvorki vaxtabætur sé  barnabætur eru hækkaðar næstu 5 árin.Þó hafði forsætisráherra boðað,að svo yrði.Miðað við ákvæði stjórnarsáttmálans um kjaramál er heldur ekki útlit fyrir,að ríkisstjórn Katrínar beiti sér fyrir hækkun lægstu launa.

Spurningun er því þessi:Hvað er Katrín að gera í þessari ríkisstjórn? Hún kemur ekki neinum velferðar- málum VG fram? Það eru helst einhver umhverfismál og loftslagsmál,sem VG getur eignað sér.En varla hefur VG farið í ríkisstjórnina vegna þeirra mála eingöngu.VG hlýtur að vilja hafa áhrif á hefðbundin velferðarmál einnig.En það hefur ekki tekist enn.Í þeim málum ræður Sjálfstæðisflokkurinn ferðinni.Það er algerlega á ábyrgð VG að Sjálfstæðiflokkurinn skuli geta stöðvað allar kjarabætur til aldraðra,öryrkja og láglaunafólks.

Björgvin Guðmundsson


Engin raunaukning til aldraðra og öryrkja!

Ríkisstjórnin kynnti í gær fjármálaáætlun og fjármálastefnu til næstu 5 ára.Áætlunin veldur miklum vonbrigðum.Hún eykur ójöfnuð í landinu og gerir ekki ráð fyrir auknum framlögum til aldraðra og öryrkja nema vegna fjölgunar.Hins vegar á að lækka skatt á bönkum.RUV ræddi við Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar og Birgi Þórarinsson frá Miðflokknum um áætlunina.Logi sagði,að þetta væri íhaldsáætlun; hún bæri greinlegan svip hægri stefnu.Engin hækkun væri á vaxtabótum og barnabótum þrátt fyrir loforð forsætisráðherra þar um;framlag til leiguíbúða fyrir þá tekjulægstu væru lækkuð um helming.Birgir sagði,að ríkisstjórn Katrínar lækkaði bankaskattinn en gæti ekki hækkað lífeyrir aldraðra og öryrkja.Hann gagnrýndi það.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 5. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband